Bróðurparturinn vöruútflutningur 7. september 2004 00:01 Íslenskt efnahagslíf - Þorsteinn Þorgeirsson hagfræðingur Í leiðara Fréttablaðsins 31. ágúst er fjallað um þær stórfelldu breytingar sem hafa orðið á íslensku efnahagslífi undanfarinn áratug. Lagt er út af tölum Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) um framlag þjónustugreina til gjaldeyrisöflunar og fjölda starfa í þjónustugreinum og Ísland talið til "þjónustuþjóða". Sú umfjöllun byggist á þó nokkrum misskilningi um eðli íslenskrar efnahagsstarfsemi. Stórþjóðir, eins og Bandaríkin, eru gjarnan taldar hafa "þjónustuhagkerfi" vegna þess að um 70% starfandi eru í þjónustugreinum ýmiss konar. En það sama á ekki við um Ísland þótt ámóta stórt hlutfall starfi í heilbrigðis- og menntaþjónustu, opinberri stjórnsýslu, fjármálaþjónustu, flutningastarfsemi eða hótel-, veitinga- eða verslunarrekstri. Ástæðuna er að finna í veigamiklum mun á efnahagsstarfsemi landanna. Bandaríkin eru sjálfum sér nóg um flesta hluti. Áhugi þeirra er að mestu á sínum stóra heimamarkaði. Hlutdeild útflutnings þeirra af landsframleiðslu er rétt um 10%. Í smáþjóðum er þetta hlutfall oftast mun hærra vegna þess að þær þurfa að afla gjaldeyris til að greiða fyrir margvíslegan innflutning. Á Íslandi hefur útflutningur lengi verið nær 40% af landsframleiðslunni. Þessi ólíka staða undirstrikar mikilvægi útflutningsgreina fyrir smáþjóð eins og Ísland. Á liðinni öld litum við á okkur sem fiskveiðiþjóð vegna mikilvægis sjávarafurða fyrir gjaldeyrisöflunina og þrátt fyrir að mikinn meirihluta starfa væri að finna í öðrum greinum. Þá má nefna að tölur SVÞ um að þjónustugreinar hafi aflað um 37% af heildargjaldeyristekjunum árið 2003 eru ekki alls kostar réttar. Þótt framlag verslunar og þjónustu sé vissulega mikilvægt fyrir þjóðarbúskapinn er ekki viðeigandi að forsvarsmenn þeirra leggi áherslu á það með því að heimfæra á þjónustugreinarnar launa- og vaxtatekjur Íslendinga erlendis. Sá hluti af þáttatekjunum svokölluðu er um 3,5% af gjaldeyristekjunum. Að skreyta sig með lánsfjöðrum er sjaldnast til bóta. Áætla má að 63% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins í ár komi frá framleiðslugreinunum. Þar á eftir koma þjónustugreinarnar með 32% og þáttatekjur með rúm 5%. Það er því ljóst að framleiðslugreinarnar eru enn mikilvægastar fyrir gjaldeyrisöflunina. Varðandi þær stórfelldu breytingar sem orðið hafa á íslensku efnahagslífi er ljóst að þátttaka þjóðarinnar í EES-samningnum, einkavæðing ríkisstofnana og breytingar á skattkerfinu löguðu starfsskilyrði íslenskra fyrirtækja mikið og nýjar atvinnugreinar blómstruðu sem aldrei fyrr. Í kjölfarið komu fram á sjónarsviðið mörg fyrirtæki sem framleiða hátæknivörur eins og lyf, lækningatæki, vélbúnað, hugbúnað o.s.frv. Það er í raun stórmerkilegt að hlutdeild hátæknifyrirtækja í gjaldeyristekjunum, sem var hverfandi lítil árið 1990, er nú komin í tæp 7% af gjaldeyristekjunum. Mestur vöxtur í öflun gjaldeyristekna á Íslandi hefur orðið hjá slíkum fyrirtækjum. Til samanburðar jókst hlutdeild stóriðju í gjaldeyrisöfluninni um fjögur prósentustig yfir sama tímabil. Þá jókst hlutdeild þjónustugreina um sjö prósentustig, sem má að mestu rekja til aukinnar samgöngustarfsemi. Miðað við vaxandi mikilvægi þessara greina fyrir gjaldeyrisöflunina er réttara að segja við séum á góðri leið með að verða "nútíma framleiðslu- og viðskiptaþjóð". Það er jafnframt eftirsóknarverð þróun þar sem framleiðni og laun eru að jafnaði hærri í greinum sem samnýta hátt menntastig og tækninýjungar. Þá er það jákvætt að í lok þessa áratugar mun útflutningur stóriðju stóraukast. Iðnaður (ásamt áli), sjávarútvegur og þjónustugreinar verða þá þrjár meginstoðir gjaldeyristekna Íslendinga. Um leið er líklegt að iðnaðurinn verði þá orðin stærsta einstaka greinin í gjaldeyrisöfluninni. Mikilvægt er að Íslendingar skilji hvert framlag einstakra greina er til gjaldeyrisöflunar og lífsgæða og hvar framleiðni- og tekjustigið er hæst. Á komandi árum er brýnt að stjórnvöld og hagsmunaaðilar nýti allar leiðir til að efla nýsköpun á sviði hátækniframleiðslu, bæði með því að stuðla að framboði af nægu áhættufjármagni, menntuðu starfsfólki og samstarfi við háskólasamfélagið. Þá mun aukin þátttaka í samstarfi Evrópuþjóða einnig koma slíkri starfsemi og þjóðarbúinu í heild til góða. Ef vel tekst til munu fyrirtæki í hátækni verða enn mikilvægari undirstaða útflutnings, verðmætasköpunar og lífsgæða okkar í framtíðinni. Slík þróun mun einnig draga úr skuldasöfnun erlendis og tryggja okkur jafnan og góðan hagvöxt. Að lokum má benda á mikilvægi innlendra iðngreina sem keppa við innflutning fyrir jafnvægið í erlendum viðskiptum. Á næstu árum er fyrirséð að raungengið verður hátt og samkeppnisstaða innlendra framleiðslufyrirtækja erfið. Þetta ástand er utan áhrifasviðs fyrirtækjanna. Það er tilkomið vegna stóriðjuframkvæmdanna og örari launabreytinga hér á landi en erlendis. Við þessar kringumstæður er skynsamlegt að hvetja Íslendinga til að hlúa að eigin framleiðslu með því að velja íslenskt að því tilskildu að verð og gæði séu sambærileg við innfluttar vörur. Það verndar störf í landinu og stuðlar að betra jafnvægi í erlendum viðskiptum. Að kaupa íslenskt er jafngilt því að draga úr skuldasöfnun þjóðarbúsins erlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt efnahagslíf - Þorsteinn Þorgeirsson hagfræðingur Í leiðara Fréttablaðsins 31. ágúst er fjallað um þær stórfelldu breytingar sem hafa orðið á íslensku efnahagslífi undanfarinn áratug. Lagt er út af tölum Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) um framlag þjónustugreina til gjaldeyrisöflunar og fjölda starfa í þjónustugreinum og Ísland talið til "þjónustuþjóða". Sú umfjöllun byggist á þó nokkrum misskilningi um eðli íslenskrar efnahagsstarfsemi. Stórþjóðir, eins og Bandaríkin, eru gjarnan taldar hafa "þjónustuhagkerfi" vegna þess að um 70% starfandi eru í þjónustugreinum ýmiss konar. En það sama á ekki við um Ísland þótt ámóta stórt hlutfall starfi í heilbrigðis- og menntaþjónustu, opinberri stjórnsýslu, fjármálaþjónustu, flutningastarfsemi eða hótel-, veitinga- eða verslunarrekstri. Ástæðuna er að finna í veigamiklum mun á efnahagsstarfsemi landanna. Bandaríkin eru sjálfum sér nóg um flesta hluti. Áhugi þeirra er að mestu á sínum stóra heimamarkaði. Hlutdeild útflutnings þeirra af landsframleiðslu er rétt um 10%. Í smáþjóðum er þetta hlutfall oftast mun hærra vegna þess að þær þurfa að afla gjaldeyris til að greiða fyrir margvíslegan innflutning. Á Íslandi hefur útflutningur lengi verið nær 40% af landsframleiðslunni. Þessi ólíka staða undirstrikar mikilvægi útflutningsgreina fyrir smáþjóð eins og Ísland. Á liðinni öld litum við á okkur sem fiskveiðiþjóð vegna mikilvægis sjávarafurða fyrir gjaldeyrisöflunina og þrátt fyrir að mikinn meirihluta starfa væri að finna í öðrum greinum. Þá má nefna að tölur SVÞ um að þjónustugreinar hafi aflað um 37% af heildargjaldeyristekjunum árið 2003 eru ekki alls kostar réttar. Þótt framlag verslunar og þjónustu sé vissulega mikilvægt fyrir þjóðarbúskapinn er ekki viðeigandi að forsvarsmenn þeirra leggi áherslu á það með því að heimfæra á þjónustugreinarnar launa- og vaxtatekjur Íslendinga erlendis. Sá hluti af þáttatekjunum svokölluðu er um 3,5% af gjaldeyristekjunum. Að skreyta sig með lánsfjöðrum er sjaldnast til bóta. Áætla má að 63% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins í ár komi frá framleiðslugreinunum. Þar á eftir koma þjónustugreinarnar með 32% og þáttatekjur með rúm 5%. Það er því ljóst að framleiðslugreinarnar eru enn mikilvægastar fyrir gjaldeyrisöflunina. Varðandi þær stórfelldu breytingar sem orðið hafa á íslensku efnahagslífi er ljóst að þátttaka þjóðarinnar í EES-samningnum, einkavæðing ríkisstofnana og breytingar á skattkerfinu löguðu starfsskilyrði íslenskra fyrirtækja mikið og nýjar atvinnugreinar blómstruðu sem aldrei fyrr. Í kjölfarið komu fram á sjónarsviðið mörg fyrirtæki sem framleiða hátæknivörur eins og lyf, lækningatæki, vélbúnað, hugbúnað o.s.frv. Það er í raun stórmerkilegt að hlutdeild hátæknifyrirtækja í gjaldeyristekjunum, sem var hverfandi lítil árið 1990, er nú komin í tæp 7% af gjaldeyristekjunum. Mestur vöxtur í öflun gjaldeyristekna á Íslandi hefur orðið hjá slíkum fyrirtækjum. Til samanburðar jókst hlutdeild stóriðju í gjaldeyrisöfluninni um fjögur prósentustig yfir sama tímabil. Þá jókst hlutdeild þjónustugreina um sjö prósentustig, sem má að mestu rekja til aukinnar samgöngustarfsemi. Miðað við vaxandi mikilvægi þessara greina fyrir gjaldeyrisöflunina er réttara að segja við séum á góðri leið með að verða "nútíma framleiðslu- og viðskiptaþjóð". Það er jafnframt eftirsóknarverð þróun þar sem framleiðni og laun eru að jafnaði hærri í greinum sem samnýta hátt menntastig og tækninýjungar. Þá er það jákvætt að í lok þessa áratugar mun útflutningur stóriðju stóraukast. Iðnaður (ásamt áli), sjávarútvegur og þjónustugreinar verða þá þrjár meginstoðir gjaldeyristekna Íslendinga. Um leið er líklegt að iðnaðurinn verði þá orðin stærsta einstaka greinin í gjaldeyrisöfluninni. Mikilvægt er að Íslendingar skilji hvert framlag einstakra greina er til gjaldeyrisöflunar og lífsgæða og hvar framleiðni- og tekjustigið er hæst. Á komandi árum er brýnt að stjórnvöld og hagsmunaaðilar nýti allar leiðir til að efla nýsköpun á sviði hátækniframleiðslu, bæði með því að stuðla að framboði af nægu áhættufjármagni, menntuðu starfsfólki og samstarfi við háskólasamfélagið. Þá mun aukin þátttaka í samstarfi Evrópuþjóða einnig koma slíkri starfsemi og þjóðarbúinu í heild til góða. Ef vel tekst til munu fyrirtæki í hátækni verða enn mikilvægari undirstaða útflutnings, verðmætasköpunar og lífsgæða okkar í framtíðinni. Slík þróun mun einnig draga úr skuldasöfnun erlendis og tryggja okkur jafnan og góðan hagvöxt. Að lokum má benda á mikilvægi innlendra iðngreina sem keppa við innflutning fyrir jafnvægið í erlendum viðskiptum. Á næstu árum er fyrirséð að raungengið verður hátt og samkeppnisstaða innlendra framleiðslufyrirtækja erfið. Þetta ástand er utan áhrifasviðs fyrirtækjanna. Það er tilkomið vegna stóriðjuframkvæmdanna og örari launabreytinga hér á landi en erlendis. Við þessar kringumstæður er skynsamlegt að hvetja Íslendinga til að hlúa að eigin framleiðslu með því að velja íslenskt að því tilskildu að verð og gæði séu sambærileg við innfluttar vörur. Það verndar störf í landinu og stuðlar að betra jafnvægi í erlendum viðskiptum. Að kaupa íslenskt er jafngilt því að draga úr skuldasöfnun þjóðarbúsins erlendis.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun