Sport

Fellur Woods úr fyrsta sætinu?

Fídjibúinn Vijay Singh er með þriggja högga forystu á sterku atvinnumannamóti í Boston í bandarísku mótaröðinni í golfi. Singh er 14 höggum undir pari þegar átján holur eru eftir. Tiger Woods er í öðru sæti á ellefu undir pari. Ef Singh vinnur mótið þá fer hann í efsta sæti heimslistans en þar hefur Tiger Woods verið samfellt í tæp fimm ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×