Sport

KS og Víkingur komust upp

KS frá Siglufirði og Víkingur Ólafsvík tryggðu sér sæti í fyrstu deild karla í knattspyrnu í gær. Leiknir Reykjavík sat eftir með sárt ennið. KS náði jafntefli á útivelli gegn Víði, 1-1. KS jafnaði á lokamínútunni og tryggði sér sigur í deildinni á markamun. Víðir féll í þriðju deild. Víkingur Ólafsvík vann Leikni 2-0 á útivelli. Leiknir fékk 38 stig en KS og Víkingur 39.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×