Sport

Markús Máni slasaður

Markús Máni Michaelson, atvinnumaður í handbolta hjá Dusseldorf í Þýskalandi, lenti í umferðarslysi í Dusseldorf í gær þegar ekið var á hann. Markús Máni slasaðist á hendi og þarf í aðgerð og verður frá í allt að þrjá mánuði. Opna Reykjavíkurmótinu í handbolta lýkur með úrslitaleikjum í kvöld. Í kvennaflokki hefur Valur þegar tryggt sér Reykjavíkurmeistaratitilinn en liðið náði lengst Reykjavíkurliða í mótinu. Valur varð í 3. sæti eftir sigur á danska liðinu BKYdun í dag. Það eru hins vegar Stjarnan og Haukar sem leika til úrslita og hófst viðureign þeirra klukkan sex. Í karlaflokki varð ÍR Reykjavíkurmeistari. ÍR sigraði FH í dag í leik um 3. sætið 29-26. Klukkan átta mætast KA og Haukar í úrslitaleik karla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×