Sport

Barkley ekki ákærður

Konan sem tilkynnti lögreglu að Charles Barkley hefði ráðist að sér á ósiðlegan hátt á næturklúbbi í Philadelphiu er hætt við að höfða málsókn. Að sögn A. Charles Peruto jr., lögfræðings konunnar, var konan tilbúin að hætta við ef Barkley bæðist afsökunar á athæfinu. "Það eru allir sammála um að þetta hafi verið á misskilningi reist. Skjólstæðingur minn hefur haft tíma til að hugsa sig um og hefur nú tekið fyrrgreinda ákvörðun," sagði Peruto. "Svo hef ég þekkt Charles í 20 ár og mér hefur alltaf fundist hann heiðvirður maður".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×