Sport

Byrjunarlið U21 gegn Búlgaríu

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U 21 árs landsliðs Íslands, tilkynnti í morgun byrjunarlið Íslands sem mætir Búlgaríu í undankeppni heimsmeistaramótsins á Víkingsvelli í dag klukkan 17. Ísland spilar leikaðferðina 4-4-2 og er liðið þannig skipað: Markvörður: Bjarni Þórður Halldórsson. Varnarmenn: Steinþór Gíslason, Gunnar Þór Gunnarsson, Sölvi Geir Ottesen og Sverrir Garðarsson. Tengiliðir: Viktor Bjarki Arnarsson, Davíð Þór Viðarsson, Ólafur Ingi Skúlason (F) og Emil Hallfreðsson. Framherjar: Hannes Þ. Sigurðsson og Hörður Sveinsson. Eyjólfur hafði lýst því yfir að 21 árs landslið Íslands myndi spila sömu leikaðferð og A landsliðið eða 3-5-2. Eyjólfur sagði við íþróttadeildina að sú leikaðferð hefði ekki virkað nógu vel í æfingaleik gegn Eistlandi og því hefði hann breytt í 4-4-2 í hálfleik. Strákarnir eru vanari því að spila þessa leikaðferð og þá bætti Eyjólfur því við að hann hafi engar upplýsingar um landslið Búlgaríu og því sé skynsamlegast að byrja hefðbundið með fjóra leikmenn í vörninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×