Verðtrygging ekki alslæm 2. september 2004 00:01 Með umræðu um lækkandi raunvexti hefur vaknað umræða um verðtryggingu lána. Óverðtryggð lán eru algengari en verðtryggð í nágrannalöndum okkar. "Ísland er verðbólguland, það hefur aldrei verið stöðugleiki hér um lengri tíma," segir Ásgeir Jónsson, hagfræðigur greiningardeildar KB banka. Hann segir að þegar til lengri tíma hafi verið litið hafi fólk grætt á því að vera með lán sín verðtryggð. Ásgeir segir að með kröfu um afnám verðtryggingar sé verið að skjóta sendiboðann "Vandamálið er verðbólgan ekki verðtryggingin." Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, tekur undir það að verðtryggingin sjálf sé ekki afleit. "Það sem skiptir einstaklinginn eða fyrirtækið sem tekur lánið máli er hvert vaxtastigið er. Ef við tökum óverðtryggt lán þá getum við búist við því að lánveitandinn leggi verðbólguálag á lánið með hærri vöxtum." Ólafur segir að engin trygging sé fyrir því að óverðtryggða lánið sé ódýrara fyrir lántakandann þegar upp sé staðið. "Það er örugglega hægt að segja að það er ekki sjálfgefið að óverðtryggða lánið verði ódýrara en það verðtryggða." Ólafur bætir því við að í langflestum tilfellum séu óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og verðbólguvæntingar á hverjum tíma komi fram í vaxtastigi þeirra lána. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans, segir að til þess að óverðtryggð lán verði tekin upp í einhverjum mæli þurfi menn að trúa á að stöðugleiki muni ríkja til lengri tíma. "Verðtrygging er að verða vinsælli erlendis. Menn eru farnir að átta sig á því að þetta form getur haft áhugaverða eiginleika.," segir Björn. Hann segir að með verðtryggingu útiloki menn einn þátt áhættunnar við útgáfu skuldabréfsins. "Þar af leiðandi ættu menn að geta boðið lægri raunvexti." Hagfræðingarnir segja lækkandi raunvexti eins og menn hafa verið að sjá í aukinni samkeppni á markaði séu mun ánægjulegri tíðindi fyrir lántakendur, heldur en það hvort vertrygging yrði afnumin. Ásgeir segir að hins vegar megi deila um hvaða þættir séu settir inn í vísitöluna sem ákvarða verðtrygginguna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Með umræðu um lækkandi raunvexti hefur vaknað umræða um verðtryggingu lána. Óverðtryggð lán eru algengari en verðtryggð í nágrannalöndum okkar. "Ísland er verðbólguland, það hefur aldrei verið stöðugleiki hér um lengri tíma," segir Ásgeir Jónsson, hagfræðigur greiningardeildar KB banka. Hann segir að þegar til lengri tíma hafi verið litið hafi fólk grætt á því að vera með lán sín verðtryggð. Ásgeir segir að með kröfu um afnám verðtryggingar sé verið að skjóta sendiboðann "Vandamálið er verðbólgan ekki verðtryggingin." Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, tekur undir það að verðtryggingin sjálf sé ekki afleit. "Það sem skiptir einstaklinginn eða fyrirtækið sem tekur lánið máli er hvert vaxtastigið er. Ef við tökum óverðtryggt lán þá getum við búist við því að lánveitandinn leggi verðbólguálag á lánið með hærri vöxtum." Ólafur segir að engin trygging sé fyrir því að óverðtryggða lánið sé ódýrara fyrir lántakandann þegar upp sé staðið. "Það er örugglega hægt að segja að það er ekki sjálfgefið að óverðtryggða lánið verði ódýrara en það verðtryggða." Ólafur bætir því við að í langflestum tilfellum séu óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og verðbólguvæntingar á hverjum tíma komi fram í vaxtastigi þeirra lána. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans, segir að til þess að óverðtryggð lán verði tekin upp í einhverjum mæli þurfi menn að trúa á að stöðugleiki muni ríkja til lengri tíma. "Verðtrygging er að verða vinsælli erlendis. Menn eru farnir að átta sig á því að þetta form getur haft áhugaverða eiginleika.," segir Björn. Hann segir að með verðtryggingu útiloki menn einn þátt áhættunnar við útgáfu skuldabréfsins. "Þar af leiðandi ættu menn að geta boðið lægri raunvexti." Hagfræðingarnir segja lækkandi raunvexti eins og menn hafa verið að sjá í aukinni samkeppni á markaði séu mun ánægjulegri tíðindi fyrir lántakendur, heldur en það hvort vertrygging yrði afnumin. Ásgeir segir að hins vegar megi deila um hvaða þættir séu settir inn í vísitöluna sem ákvarða verðtrygginguna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira