Verðtrygging ekki alslæm 2. september 2004 00:01 Með umræðu um lækkandi raunvexti hefur vaknað umræða um verðtryggingu lána. Óverðtryggð lán eru algengari en verðtryggð í nágrannalöndum okkar. "Ísland er verðbólguland, það hefur aldrei verið stöðugleiki hér um lengri tíma," segir Ásgeir Jónsson, hagfræðigur greiningardeildar KB banka. Hann segir að þegar til lengri tíma hafi verið litið hafi fólk grætt á því að vera með lán sín verðtryggð. Ásgeir segir að með kröfu um afnám verðtryggingar sé verið að skjóta sendiboðann "Vandamálið er verðbólgan ekki verðtryggingin." Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, tekur undir það að verðtryggingin sjálf sé ekki afleit. "Það sem skiptir einstaklinginn eða fyrirtækið sem tekur lánið máli er hvert vaxtastigið er. Ef við tökum óverðtryggt lán þá getum við búist við því að lánveitandinn leggi verðbólguálag á lánið með hærri vöxtum." Ólafur segir að engin trygging sé fyrir því að óverðtryggða lánið sé ódýrara fyrir lántakandann þegar upp sé staðið. "Það er örugglega hægt að segja að það er ekki sjálfgefið að óverðtryggða lánið verði ódýrara en það verðtryggða." Ólafur bætir því við að í langflestum tilfellum séu óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og verðbólguvæntingar á hverjum tíma komi fram í vaxtastigi þeirra lána. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans, segir að til þess að óverðtryggð lán verði tekin upp í einhverjum mæli þurfi menn að trúa á að stöðugleiki muni ríkja til lengri tíma. "Verðtrygging er að verða vinsælli erlendis. Menn eru farnir að átta sig á því að þetta form getur haft áhugaverða eiginleika.," segir Björn. Hann segir að með verðtryggingu útiloki menn einn þátt áhættunnar við útgáfu skuldabréfsins. "Þar af leiðandi ættu menn að geta boðið lægri raunvexti." Hagfræðingarnir segja lækkandi raunvexti eins og menn hafa verið að sjá í aukinni samkeppni á markaði séu mun ánægjulegri tíðindi fyrir lántakendur, heldur en það hvort vertrygging yrði afnumin. Ásgeir segir að hins vegar megi deila um hvaða þættir séu settir inn í vísitöluna sem ákvarða verðtrygginguna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Með umræðu um lækkandi raunvexti hefur vaknað umræða um verðtryggingu lána. Óverðtryggð lán eru algengari en verðtryggð í nágrannalöndum okkar. "Ísland er verðbólguland, það hefur aldrei verið stöðugleiki hér um lengri tíma," segir Ásgeir Jónsson, hagfræðigur greiningardeildar KB banka. Hann segir að þegar til lengri tíma hafi verið litið hafi fólk grætt á því að vera með lán sín verðtryggð. Ásgeir segir að með kröfu um afnám verðtryggingar sé verið að skjóta sendiboðann "Vandamálið er verðbólgan ekki verðtryggingin." Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, tekur undir það að verðtryggingin sjálf sé ekki afleit. "Það sem skiptir einstaklinginn eða fyrirtækið sem tekur lánið máli er hvert vaxtastigið er. Ef við tökum óverðtryggt lán þá getum við búist við því að lánveitandinn leggi verðbólguálag á lánið með hærri vöxtum." Ólafur segir að engin trygging sé fyrir því að óverðtryggða lánið sé ódýrara fyrir lántakandann þegar upp sé staðið. "Það er örugglega hægt að segja að það er ekki sjálfgefið að óverðtryggða lánið verði ódýrara en það verðtryggða." Ólafur bætir því við að í langflestum tilfellum séu óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og verðbólguvæntingar á hverjum tíma komi fram í vaxtastigi þeirra lána. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans, segir að til þess að óverðtryggð lán verði tekin upp í einhverjum mæli þurfi menn að trúa á að stöðugleiki muni ríkja til lengri tíma. "Verðtrygging er að verða vinsælli erlendis. Menn eru farnir að átta sig á því að þetta form getur haft áhugaverða eiginleika.," segir Björn. Hann segir að með verðtryggingu útiloki menn einn þátt áhættunnar við útgáfu skuldabréfsins. "Þar af leiðandi ættu menn að geta boðið lægri raunvexti." Hagfræðingarnir segja lækkandi raunvexti eins og menn hafa verið að sjá í aukinni samkeppni á markaði séu mun ánægjulegri tíðindi fyrir lántakendur, heldur en það hvort vertrygging yrði afnumin. Ásgeir segir að hins vegar megi deila um hvaða þættir séu settir inn í vísitöluna sem ákvarða verðtrygginguna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur