Viðskipti erlent

Áhyggjur af hagvexti í Evrópu

Hátt olíuverð gæti orðið til þess að hagvöxtur í Evrópu á næstu árum verði mun minni en spár gera ráð fyrir. Hagfræðingar telja að þótt Evrópa sé ekki eins viðkvæm fyrir hækkun á olíuverði og áður þá kunni mikil hækkun engu að síður að hafa neikvæð áhrif. Helsti dragbítur á hagvöxt í Evrópu er sagður vera lítil eftirspurn neytenda. Þá hefur styrkur evrunnar dregið úr útflutningsverðmæti þeirra landa sem notast við þann gjaldmiðil.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×