Kraftmikill hugsjónamaður 13. október 2005 14:31 Maður vikunnar - Eggert Magnússon formaður KSÍ Mikið hefur mætt á Eggerti Magnússyni síðustu daga vegna undirbúnings knattspyrnulandsleiks Íslands og Ítalíu á miðvikudag. Hann og hans menn hjá Knattspyrnusambandinu settu markið hátt og stefndu á að slá aðsóknarmet að íslenskum knattspyrnuleik sem var sett þegar Valsmenn tóku á móti portúgalska liðinu Benfica í september 1968. 18.194 áhorfendur sáu hvítklædda Valsarana gera markalaust jafntefli gegn hinum heimsfræga Eusebio og félögum og var stemningin á leiknum, að sögn kunnugra, ólýsanleg. Allt bendir til að metið verði slegið á miðvikudag. Eggert Árni Magnússon fæddist 20. febrúar 1947 og varð því 57 ára á árinu. Að loknu hefðbundnu grunnskólanámi fór hann í MR og lauk þaðan námi á skemmri tíma en almennt tíðkaðist og er það til marks um hæfni hans og dugnað. Þaðan lá leiðin í háskóla, fyrst í Noregi þar sem hann nam skipaverkfræði, og síðar í HÍ þar sem viðskiptafræðin varð fyrir valinu. Eggert kenndi við Vélskóla Íslands í nokkur ár, áður en hann sneri sér að viðskiptum. Fyrst var hann framkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækisins Fróns, þá fasteignasölunnar Eignavals, næst glerverksmiðjunnar Esju og kom svo "heim" aftur 10 árum síðar. Frón var selt fyrir nokkrum árum og hefur Eggert helgað sig knattspyrnunni frá þeim tíma utan hvað hann situr í stjórn fjárfestingafélagsins Burðaráss. Raunar var fátt sem minnti á kexframleiðslu á forstjóraskrifstofu hans hjá Fróni, allt var þakið myndum og munum sem tengdust knattspyrnunni. Þá má geta þess að hann sat í stjórn SÁÁ um skeið. Knattspyrnuáhugi Eggerts kom snemma í ljós og ungur hóf hann að æfa með Val. Hann þótti víst aldrei neitt sérlega góður en viljinn bar hann hálfa leið. Eggert lifir afar heilbrigðu líferni og er í góðu líkamlegu formi. Það er af sem áður var þegar hann drakk meira en góðu hófi gegndi og var mikill um sig miðjan, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Nú hugar hann vel að mataræðinu. Ennþá leikur hann knattspyrnu, nú með vinum og samstarfsmönnum, og eru hæfileikar hans sagðir hafa aukist með árunum þó að leiknin verði oft útundan á kostnað hörkunnar. "Hann er fauti," varð reyndar einum að orði. Þá hleypur hann sér til heilsubótar og eru vegalengdirnar jafnan mældar í tugum kílómetra í hvert sinn. Fyrir utan knattspyrnuna og hlaupin er laxveiði hans helsta áhugamál. Eggert varð formaður knattspyrnudeildar Vals árið 1984 og gegndi því starfi í fimm ár, þar til hann var kjörinn formaður KSÍ. Um svipað leyti urðu miklar breytingar á knattspyrnunni í Evrópu, áhuginn jókst og peningavæðing íþróttarinnar hófst af alvöru. Það má segja að Eggert hafi verið réttur maður á réttum stað á þessum tíma og kraftur hans og drift gerðu það að verkum að litla Ísland varð þátttakandi í ævintýrinu. Undir hans stjórn hafa rekstur og umsvif Knattspyrnusambandsins aukist til mikilla muna og segja kunnugir að fyrir hans tilstuðlan hafi sambandinu í raun verið breytt í hefðbundið fyrirtæki. Eldhugi, ljúfur og góður, óþolinmóður, drífandi og afkastamikill voru orð sem samferðamenn Eggerts völdu til að lýsa honum. Hann er mikilsvirkur í alþjóðaknattspyrnunni og situr í framkvæmdastjórn Knattspyrnusambands Evrópu. Störf hans á þeim vettvangi kalla á mikil ferðalög, bæði til fundasetu og eins til að horfa á leiki vítt og breitt um álfuna. Hefur hann oft verið valinn til að gegna hlutverki eftirlitsmanns á stórleikjum. Í gegnum þessi störf hefur Eggert eignast marga góða vini innan knattspyrnunnar og er hinn franski Michel Platini þeirra þekktastur. Um eigin knattspyrnuáhuga hefur Eggert sagt að í gegnum fótboltann hafi hann lært mikið um lífið. Hann hefur einnig sagt það forréttindi að fá að lifa og hrærast í greininni og að hann sé þakklátur fyrir að eiga þátt í vexti hennar og viðgangi. Eggert er mikill fjölskyldumaður og ræktar fjölskylduböndin af alúð og natni. Hann er kvæntur Guðlaugu Nönnu Ólafsdóttur og eiga þau fjögur börn og fjögur barnabörn og er það fimmta á leiðinni. Klæðaburður hans vakti lengi vel athygli en hann er jafnan fínni í tauinu en almennt gerist. Litskrúðug bindi og stórir bindishnútar eru hans einkenni og víðfræg um knattspyrnuheiminn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Maður vikunnar - Eggert Magnússon formaður KSÍ Mikið hefur mætt á Eggerti Magnússyni síðustu daga vegna undirbúnings knattspyrnulandsleiks Íslands og Ítalíu á miðvikudag. Hann og hans menn hjá Knattspyrnusambandinu settu markið hátt og stefndu á að slá aðsóknarmet að íslenskum knattspyrnuleik sem var sett þegar Valsmenn tóku á móti portúgalska liðinu Benfica í september 1968. 18.194 áhorfendur sáu hvítklædda Valsarana gera markalaust jafntefli gegn hinum heimsfræga Eusebio og félögum og var stemningin á leiknum, að sögn kunnugra, ólýsanleg. Allt bendir til að metið verði slegið á miðvikudag. Eggert Árni Magnússon fæddist 20. febrúar 1947 og varð því 57 ára á árinu. Að loknu hefðbundnu grunnskólanámi fór hann í MR og lauk þaðan námi á skemmri tíma en almennt tíðkaðist og er það til marks um hæfni hans og dugnað. Þaðan lá leiðin í háskóla, fyrst í Noregi þar sem hann nam skipaverkfræði, og síðar í HÍ þar sem viðskiptafræðin varð fyrir valinu. Eggert kenndi við Vélskóla Íslands í nokkur ár, áður en hann sneri sér að viðskiptum. Fyrst var hann framkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækisins Fróns, þá fasteignasölunnar Eignavals, næst glerverksmiðjunnar Esju og kom svo "heim" aftur 10 árum síðar. Frón var selt fyrir nokkrum árum og hefur Eggert helgað sig knattspyrnunni frá þeim tíma utan hvað hann situr í stjórn fjárfestingafélagsins Burðaráss. Raunar var fátt sem minnti á kexframleiðslu á forstjóraskrifstofu hans hjá Fróni, allt var þakið myndum og munum sem tengdust knattspyrnunni. Þá má geta þess að hann sat í stjórn SÁÁ um skeið. Knattspyrnuáhugi Eggerts kom snemma í ljós og ungur hóf hann að æfa með Val. Hann þótti víst aldrei neitt sérlega góður en viljinn bar hann hálfa leið. Eggert lifir afar heilbrigðu líferni og er í góðu líkamlegu formi. Það er af sem áður var þegar hann drakk meira en góðu hófi gegndi og var mikill um sig miðjan, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Nú hugar hann vel að mataræðinu. Ennþá leikur hann knattspyrnu, nú með vinum og samstarfsmönnum, og eru hæfileikar hans sagðir hafa aukist með árunum þó að leiknin verði oft útundan á kostnað hörkunnar. "Hann er fauti," varð reyndar einum að orði. Þá hleypur hann sér til heilsubótar og eru vegalengdirnar jafnan mældar í tugum kílómetra í hvert sinn. Fyrir utan knattspyrnuna og hlaupin er laxveiði hans helsta áhugamál. Eggert varð formaður knattspyrnudeildar Vals árið 1984 og gegndi því starfi í fimm ár, þar til hann var kjörinn formaður KSÍ. Um svipað leyti urðu miklar breytingar á knattspyrnunni í Evrópu, áhuginn jókst og peningavæðing íþróttarinnar hófst af alvöru. Það má segja að Eggert hafi verið réttur maður á réttum stað á þessum tíma og kraftur hans og drift gerðu það að verkum að litla Ísland varð þátttakandi í ævintýrinu. Undir hans stjórn hafa rekstur og umsvif Knattspyrnusambandsins aukist til mikilla muna og segja kunnugir að fyrir hans tilstuðlan hafi sambandinu í raun verið breytt í hefðbundið fyrirtæki. Eldhugi, ljúfur og góður, óþolinmóður, drífandi og afkastamikill voru orð sem samferðamenn Eggerts völdu til að lýsa honum. Hann er mikilsvirkur í alþjóðaknattspyrnunni og situr í framkvæmdastjórn Knattspyrnusambands Evrópu. Störf hans á þeim vettvangi kalla á mikil ferðalög, bæði til fundasetu og eins til að horfa á leiki vítt og breitt um álfuna. Hefur hann oft verið valinn til að gegna hlutverki eftirlitsmanns á stórleikjum. Í gegnum þessi störf hefur Eggert eignast marga góða vini innan knattspyrnunnar og er hinn franski Michel Platini þeirra þekktastur. Um eigin knattspyrnuáhuga hefur Eggert sagt að í gegnum fótboltann hafi hann lært mikið um lífið. Hann hefur einnig sagt það forréttindi að fá að lifa og hrærast í greininni og að hann sé þakklátur fyrir að eiga þátt í vexti hennar og viðgangi. Eggert er mikill fjölskyldumaður og ræktar fjölskylduböndin af alúð og natni. Hann er kvæntur Guðlaugu Nönnu Ólafsdóttur og eiga þau fjögur börn og fjögur barnabörn og er það fimmta á leiðinni. Klæðaburður hans vakti lengi vel athygli en hann er jafnan fínni í tauinu en almennt gerist. Litskrúðug bindi og stórir bindishnútar eru hans einkenni og víðfræg um knattspyrnuheiminn.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun