Eignaskattar og aldraðir 9. ágúst 2004 00:01 Málefni aldraðra - Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara Mikið hafa stjórnvöld hampað lækkun prósentu eignaskatts úr 1.2% í 0.6%, og loforðum um að afnema hann. En Adam var ekki lengi í paradís. Þegar eignaskattur var lækkaður í 0,6% var jafnframt "fríeignamörkum" haldið óbreyttum, milli áranna 2002 og 2003 eða kr. 4.720.000. Fríeignamörk kalla ég þá upphæð sem einstaklingur getur dregið frá sinni eign áður en eignaskattur er lagður á. Núna árið 2004 hafa stjórnvöld hækkað þessi mörk um heil 2.5 % í kr. 4.838.000. Á þessum sama tíma hafa stjórnvöld hækkað matsverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu um 20-30%, þannig að eignaskattur af íbúðum hefur aukist verulega að nýju. Þetta er nákvæmlega sama aðferð og ríkisstjórnin hefur notað að hækka ekki persónuafslátt vegna tekjuskatts og auka þar með skattheimtu. Hjá flestum eldri borgurum er skuldlaus íbúð, þar sem þeir hafa búið í 40-50 ár, stærsti hluti eigna þeirra. Enda greiddu, eldri borgarar árið 2003 29% af öllum eignasköttum í stað 25% áður. Maður verður að vona að það sé loks að renna upp einhver glæta meðal ráðamanna, að það sé ódýrast fyrir þjóðfélagið að gera eldri borgurum það kleift að búa í sinni íbúð eins lengi og kostur er. Aukinn eignaskattur gerir illt verra. Með minnkandi starfsgetu gætu hjón þurft aðstoð á heimilinu, sem gæti kostað t.d. hálfa miljón á ári. En að vista þau hjón á hjúkrunarheimili kostar 9 miljónir á ári. Er stjórnvöldum fyrirmunað að reikna út þann sparnað sem hlýst af því að gera þessum hjónum það kleift að búa áfram heima? Fjöldi aldraðra eykst um nokkur hundruð á ári, og þannig er um milljarða sparnað að ræða ef fólki er gert kleift að búa áfram heima. Þó er ótalin hin mannlega hlið málsins. Eignaskattur af íbúðarhúsnæði gerir fólki erfiðara að búa áfram í eigin íbúð. Þess vegna verður að vera næsta skref til að lækka eignaskatt að hækka "fríeignamörk" verulega þannig að venjuleg íbúð sé undanþegin eignaskatti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Málefni aldraðra - Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara Mikið hafa stjórnvöld hampað lækkun prósentu eignaskatts úr 1.2% í 0.6%, og loforðum um að afnema hann. En Adam var ekki lengi í paradís. Þegar eignaskattur var lækkaður í 0,6% var jafnframt "fríeignamörkum" haldið óbreyttum, milli áranna 2002 og 2003 eða kr. 4.720.000. Fríeignamörk kalla ég þá upphæð sem einstaklingur getur dregið frá sinni eign áður en eignaskattur er lagður á. Núna árið 2004 hafa stjórnvöld hækkað þessi mörk um heil 2.5 % í kr. 4.838.000. Á þessum sama tíma hafa stjórnvöld hækkað matsverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu um 20-30%, þannig að eignaskattur af íbúðum hefur aukist verulega að nýju. Þetta er nákvæmlega sama aðferð og ríkisstjórnin hefur notað að hækka ekki persónuafslátt vegna tekjuskatts og auka þar með skattheimtu. Hjá flestum eldri borgurum er skuldlaus íbúð, þar sem þeir hafa búið í 40-50 ár, stærsti hluti eigna þeirra. Enda greiddu, eldri borgarar árið 2003 29% af öllum eignasköttum í stað 25% áður. Maður verður að vona að það sé loks að renna upp einhver glæta meðal ráðamanna, að það sé ódýrast fyrir þjóðfélagið að gera eldri borgurum það kleift að búa í sinni íbúð eins lengi og kostur er. Aukinn eignaskattur gerir illt verra. Með minnkandi starfsgetu gætu hjón þurft aðstoð á heimilinu, sem gæti kostað t.d. hálfa miljón á ári. En að vista þau hjón á hjúkrunarheimili kostar 9 miljónir á ári. Er stjórnvöldum fyrirmunað að reikna út þann sparnað sem hlýst af því að gera þessum hjónum það kleift að búa áfram heima? Fjöldi aldraðra eykst um nokkur hundruð á ári, og þannig er um milljarða sparnað að ræða ef fólki er gert kleift að búa áfram heima. Þó er ótalin hin mannlega hlið málsins. Eignaskattur af íbúðarhúsnæði gerir fólki erfiðara að búa áfram í eigin íbúð. Þess vegna verður að vera næsta skref til að lækka eignaskatt að hækka "fríeignamörk" verulega þannig að venjuleg íbúð sé undanþegin eignaskatti.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar