Helmingi hærra matvælaverð 28. júlí 2004 00:01 Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir Oft er talað um dýrtíðina hér á landi og nýlega birti Hagstofan könnun sem styður þetta álit. Í þessari rannsókn er borið saman verðlag á mat, drykkjarvörum, áfengi og tóbaki í flestum Evrópuríkjum. Í ljós kemur að verð á matvörum hérlendis er ekki hæst, en mjög nálægt því. Hér á landi er verðlag á matvörum 47% hærra en að meðaltali í þeim 15 ríkjum Evrópusambandsins sem þar voru fyrir síðustu stækkun (ESB-15). Sama verðlag er í Noregi og hér á landi, en hæst er verðlag á matvörum í Sviss. Lægsta verðlagið er að finna í ríkjum Austur-Evrópu. Alþjóðlegur samanburður er alltaf erfiður og í rannsókn sem þessari gefur það ekki rétta mynd að nota gengi einstakra gjaldmiðla. Þess í stað eru notuð jafnvirðisgildi þar sem tekið er tillit til mismunandi verðlags í ríkjunum. Þannig fæst raunsærri mynd af verðlagi hvers lands og hægt er að bera saman niðurstöður mismunandi ríkja. Í rannsókninni kemur fram að verð á brauði og kornvörum er hæst hér á landi, eða 67% hærra en að meðaltali í gömlu ESB-ríkjunum 15. Þótt grænmetisverð hafi lækkað við tollabreytinguna um árið, þá eigum við metið í verði á grænmeti, þar sem það er líka 67% hærra en í ríkjum ESB. Eitt metið enn eigum við þegar kemur að verði á mjólk, ostum og eggjum sem einnig er hæst hér á landi. Verðið er 46% hærra en meðaltalið. Þá eru sætindin einnig dýrust á Íslandi eða 61% dýrari en í ríkjum ESB. Við erum einnig nálægt toppnum þegar kemur að ávöxtunum, en ávaxtaverð er heldur hærra í Noregi, Lúxemborg, Írlandi og Danmörku. Fyrirfram hefði maður ef til vill búist við að við værum samkeppnishæfari þegar kemur að fiskverði. Þar erum við reyndar ekki hæst, en engu að síður er fiskverð hér á landi 21% hærra en að meðaltali í ríkjum ESB. Fiskverð er einungis hærra í Noregi og í Sviss. Ekki kemur á óvart að verð á áfengi er hér heldur hærra en í nágrannaríkjunum. Í mælingunni kemur fram að áfengisverð hér á landi er 111% hærra en að meðaltali í ESB-ríkjunum. Aðeins Norðmenn þurfa að greiða hærra verð fyrir áfengi en Íslendingar. Tóbak er hér aftur á móti aðeins 63% hærra en í ríkjum ESB. Bretar, Írar og auðvitað Norðmenn þurfa að borga meira fyrir tóbakið. Það er því engin þjóðsaga að matvælaverð hér á landi sé mun hærra en í nágrannaríkjum okkar. Ástæðurnar eru eflaust margar, lítil samkeppni á matvörumarkaði, lítill markaður langt frá öðrum mörkuðum, tollar og aðrar álögur, en öruggt má telja að sóknarfæri er að finna og ávinningurinn yrði gífurlegur ef tækist að lækka matvælaverð hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir Oft er talað um dýrtíðina hér á landi og nýlega birti Hagstofan könnun sem styður þetta álit. Í þessari rannsókn er borið saman verðlag á mat, drykkjarvörum, áfengi og tóbaki í flestum Evrópuríkjum. Í ljós kemur að verð á matvörum hérlendis er ekki hæst, en mjög nálægt því. Hér á landi er verðlag á matvörum 47% hærra en að meðaltali í þeim 15 ríkjum Evrópusambandsins sem þar voru fyrir síðustu stækkun (ESB-15). Sama verðlag er í Noregi og hér á landi, en hæst er verðlag á matvörum í Sviss. Lægsta verðlagið er að finna í ríkjum Austur-Evrópu. Alþjóðlegur samanburður er alltaf erfiður og í rannsókn sem þessari gefur það ekki rétta mynd að nota gengi einstakra gjaldmiðla. Þess í stað eru notuð jafnvirðisgildi þar sem tekið er tillit til mismunandi verðlags í ríkjunum. Þannig fæst raunsærri mynd af verðlagi hvers lands og hægt er að bera saman niðurstöður mismunandi ríkja. Í rannsókninni kemur fram að verð á brauði og kornvörum er hæst hér á landi, eða 67% hærra en að meðaltali í gömlu ESB-ríkjunum 15. Þótt grænmetisverð hafi lækkað við tollabreytinguna um árið, þá eigum við metið í verði á grænmeti, þar sem það er líka 67% hærra en í ríkjum ESB. Eitt metið enn eigum við þegar kemur að verði á mjólk, ostum og eggjum sem einnig er hæst hér á landi. Verðið er 46% hærra en meðaltalið. Þá eru sætindin einnig dýrust á Íslandi eða 61% dýrari en í ríkjum ESB. Við erum einnig nálægt toppnum þegar kemur að ávöxtunum, en ávaxtaverð er heldur hærra í Noregi, Lúxemborg, Írlandi og Danmörku. Fyrirfram hefði maður ef til vill búist við að við værum samkeppnishæfari þegar kemur að fiskverði. Þar erum við reyndar ekki hæst, en engu að síður er fiskverð hér á landi 21% hærra en að meðaltali í ríkjum ESB. Fiskverð er einungis hærra í Noregi og í Sviss. Ekki kemur á óvart að verð á áfengi er hér heldur hærra en í nágrannaríkjunum. Í mælingunni kemur fram að áfengisverð hér á landi er 111% hærra en að meðaltali í ESB-ríkjunum. Aðeins Norðmenn þurfa að greiða hærra verð fyrir áfengi en Íslendingar. Tóbak er hér aftur á móti aðeins 63% hærra en í ríkjum ESB. Bretar, Írar og auðvitað Norðmenn þurfa að borga meira fyrir tóbakið. Það er því engin þjóðsaga að matvælaverð hér á landi sé mun hærra en í nágrannaríkjum okkar. Ástæðurnar eru eflaust margar, lítil samkeppni á matvörumarkaði, lítill markaður langt frá öðrum mörkuðum, tollar og aðrar álögur, en öruggt má telja að sóknarfæri er að finna og ávinningurinn yrði gífurlegur ef tækist að lækka matvælaverð hér á landi.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun