Heimsveldið og vinir þess 28. júlí 2004 00:01 Frá Straumnesfjalli í Hvíta húsið - Erling Ólafsson Sumarið er tími til að gleyma. Ég fór ásamt fríðum hópi í göngu um óbyggðir Hornstranda í júlímánuði. Við þræddum víkur, fjöll og heiðar. Leið okkar lá um Fljótavík, Kögur, Beylu, Tungudalsheiði, Látra, Stakkadal, Rekavík bak Látur, Straumnesfjall, Hesteyri og Sléttu. Fyrir mörgum eru þessi örnefni bara stafir á pappír, en fyrir æ fleiri, ekki bara Íslendingum, eru þau fjörefni sem gefa lífinu gildi að lifa því. Þetta eru slóðir sem verða æ verðmætari með hverju árinu sem líður. Bæði með tilliti til fjármuna og andlegra verðmæta. Við fórum upp á Straumnesfjall upp úr Rekavík á Látrum. Tilgangur okkar var að berja augum rústir herstöðvar Bandaríkjahers sem byggð var þarna á sjötta áratugnum. Samkvæmt korti Landmælinga Íslands átti að vera slóði þarna upp. Svo reyndist ekki vera svo við héldum áfram göngu okkar upp í þoku og vindi, þótt sól og blíðviðri væri niðri í Rekavík. En brátt var ekki um villst að við værum á réttri leið. Fyrst einstaka spýtur, síðan spýtnabrak svo rafmagnskapall og upphlaðinn stokkur, líklega vatnsleiðsla, sem endanlega sannfærði okkur um að við værum brátt á leiðarenda þrátt fyrir 15 - 20 metra skyggni. Risastórar húsarústir blöstu brátt við okkur, draugaþústir í þoku og hvassviðri. Ótrúlegt var að nokkur hefði getað dvalið hér um hávetur, en hér voru 70 manns staðsettir. Heimkominn, feginn hvíldinni frá fjölmiðlum, er ég brátt kominn inn í Hvíta húsið og þar blasa við kunnugleg andlit, Georg Bush forseti Bandaríkja Norður-Ameríku og okkar eigin Davíð Oddsson forsætisráðherra þreyttur á vanþakklæti landans og feginn að vera þar sem hann er metinn að verðleikum. Ekki er heldur amalegt að vera með sjálfan Hannes Hólmstein Gissurarson sem fylgdarmann til að túlka ummæli og vilja stórveldisfurstans. Jafnvel til að skrifa góða ræðu með réttum tilvitnunum. Maður sér á þessum blaðamannafundi að þarna eru á ferðinni nánir vinir og bandamenn. Frá því þeir hittust á fyrsta NATO - fundi forsetans hefur verið djúp vinátta milli þeirra og Ísland hefur alltaf verið stöðugur og mikilvægur vinur. Forsetinn að sögn Davíðs (um leiðtogafundinn í Istanbul) "hefur breytt andrúmsloftinu innan Nato til hins betra. Fortíðin er að baki, fólk er sameinað fyrir framtíðina"! Já svo mörg voru þau orð. "Ekki nóg með það heldur skilja allir þegar hann talar". Jú, það er gott að eiga vini sem skilja mann. Og í lok fundarins, forsetinn eyðir ekki tíma sínum í óþarfa, fundurinn tekur 7 mínútur, spyr hann hvort einhver annar þurfi að spyrja að einhverju. Þá kemur Davíð með yfirlýsingu, það má ekki vera neinn vafi á því að þeir eru skoðanabræður í flestu. "Jæja, ég bara -- Ég verð að segja að ég er sammála forsetanum um Írak. Framtíð Íraks er -- framtíð heimsins er langtum betri vegna gjörða Bandaríkjanna, Bretlands og bandamanna þeirra. Og ef það hefði ekki verið gert hefði ástandið í þeim heimshluta verið langtum hættulegra en það er nú. Það er von núna. Það var engin von áður." Svo hljóðar sú trúarjátning. Heimsveldið og leiðtogar þess verða að hafa áhangendur. Gleymum ekki að þeir eru margir. Svo hefur það verið á öllum tímum. Rómarveldi, Spánn, Breska heimsveldið, Sovétríkin. En gleymum því ekki að það getur verið erfitt að vera vinur. Vinirnir þurfa oft að þrífa upp eftir heimsveldin. Reikningurinn kemur á eftir. Einn vinurinn, Tony Blair, þurfti að nota orðalag Margaret Thatchers á þingi nú í vikunni. "Fögnum yfir Írak", sagði hann. "Fögnum" Það er mörgu að fagna: Dauði rúmlega 900 bandarískra hermanna, 60 breskra hermanna, 6000 írakskra hermanna, 13000 írakskra borgara, 120 verktaka, 124 billjóna dollara kostnaður (10.000 billjónir íslenskra króna). Ómetanleg eyðilegging umhverfis og menningarverðmæta. Þetta er samt bara byrjunin. Þess vegna þurfa Bandaríkjamenn að fá fleiri vini til að hreinsa eftir sig. Við sjáum lítið dæmi um það upp á Straumnesfjalli, þar sem enn er eftir að hreinsa ummerki hernaðarmannvirkja, rusl og drasl á stóru svæði. Þetta er ekki eini staðurinn hér á landi. Og það á eftir að verða meiri umræða þegar bandaríski herinn hverfur héðan með flugsveitir sínar. Það getur verið ansi dýrt að vera vinur. Við eigum að velja okkur vini og bandamenn af meiri kostgæfni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Frá Straumnesfjalli í Hvíta húsið - Erling Ólafsson Sumarið er tími til að gleyma. Ég fór ásamt fríðum hópi í göngu um óbyggðir Hornstranda í júlímánuði. Við þræddum víkur, fjöll og heiðar. Leið okkar lá um Fljótavík, Kögur, Beylu, Tungudalsheiði, Látra, Stakkadal, Rekavík bak Látur, Straumnesfjall, Hesteyri og Sléttu. Fyrir mörgum eru þessi örnefni bara stafir á pappír, en fyrir æ fleiri, ekki bara Íslendingum, eru þau fjörefni sem gefa lífinu gildi að lifa því. Þetta eru slóðir sem verða æ verðmætari með hverju árinu sem líður. Bæði með tilliti til fjármuna og andlegra verðmæta. Við fórum upp á Straumnesfjall upp úr Rekavík á Látrum. Tilgangur okkar var að berja augum rústir herstöðvar Bandaríkjahers sem byggð var þarna á sjötta áratugnum. Samkvæmt korti Landmælinga Íslands átti að vera slóði þarna upp. Svo reyndist ekki vera svo við héldum áfram göngu okkar upp í þoku og vindi, þótt sól og blíðviðri væri niðri í Rekavík. En brátt var ekki um villst að við værum á réttri leið. Fyrst einstaka spýtur, síðan spýtnabrak svo rafmagnskapall og upphlaðinn stokkur, líklega vatnsleiðsla, sem endanlega sannfærði okkur um að við værum brátt á leiðarenda þrátt fyrir 15 - 20 metra skyggni. Risastórar húsarústir blöstu brátt við okkur, draugaþústir í þoku og hvassviðri. Ótrúlegt var að nokkur hefði getað dvalið hér um hávetur, en hér voru 70 manns staðsettir. Heimkominn, feginn hvíldinni frá fjölmiðlum, er ég brátt kominn inn í Hvíta húsið og þar blasa við kunnugleg andlit, Georg Bush forseti Bandaríkja Norður-Ameríku og okkar eigin Davíð Oddsson forsætisráðherra þreyttur á vanþakklæti landans og feginn að vera þar sem hann er metinn að verðleikum. Ekki er heldur amalegt að vera með sjálfan Hannes Hólmstein Gissurarson sem fylgdarmann til að túlka ummæli og vilja stórveldisfurstans. Jafnvel til að skrifa góða ræðu með réttum tilvitnunum. Maður sér á þessum blaðamannafundi að þarna eru á ferðinni nánir vinir og bandamenn. Frá því þeir hittust á fyrsta NATO - fundi forsetans hefur verið djúp vinátta milli þeirra og Ísland hefur alltaf verið stöðugur og mikilvægur vinur. Forsetinn að sögn Davíðs (um leiðtogafundinn í Istanbul) "hefur breytt andrúmsloftinu innan Nato til hins betra. Fortíðin er að baki, fólk er sameinað fyrir framtíðina"! Já svo mörg voru þau orð. "Ekki nóg með það heldur skilja allir þegar hann talar". Jú, það er gott að eiga vini sem skilja mann. Og í lok fundarins, forsetinn eyðir ekki tíma sínum í óþarfa, fundurinn tekur 7 mínútur, spyr hann hvort einhver annar þurfi að spyrja að einhverju. Þá kemur Davíð með yfirlýsingu, það má ekki vera neinn vafi á því að þeir eru skoðanabræður í flestu. "Jæja, ég bara -- Ég verð að segja að ég er sammála forsetanum um Írak. Framtíð Íraks er -- framtíð heimsins er langtum betri vegna gjörða Bandaríkjanna, Bretlands og bandamanna þeirra. Og ef það hefði ekki verið gert hefði ástandið í þeim heimshluta verið langtum hættulegra en það er nú. Það er von núna. Það var engin von áður." Svo hljóðar sú trúarjátning. Heimsveldið og leiðtogar þess verða að hafa áhangendur. Gleymum ekki að þeir eru margir. Svo hefur það verið á öllum tímum. Rómarveldi, Spánn, Breska heimsveldið, Sovétríkin. En gleymum því ekki að það getur verið erfitt að vera vinur. Vinirnir þurfa oft að þrífa upp eftir heimsveldin. Reikningurinn kemur á eftir. Einn vinurinn, Tony Blair, þurfti að nota orðalag Margaret Thatchers á þingi nú í vikunni. "Fögnum yfir Írak", sagði hann. "Fögnum" Það er mörgu að fagna: Dauði rúmlega 900 bandarískra hermanna, 60 breskra hermanna, 6000 írakskra hermanna, 13000 írakskra borgara, 120 verktaka, 124 billjóna dollara kostnaður (10.000 billjónir íslenskra króna). Ómetanleg eyðilegging umhverfis og menningarverðmæta. Þetta er samt bara byrjunin. Þess vegna þurfa Bandaríkjamenn að fá fleiri vini til að hreinsa eftir sig. Við sjáum lítið dæmi um það upp á Straumnesfjalli, þar sem enn er eftir að hreinsa ummerki hernaðarmannvirkja, rusl og drasl á stóru svæði. Þetta er ekki eini staðurinn hér á landi. Og það á eftir að verða meiri umræða þegar bandaríski herinn hverfur héðan með flugsveitir sínar. Það getur verið ansi dýrt að vera vinur. Við eigum að velja okkur vini og bandamenn af meiri kostgæfni.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun