Mannréttindi og Bandaríkjastjórn 20. júlí 2004 00:01 Mannréttindi - Kristín María Birgisdóttir, formaður Ungra frjálslyndra Það má með sanni segja að sú hugsjón sem Bandaríkin boðuðu með tilkomu stjórnarskrár sinnar árið 1776 um almenn mannréttindi hafi horfið fyrir lítið eftir árásina 11. september 2001. Sagt er að hugsjón um almenn mannréttindi hafi verið uppistaðan í stjórnmálahefð Vesturlandamanna og það hafi mátt sjá í sjálfstæðisyfirlýsingu þeirra vestra. En hvernig má það standast eftir allt sem gengið hefur á með fanga í Afganistan, Írak og nú síðast á Guantanamo-flóa? Nú eru liðin rúmlega tvö ár síðan Bandaríkjaher tók hundruð fanga og hefur þeim verið haldið íAfganistan, Írak og á Kúbu án dóms og laga. Colin Powell,utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í upphafi hernámsins í Afganistan að grunaðir al-Kaída-meðlimir og talibanar yrðu ekki flokkaðir sem hefðbundnir stríðsfangar og myndu af þeim sökum ekki falla undir ákvæði Genfarsáttmálans. Vegna þessa væri vel hægt að halda þeim án dóms og laga. Fangarnir eru sagðir hafa fyrirgert rétti sínum að verða taldir semstríðsfangar með því að fara huldu höfði meðal almennings, en til þess að flokkast sem hefðbundnir stríðsfangar, og falla undir ákvæði Genfarsáttmálans, þá þurfa menn að hafa barist fyrir ríki og hafa skilið sig frá óbreyttum borgurum. En þó réðust Bandaríkin inn í Afganistan, hertóku landið og tóku stríðsfanga - hvernig sem þeir voru klæddir. Þeir sem búa í þessum löndum er skipað að aðhafast með þessum hætti og finnst mér fullgróft af Bandaríkjamönnum að láta alla þá einstaklinga sem voru að sinna herþjónustu í sínu landi, dúsa í heil tvö ár í miskunnarlausum fangelsum, þar sem þeir eru beittir misnotkun af grófustu gerð, án þess að fá að leita réttar síns. Það samræmist alls ekki nútímaákvæðum um almenn mannréttindi. Í 5.gr. mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir orðrétt: "Enginn maður skal sæta pyntingum, grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu." og strax í 6.grein segir líka: "Allir menn skulu, hvar í heimi sem er, eiga kröfu á að vera viðurkenndir aðilar að lögum." Það sést klárlega á þessum tveimur ákvæðum að þessar greinar hafa verið brotnar í málefnum fanganna í Afganistan, Írak og á Guantanamo-flóa. Ég get rakið fleiri ákvæði sáttmálans og má nánast lesa út úr þeim að þessi sáttmálihefur verið vanvirtur stórlega af Bandaríkjastjórn og her. Það ber að telja alla menn saklausa uns sekt þeirra er sönnuð fyrir opinberum dómstóli. Fyrir ekki alls löngu lögðust ungliðahreyfingar Ungra frjálslyndra, Ungra jafnaðarmanna og Ungra vinstri grænna ásamt Amnesty International, BSRB, ASÍ og vefritum á eitt og skoruðu á ríkisstjórnina að mótmæla opinberlega illri meðferð á föngunum við Guantanamo-flóa. Það sem við fórum fram á var að Bandaríkjastjórn myndi annað hvort ákæra fangana í Guantanamo-herstöðinni fyrir brot á lögum og venjum um vopnuð átök eða glæpi sem bandarískir dómstólar hefðu lögsögu yfir og færðu þá fyrir dómstóla innan skynsamlegs tímaramma, ellegar sleppa þeim úr haldi og gera þeim frjálst að snúa til síns heima kysu þeir svo og tryggðu að fangarnir í Guantanamo-herstöðinni nytu mannúðlegrar meðferðar. Mótmælum þessum var komið á framfæri við fulltrúa bandarískra yfirvalda. En við hvetjum nú íslensk yfirvöld að beita áhrifum sínum á alþjóðavettvangi á eins afgerandi hátt og kostur er. Með þessu viljum við einnig hvetja aðrar þjóðir að gera slíkt hið sama. Að mínu mati hefur stríðið gegn hryðjuverkum náð út fyrir öllvelsæmismörk. Það er orðið frekar hart þegar sú þjóð, sem gefur sig út fyrir að vera með almenn mannréttindi sem aðaluppistöðuna í sjórnmálahefðsinni, er farin að leika hörðustu löggæslusveit heims, sem lætur þau réttindi sem hverjum einstaklingi skal vera tryggður strax við fæðingu fjúka fyrir lítið. Hvað málefni fanganna við Guantanamo varðar þá hefur von þeirra heldur betur glæðst. Hvort okkar hlutur að máli hefði átt erindi sem erfiði skal ósagt látið. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði nýverið að fangarnir þar gætu loksins leitað réttar síns fyrir bandarískum dómstólum. Þegar hafa lögfræðingar komið að málunum og gæla við það að með því að geta sótt mál þeirra fyrir bandarískum dómstólum verði það upphaf að endi Guantanamo. Ég er ekki að segja að það eigi að sleppa þessum mönnum lausum hið fyrsta, en það er mikilvægt fyrir hvern og einn einstakling að fá að leita réttar síns. Hvort sem þeir eru saklausir eður ei. Það er einfaldlega ekki sanngjarnt að halda þessum mönnum í tómarúmi sem og fjölskyldum þeirra án dóms og laga eins lengi og Bush hentar. Dómurinn er mikið áfall fyrir Bush-stjórnina því auðvitað má búast við þvíað meginþorri þeirra 600 fanga sem nú eru í haldi á Kúbu muni leita réttarsíns fyrir bandarískum dómstólum. Það á eflaust eftir að kosta Bandaríkin stórfé ef að til þess kemur að fangar á Guantanamo reynast saklausir. Ég trúi því að við Íslendingar séum ein af friðelskandi þjóðum heims og að almennt séum við á móti mannréttindabrotum. Það sem gerðist 11.september í Bandaríkjunum verður ekki réttlætt og að sjálfsögðu verður að draga til saka og ábyrgðar þá sem þar áttu í hlut. En þá verður að draga þá til saka sem sekir eru og sleppa þeim sem saklausir eru. Ég hvet fólk til að láta sig þetta mál varða og fara inn á www.uf.xf.is eða www.skodun.is og skrá sig á undirskriftalista þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands að mótmæla illri og ómannúðlegri meðferð fanganna á Guantanamo opinberlega sem og að beita áhrifum sínum eins og að ofan greinir. Ég vona svo sannarlega að framtak okkar í mótmælum þessum verði öðrum þjóðum að vakningu og að þær muni gera slíkt hið sama. Við lifum á 21.öldinni og svona mannvonska ætti ekki einu sinni að vera minning ein, hvort sem um er að ræða Bandaríkin eða önnur lönd. Við ættum að hugleiða hin fleygu orð fyrrverandi forseta Bandaríkjanna Abrahams Lincons: "Besta leiðin til að eyða óvininum er að gera hann að vini sínum." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Mannréttindi - Kristín María Birgisdóttir, formaður Ungra frjálslyndra Það má með sanni segja að sú hugsjón sem Bandaríkin boðuðu með tilkomu stjórnarskrár sinnar árið 1776 um almenn mannréttindi hafi horfið fyrir lítið eftir árásina 11. september 2001. Sagt er að hugsjón um almenn mannréttindi hafi verið uppistaðan í stjórnmálahefð Vesturlandamanna og það hafi mátt sjá í sjálfstæðisyfirlýsingu þeirra vestra. En hvernig má það standast eftir allt sem gengið hefur á með fanga í Afganistan, Írak og nú síðast á Guantanamo-flóa? Nú eru liðin rúmlega tvö ár síðan Bandaríkjaher tók hundruð fanga og hefur þeim verið haldið íAfganistan, Írak og á Kúbu án dóms og laga. Colin Powell,utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í upphafi hernámsins í Afganistan að grunaðir al-Kaída-meðlimir og talibanar yrðu ekki flokkaðir sem hefðbundnir stríðsfangar og myndu af þeim sökum ekki falla undir ákvæði Genfarsáttmálans. Vegna þessa væri vel hægt að halda þeim án dóms og laga. Fangarnir eru sagðir hafa fyrirgert rétti sínum að verða taldir semstríðsfangar með því að fara huldu höfði meðal almennings, en til þess að flokkast sem hefðbundnir stríðsfangar, og falla undir ákvæði Genfarsáttmálans, þá þurfa menn að hafa barist fyrir ríki og hafa skilið sig frá óbreyttum borgurum. En þó réðust Bandaríkin inn í Afganistan, hertóku landið og tóku stríðsfanga - hvernig sem þeir voru klæddir. Þeir sem búa í þessum löndum er skipað að aðhafast með þessum hætti og finnst mér fullgróft af Bandaríkjamönnum að láta alla þá einstaklinga sem voru að sinna herþjónustu í sínu landi, dúsa í heil tvö ár í miskunnarlausum fangelsum, þar sem þeir eru beittir misnotkun af grófustu gerð, án þess að fá að leita réttar síns. Það samræmist alls ekki nútímaákvæðum um almenn mannréttindi. Í 5.gr. mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir orðrétt: "Enginn maður skal sæta pyntingum, grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu." og strax í 6.grein segir líka: "Allir menn skulu, hvar í heimi sem er, eiga kröfu á að vera viðurkenndir aðilar að lögum." Það sést klárlega á þessum tveimur ákvæðum að þessar greinar hafa verið brotnar í málefnum fanganna í Afganistan, Írak og á Guantanamo-flóa. Ég get rakið fleiri ákvæði sáttmálans og má nánast lesa út úr þeim að þessi sáttmálihefur verið vanvirtur stórlega af Bandaríkjastjórn og her. Það ber að telja alla menn saklausa uns sekt þeirra er sönnuð fyrir opinberum dómstóli. Fyrir ekki alls löngu lögðust ungliðahreyfingar Ungra frjálslyndra, Ungra jafnaðarmanna og Ungra vinstri grænna ásamt Amnesty International, BSRB, ASÍ og vefritum á eitt og skoruðu á ríkisstjórnina að mótmæla opinberlega illri meðferð á föngunum við Guantanamo-flóa. Það sem við fórum fram á var að Bandaríkjastjórn myndi annað hvort ákæra fangana í Guantanamo-herstöðinni fyrir brot á lögum og venjum um vopnuð átök eða glæpi sem bandarískir dómstólar hefðu lögsögu yfir og færðu þá fyrir dómstóla innan skynsamlegs tímaramma, ellegar sleppa þeim úr haldi og gera þeim frjálst að snúa til síns heima kysu þeir svo og tryggðu að fangarnir í Guantanamo-herstöðinni nytu mannúðlegrar meðferðar. Mótmælum þessum var komið á framfæri við fulltrúa bandarískra yfirvalda. En við hvetjum nú íslensk yfirvöld að beita áhrifum sínum á alþjóðavettvangi á eins afgerandi hátt og kostur er. Með þessu viljum við einnig hvetja aðrar þjóðir að gera slíkt hið sama. Að mínu mati hefur stríðið gegn hryðjuverkum náð út fyrir öllvelsæmismörk. Það er orðið frekar hart þegar sú þjóð, sem gefur sig út fyrir að vera með almenn mannréttindi sem aðaluppistöðuna í sjórnmálahefðsinni, er farin að leika hörðustu löggæslusveit heims, sem lætur þau réttindi sem hverjum einstaklingi skal vera tryggður strax við fæðingu fjúka fyrir lítið. Hvað málefni fanganna við Guantanamo varðar þá hefur von þeirra heldur betur glæðst. Hvort okkar hlutur að máli hefði átt erindi sem erfiði skal ósagt látið. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði nýverið að fangarnir þar gætu loksins leitað réttar síns fyrir bandarískum dómstólum. Þegar hafa lögfræðingar komið að málunum og gæla við það að með því að geta sótt mál þeirra fyrir bandarískum dómstólum verði það upphaf að endi Guantanamo. Ég er ekki að segja að það eigi að sleppa þessum mönnum lausum hið fyrsta, en það er mikilvægt fyrir hvern og einn einstakling að fá að leita réttar síns. Hvort sem þeir eru saklausir eður ei. Það er einfaldlega ekki sanngjarnt að halda þessum mönnum í tómarúmi sem og fjölskyldum þeirra án dóms og laga eins lengi og Bush hentar. Dómurinn er mikið áfall fyrir Bush-stjórnina því auðvitað má búast við þvíað meginþorri þeirra 600 fanga sem nú eru í haldi á Kúbu muni leita réttarsíns fyrir bandarískum dómstólum. Það á eflaust eftir að kosta Bandaríkin stórfé ef að til þess kemur að fangar á Guantanamo reynast saklausir. Ég trúi því að við Íslendingar séum ein af friðelskandi þjóðum heims og að almennt séum við á móti mannréttindabrotum. Það sem gerðist 11.september í Bandaríkjunum verður ekki réttlætt og að sjálfsögðu verður að draga til saka og ábyrgðar þá sem þar áttu í hlut. En þá verður að draga þá til saka sem sekir eru og sleppa þeim sem saklausir eru. Ég hvet fólk til að láta sig þetta mál varða og fara inn á www.uf.xf.is eða www.skodun.is og skrá sig á undirskriftalista þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands að mótmæla illri og ómannúðlegri meðferð fanganna á Guantanamo opinberlega sem og að beita áhrifum sínum eins og að ofan greinir. Ég vona svo sannarlega að framtak okkar í mótmælum þessum verði öðrum þjóðum að vakningu og að þær muni gera slíkt hið sama. Við lifum á 21.öldinni og svona mannvonska ætti ekki einu sinni að vera minning ein, hvort sem um er að ræða Bandaríkin eða önnur lönd. Við ættum að hugleiða hin fleygu orð fyrrverandi forseta Bandaríkjanna Abrahams Lincons: "Besta leiðin til að eyða óvininum er að gera hann að vini sínum."
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar