Ríkisstjórnin gafst upp 20. júlí 2004 00:01 Fjölmiðlafrumvarpið - Björgvin Guðmundsson, viðskiptafræðingur Hinn 20. júlí sl. tilkynnti ríkisstjórnin, að hún hefði ákveðið að fella fjölmiðlalögin úr gildi og afturkalla fjölmiðlafrumvarpið frá 5. júlí sl. Þar með hafði ríkisstjórnin algerlega gefist upp í málinu. Mikil andstaða þjóðarinnar við fjölmiðlalög ríkisstjórnarinnar leiddi til þess að ríkisstjórnin gafst upp. Það var búið að vera mikið kappsmál ríkisstjórnarinnar og þó sérstaklega Sjálfstæðisflokksins að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum. Lög þar um voru samþykkt á alþingi en forseti Íslands neitaði hinn 2. júní sl. að skrifa undir lögin og vísaði þeim til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar til kastanna kom þorði ríkisstjórnin ekki að láta þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram. Hún óttaðist að bíða ósigur í þeirri atkvæðagreiðslu og vildi þess vegna heldur draga lögin til baka, fella þau úr gildi. En til þess að halda andlitinu lagði hún um leið fram nýtt fjölmiðlafrumvarp 5. júlí sl., sem var sáralítið frábrugðið eldra frumvarpinu. Flestir málsmetandi fræðimenn í lögfræði töldu það ekki standast stjórnarskrá að leggja fram nýtt frumvarp um fjölmiðla um leið og það eldra væri fellt úr gildi. Þessi brella ríkisstjórnarinnar fór mjög illa í þjóðina. Þjóðin taldi ríkisstjórnina vera að hafa rangt við og andstaða við nýja fjölmiðlafrumvarpið var jafnmikil og við það eldra. Það var jafnmikil gjá milli þings og þjóðar eftir sem áður. Talið var því víst, að forseti mundi áfram synja fjölmiðlafrumvarpi staðfestingar. Þegar ríkisstjórnin gerði sér það ljóst ákvað hún að draga bæði frumvörpin til baka, það eldra og það nýja. Var ríkisstjórnin þá búin að vera í stríði við þjóðina svo mánuðum skipti í þessu máli. Uppgjöf ríkisstjórnarinnar í málinu var að lokum alger. Ríkisstjórnin vill ekki viðurkenna að hún hafi gert mistök. Það er mannlegt að gera mistök og þjóðin mundi áreiðanlega fyrirgefa ríkisstjórninni, ef hún viðurkenndi, að um mistök hefði verið að ræða. En stjórnin viðurkennir engin mistök. Ég tel víst, að ríkisstjórnin ætli síðar að leggja fram nýtt frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum. Út af fyrir sig er ekkert við því að segja, ef staðið er rétt að málinu og þess freistað að ná víðtækri samstöðu um málið. Nýtt frumvarp má ekki snúast um eitt fyrirtæki eins og frumvarp forsætisráðherra gerði. Það stenst ekki að setja lög á eitt fyrirtæki í landinu. Nýtt frumvarp verður að að vera alhliða og á að snúast um vernd fréttamanna og blaðamanna, svo eigendur fjölmiðla geti ekki haft áhrif á þá. Það þarf að vernda rétt blaðamanna. Það er einnig fráleitt að banna eigendum dagblaða að eiga sjónvarpsstöðvar og öfugt. Og það er heldur engin þörf á því að banna markaðsráðandi fyrirtækjum að eiga ljósvakamiðla eða aðra fjölmiðla. Svo lengi sem þau ekki misnota markaðsráðandi stöðu sína er það í lagi að þau eigi fjölmiðla. Samkeppnisstofnun á að fylgjast með því að þessi fyrirtæki misnoti ekki aðstöðu sína og hún á að grípa í taumana, ef það gerist. Það hafa áreiðanlega verið þung spor hjá foringjum stjórnarflokkanna að ákveða að gefast algerlega upp í fjölmiðlamálinu og draga bæði frumvörpin til baka. Þeir ætla þó greinlega að halda foringjaleiknum, foringjaræðinu áfram. Nú tilkynna þeir að þeir hafi ákveðið að breyta stjórnarskránni og taka út ákvæði 26. gr. um heimild fyrir forseta til þess að synja lögum staðfestingar. Foringjarnir virðast ekki átta sig á því að þeir breyta ekki stjórnarskránni. Það þarf að samþykkja breytingar á stjórnarskrá á tveimur þingum og kjósa til alþingis á milli. Stjórnarskrá verður ekki breytt nema þjóðin sé því samþykk. Það kom í ljós í fjölmiðlamálinu, að málskotsréttur forseta er nauðsynlegur öryggisventill. Þjóðin vill að forseti hafi þetta vald. Það er engin þörf á því að taka það vald af forseta. Ég tel,að forseti eigi áfram að hafa heimild til þess að vísa málum til þjóðarinnar. Sagan leiðir í ljós, að þetta ákvæði hefur ekki verið misnotað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið - Björgvin Guðmundsson, viðskiptafræðingur Hinn 20. júlí sl. tilkynnti ríkisstjórnin, að hún hefði ákveðið að fella fjölmiðlalögin úr gildi og afturkalla fjölmiðlafrumvarpið frá 5. júlí sl. Þar með hafði ríkisstjórnin algerlega gefist upp í málinu. Mikil andstaða þjóðarinnar við fjölmiðlalög ríkisstjórnarinnar leiddi til þess að ríkisstjórnin gafst upp. Það var búið að vera mikið kappsmál ríkisstjórnarinnar og þó sérstaklega Sjálfstæðisflokksins að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum. Lög þar um voru samþykkt á alþingi en forseti Íslands neitaði hinn 2. júní sl. að skrifa undir lögin og vísaði þeim til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar til kastanna kom þorði ríkisstjórnin ekki að láta þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram. Hún óttaðist að bíða ósigur í þeirri atkvæðagreiðslu og vildi þess vegna heldur draga lögin til baka, fella þau úr gildi. En til þess að halda andlitinu lagði hún um leið fram nýtt fjölmiðlafrumvarp 5. júlí sl., sem var sáralítið frábrugðið eldra frumvarpinu. Flestir málsmetandi fræðimenn í lögfræði töldu það ekki standast stjórnarskrá að leggja fram nýtt frumvarp um fjölmiðla um leið og það eldra væri fellt úr gildi. Þessi brella ríkisstjórnarinnar fór mjög illa í þjóðina. Þjóðin taldi ríkisstjórnina vera að hafa rangt við og andstaða við nýja fjölmiðlafrumvarpið var jafnmikil og við það eldra. Það var jafnmikil gjá milli þings og þjóðar eftir sem áður. Talið var því víst, að forseti mundi áfram synja fjölmiðlafrumvarpi staðfestingar. Þegar ríkisstjórnin gerði sér það ljóst ákvað hún að draga bæði frumvörpin til baka, það eldra og það nýja. Var ríkisstjórnin þá búin að vera í stríði við þjóðina svo mánuðum skipti í þessu máli. Uppgjöf ríkisstjórnarinnar í málinu var að lokum alger. Ríkisstjórnin vill ekki viðurkenna að hún hafi gert mistök. Það er mannlegt að gera mistök og þjóðin mundi áreiðanlega fyrirgefa ríkisstjórninni, ef hún viðurkenndi, að um mistök hefði verið að ræða. En stjórnin viðurkennir engin mistök. Ég tel víst, að ríkisstjórnin ætli síðar að leggja fram nýtt frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum. Út af fyrir sig er ekkert við því að segja, ef staðið er rétt að málinu og þess freistað að ná víðtækri samstöðu um málið. Nýtt frumvarp má ekki snúast um eitt fyrirtæki eins og frumvarp forsætisráðherra gerði. Það stenst ekki að setja lög á eitt fyrirtæki í landinu. Nýtt frumvarp verður að að vera alhliða og á að snúast um vernd fréttamanna og blaðamanna, svo eigendur fjölmiðla geti ekki haft áhrif á þá. Það þarf að vernda rétt blaðamanna. Það er einnig fráleitt að banna eigendum dagblaða að eiga sjónvarpsstöðvar og öfugt. Og það er heldur engin þörf á því að banna markaðsráðandi fyrirtækjum að eiga ljósvakamiðla eða aðra fjölmiðla. Svo lengi sem þau ekki misnota markaðsráðandi stöðu sína er það í lagi að þau eigi fjölmiðla. Samkeppnisstofnun á að fylgjast með því að þessi fyrirtæki misnoti ekki aðstöðu sína og hún á að grípa í taumana, ef það gerist. Það hafa áreiðanlega verið þung spor hjá foringjum stjórnarflokkanna að ákveða að gefast algerlega upp í fjölmiðlamálinu og draga bæði frumvörpin til baka. Þeir ætla þó greinlega að halda foringjaleiknum, foringjaræðinu áfram. Nú tilkynna þeir að þeir hafi ákveðið að breyta stjórnarskránni og taka út ákvæði 26. gr. um heimild fyrir forseta til þess að synja lögum staðfestingar. Foringjarnir virðast ekki átta sig á því að þeir breyta ekki stjórnarskránni. Það þarf að samþykkja breytingar á stjórnarskrá á tveimur þingum og kjósa til alþingis á milli. Stjórnarskrá verður ekki breytt nema þjóðin sé því samþykk. Það kom í ljós í fjölmiðlamálinu, að málskotsréttur forseta er nauðsynlegur öryggisventill. Þjóðin vill að forseti hafi þetta vald. Það er engin þörf á því að taka það vald af forseta. Ég tel,að forseti eigi áfram að hafa heimild til þess að vísa málum til þjóðarinnar. Sagan leiðir í ljós, að þetta ákvæði hefur ekki verið misnotað.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar