Útgjöld ár eftir ár umfram fjárlög 20. júlí 2004 00:01 Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir Í desember á hverju ári samþykkir Alþingi fjárlög komandi árs, sem gefur til kynna hversu háa upphæð hver ríkisstofnun og hvert ráðuneyti hefur til ráðstöfunar yfir árið. Í fjárlögum kemur því fram áætlun um útgjöld komandi árs og ef niðurstaðan er önnur þarf fjáraukalög til að dekka mismuninn. Ríkisendurskoðun gerir síðan reglulega úttekt á framkvæmd fjárlaga að árinu loknu. Nú liggur fyrir úttekt á framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2003 og hefur hún verið harðlega gagnrýnd af fjármálaráðherra. En þótt margt megi vissulega gagnrýna í skýrslu Ríkisendurskoðunar, þá er niðurstaðan ljós. Útgjöld ríkissjóðs undanfarin ár hafa alltaf farið töluvert umfram fjárlög og var árið í fyrra engin undantekning. Samkvæmt fjáraukalögum var útlit fyrir að útgjöldin yrðu 5% hærri en fjárlögin, en þar til ríkisreikningur fyrir árið 2003 liggur fyrir, vitum við ekki nákvæmlega niðurstöðuna. Bæði ríkisreikningur og fjárlög eru á rekstrargrunni og sýna því samanburðarhæfar tölur. Ef við skoðum niðurstöður áranna 1998-2002, þá sjáum við að öll árin eru útgjöld umfram fjárlög. Á árinu 2001 voru útgjöld 4,3% umfram fjárlög, en þetta er minnsta umframkeyrsla síðan uppsetningu fjárlaga var breytt árið 1997. Mest fóru útgjöldin 18,5% umfram fjárlög á árinu 2000. Að meðaltali voru útgjöld ársins 11,6% hærri en fjárlög sögðu til um á árunum 1998-2002. Þetta vekur mann til umhugsunar um hvort eitthvað sé að marka fjárlögin. Ef við hugsum fjárlög sem áætlun, þá eru flestar áætlanir þannig að stundum eru þær of háar og stundum of lágar. En ef áætlunin er alltaf of lág, þá læðist að manni sá grunur að þar sé viljandi vanáætlun, eða í áætlun séu áform um aðhald í rekstri sem síðan verður minna úr en ætlað var. Auðvitað getur ýmislegt gerst á heilu ári sem ekki er hægt að sjá fyrir, en ef slíkir atburðir gerast á hverju ári væri eðlilegast að gera ráð fyrir þeim í fjárlögum. Þannig væri einn liður í fjárlögum kallaður Óvænt útgjöld og á þeim lið væri upphæð á bilinu 19-39 milljarðar sem er sú upphæð sem eytt hefur verið árlega umfram fjárlög síðustu ár. Ég vil því taka undir orð Ríkisendurskoðunar þar sem hún segir í samantekt: "Sú umframkeyrsla sem viðgengist hefur hjá ráðuneytum og einstökum stofnunum ár eftir ár hefur leitt til þess að markmið stjórnvalda um hóflega aukningu ríkisútgjalda og hallalausan rekstur síðustu ár hafa ekki gengið eftir. ... Sérstaklega þarf að fara yfir fjármál og rekstur þeirra stofnana sem hafa safnað neikvæðri stöðu gagnvart fjárheimildum undanfarin ár. Ljóst er að margar þeirra geta engan veginn sinnt núverandi starfsemi með þeim fjárveitingum sem þeim eru ætlaðar í fjárlögum". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir Í desember á hverju ári samþykkir Alþingi fjárlög komandi árs, sem gefur til kynna hversu háa upphæð hver ríkisstofnun og hvert ráðuneyti hefur til ráðstöfunar yfir árið. Í fjárlögum kemur því fram áætlun um útgjöld komandi árs og ef niðurstaðan er önnur þarf fjáraukalög til að dekka mismuninn. Ríkisendurskoðun gerir síðan reglulega úttekt á framkvæmd fjárlaga að árinu loknu. Nú liggur fyrir úttekt á framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2003 og hefur hún verið harðlega gagnrýnd af fjármálaráðherra. En þótt margt megi vissulega gagnrýna í skýrslu Ríkisendurskoðunar, þá er niðurstaðan ljós. Útgjöld ríkissjóðs undanfarin ár hafa alltaf farið töluvert umfram fjárlög og var árið í fyrra engin undantekning. Samkvæmt fjáraukalögum var útlit fyrir að útgjöldin yrðu 5% hærri en fjárlögin, en þar til ríkisreikningur fyrir árið 2003 liggur fyrir, vitum við ekki nákvæmlega niðurstöðuna. Bæði ríkisreikningur og fjárlög eru á rekstrargrunni og sýna því samanburðarhæfar tölur. Ef við skoðum niðurstöður áranna 1998-2002, þá sjáum við að öll árin eru útgjöld umfram fjárlög. Á árinu 2001 voru útgjöld 4,3% umfram fjárlög, en þetta er minnsta umframkeyrsla síðan uppsetningu fjárlaga var breytt árið 1997. Mest fóru útgjöldin 18,5% umfram fjárlög á árinu 2000. Að meðaltali voru útgjöld ársins 11,6% hærri en fjárlög sögðu til um á árunum 1998-2002. Þetta vekur mann til umhugsunar um hvort eitthvað sé að marka fjárlögin. Ef við hugsum fjárlög sem áætlun, þá eru flestar áætlanir þannig að stundum eru þær of háar og stundum of lágar. En ef áætlunin er alltaf of lág, þá læðist að manni sá grunur að þar sé viljandi vanáætlun, eða í áætlun séu áform um aðhald í rekstri sem síðan verður minna úr en ætlað var. Auðvitað getur ýmislegt gerst á heilu ári sem ekki er hægt að sjá fyrir, en ef slíkir atburðir gerast á hverju ári væri eðlilegast að gera ráð fyrir þeim í fjárlögum. Þannig væri einn liður í fjárlögum kallaður Óvænt útgjöld og á þeim lið væri upphæð á bilinu 19-39 milljarðar sem er sú upphæð sem eytt hefur verið árlega umfram fjárlög síðustu ár. Ég vil því taka undir orð Ríkisendurskoðunar þar sem hún segir í samantekt: "Sú umframkeyrsla sem viðgengist hefur hjá ráðuneytum og einstökum stofnunum ár eftir ár hefur leitt til þess að markmið stjórnvalda um hóflega aukningu ríkisútgjalda og hallalausan rekstur síðustu ár hafa ekki gengið eftir. ... Sérstaklega þarf að fara yfir fjármál og rekstur þeirra stofnana sem hafa safnað neikvæðri stöðu gagnvart fjárheimildum undanfarin ár. Ljóst er að margar þeirra geta engan veginn sinnt núverandi starfsemi með þeim fjárveitingum sem þeim eru ætlaðar í fjárlögum".
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun