Enn eitt jafnteflið hjá KR-ingum 18. júlí 2004 00:01 Íslandsmeistarar KR færast fjær því að verja titilinn með hverjum leik. Í gærkvöld komu Keflvíkingar í heimsókn og andlausir KR-ingar náðu aðeins jafntefli gegn varnarsinnuðum Suðurnesjamönnum. Leikurinn var átakanlega illa leikinn nánast frá upphafi og til enda. Keflvíkingar voru klárlega komnir til þess að sækja stig í Vesturbæinn og þeir þurftu engin kraftaverk til þess að halda því. Leikurinn byrjaði reyndar með látum því Arnar Jón Sigurgeirsson komst einn í gegnum vörn Keflavíkur strax á 2. mínútu en Ólafur Gottskálksson varði skot Arnars Jóns laglega. Eftir það hrundi leikurinn gjörsamlega og það var ekkert að gerast þegar boltinn datt óvænt fyrir fætur Hólmars Arnar Rúnarssonar eftir hornspyrnu. Hólmar þakkaði pent fyrir sig með því að þruma boltanum í netið. Arnar Jón var aftur á ferðinni á 26. mínútu þegar hann lagði upp gott færi fyrir Sigurvin Ólafsson en skalli Sigurvins fór rétt yfir. Þeir félagar endurtóku leikinn sex mínútum fyrir hlé en í það skiptið fékk Sigurvin boltann í fæturnar og hann var ekki í miklum vandræðum með að koma honum yfir marklínuna hjá Keflavík. Seinni hálfleikur var í einu orði sagt sorglegur. Keflvíkingar lágu í skotgröfunum og máttlausir og andlausir KR-ingar gerðu veikar tilraunir til þess að skora en án nokkurs árangurs. Leikurinn opnaðist örlítið síðustu tíu mínúturnar þar sem bæði lið fengu ágætis færi sem þeim tókst ekki að nýta. Það besta fékk Kristinn Hafliðason KR-ingur er hann komst einn í gegn en það var táknrænt fyrir leik KR-inga að hann skyldi detta á afturendann áður en hann kom skoti á markið. 1–1 jafntefli því niðurstaðan sem verða að teljast sanngjörn úrslit. Nýliðarnir frá Keflavík fögnuðu stiginu og geta vel unað við sitt. Þeir eru að berjast fyrir lífi sínu og í þeirra augum er eitt stig á KR-velli sigur. Það var ekki að sjá á meisturunum að þeir vildu sigra þennan leik. Baráttan og viljinn var enginn, spilið tilviljanakennt og marklaust svo ekki sé dýpra tekið í árinni. Eins og staðan er í dag eru þeir algjört miðlungslið og staða þeirra í deildinni er engin tilviljun. Þeir eru bara ekki betri en þetta í dag. KR-Keflavík 1-1 0–1 Hólmar örn Rúnarsson 14. 1–1 Sigurvin Ólafsson 39. Dómarinn Egill Már Markússon Mjög góður Bestur á vellinum Sigurvin Ólafsson KR Tölfræðin Skot (á mark) 11–11 (4–5) Horn 3–4 Aukaspyrnur fengnar 10–21 Rangstöður 4–2 Góðir Sigurvin Ólafsson KR Arnar Jón Sigurgeirsson KR Petr Podzemsky KR Hólmar Örn Rúnarsson Keflavík Ólafur Ívar Jónsson Keflavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira
Íslandsmeistarar KR færast fjær því að verja titilinn með hverjum leik. Í gærkvöld komu Keflvíkingar í heimsókn og andlausir KR-ingar náðu aðeins jafntefli gegn varnarsinnuðum Suðurnesjamönnum. Leikurinn var átakanlega illa leikinn nánast frá upphafi og til enda. Keflvíkingar voru klárlega komnir til þess að sækja stig í Vesturbæinn og þeir þurftu engin kraftaverk til þess að halda því. Leikurinn byrjaði reyndar með látum því Arnar Jón Sigurgeirsson komst einn í gegnum vörn Keflavíkur strax á 2. mínútu en Ólafur Gottskálksson varði skot Arnars Jóns laglega. Eftir það hrundi leikurinn gjörsamlega og það var ekkert að gerast þegar boltinn datt óvænt fyrir fætur Hólmars Arnar Rúnarssonar eftir hornspyrnu. Hólmar þakkaði pent fyrir sig með því að þruma boltanum í netið. Arnar Jón var aftur á ferðinni á 26. mínútu þegar hann lagði upp gott færi fyrir Sigurvin Ólafsson en skalli Sigurvins fór rétt yfir. Þeir félagar endurtóku leikinn sex mínútum fyrir hlé en í það skiptið fékk Sigurvin boltann í fæturnar og hann var ekki í miklum vandræðum með að koma honum yfir marklínuna hjá Keflavík. Seinni hálfleikur var í einu orði sagt sorglegur. Keflvíkingar lágu í skotgröfunum og máttlausir og andlausir KR-ingar gerðu veikar tilraunir til þess að skora en án nokkurs árangurs. Leikurinn opnaðist örlítið síðustu tíu mínúturnar þar sem bæði lið fengu ágætis færi sem þeim tókst ekki að nýta. Það besta fékk Kristinn Hafliðason KR-ingur er hann komst einn í gegn en það var táknrænt fyrir leik KR-inga að hann skyldi detta á afturendann áður en hann kom skoti á markið. 1–1 jafntefli því niðurstaðan sem verða að teljast sanngjörn úrslit. Nýliðarnir frá Keflavík fögnuðu stiginu og geta vel unað við sitt. Þeir eru að berjast fyrir lífi sínu og í þeirra augum er eitt stig á KR-velli sigur. Það var ekki að sjá á meisturunum að þeir vildu sigra þennan leik. Baráttan og viljinn var enginn, spilið tilviljanakennt og marklaust svo ekki sé dýpra tekið í árinni. Eins og staðan er í dag eru þeir algjört miðlungslið og staða þeirra í deildinni er engin tilviljun. Þeir eru bara ekki betri en þetta í dag. KR-Keflavík 1-1 0–1 Hólmar örn Rúnarsson 14. 1–1 Sigurvin Ólafsson 39. Dómarinn Egill Már Markússon Mjög góður Bestur á vellinum Sigurvin Ólafsson KR Tölfræðin Skot (á mark) 11–11 (4–5) Horn 3–4 Aukaspyrnur fengnar 10–21 Rangstöður 4–2 Góðir Sigurvin Ólafsson KR Arnar Jón Sigurgeirsson KR Petr Podzemsky KR Hólmar Örn Rúnarsson Keflavík Ólafur Ívar Jónsson Keflavík
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira