Hvergi í heiminum 13. október 2005 14:24 Þjóðaratkvæðagreiðslan - Jón Magnússon hrl. Í fyrstu ræðu sinni á þingfundi sumarþings Alþingis sagði forsætisráðhera, "hvergi í veraldarsögunni í þingstarfsemi, hvergi til að þjóðartakvæði sé boðað með með þeim hætti eins og hér miðað við 26.gr. stjórnarskrárinnar. Það þekkist hvergi í heiminum". Skyldi þessi fullyrðing forsætisráðherra vera rétt að ákvæði 26. gr. stjórnarskrár Íslands sé svo sérstakt að ekkert því líkt sé að finna í veröldinni? Nei hún er röng. Víða þekkist málskotsréttur til þjóðarinnar. Annað hvort er því um minnisleysi að ræða hjá forsætisráðherra eða hann fer vísvitandi með rangt mál þegar hann heldur því fram að málskotsréttur forseta Íslands sé algjörlega sérstakur og sambærileg ákvæði þekkist ekki í víðri veröld. Málskotsréttur er víða til og svo hefur verið lengi. Ákvæði 26.gr. stjórnarskrárinnar eru því ekki sérstök eða merkileg fyrir neitt annað en að málskotsrétturinn skuli vera á valdi þjóðhöfðingjans. Eðlilegra hefði verið að málskotsrétturinn væri hjá þjóðinni og þannig þarf að breyta stjórnarskránni. Málskotsrétturinn á að vera hjá þjóðinni. Öll rök sem færð eru fram af hálfu Stjórnarflokkana gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni eru fyrst og fremst rök gegn lýðræði almennt. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hagar máli sínu þannig að hann virðist telja ákveðnar stofnanir hafa rétt umfram þjóðina. Varaformaðurinn segir að þar sem Alþingi sé kosið af 84% þjóðarinnar eigi það rétt umfram einhvern óvissan fjölda sem taki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki er hægt að skilja orð varaformannsins með öðrum hætti en hann telji Alþingi og meiri hluta Alþingis merkilegri en þjóðarviljann. Þeir sem þannig tala setja stofnanir í öndvegi andstætt hugjón lýðræðisins um að meirihluti kjósenda, fólkið eigi að ráða. Forusta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa lýst yfir með afstöðu sinni síðustu vikur að þeir séu á móti þjóðaratkvæðagreiðslum og þegar Davíð,Geir og Halldór hafa talað þá eru þeir að bera fram sömu rök gegn lýðræðinu og Loðvík 14 arfakóngur af Frankaríki bar fram þegar hann sagði "ríkið, það er ég". Eða eins og Friðrik mikli arfakonungur af Prússalandi sagði þegnarnir mega segja það sem þeir vilja en það er ég sem ræð. Aþena í Grikklandi var vagga Evrópskar menningar og lýðréttinda. Í Aþenu var kosningaskylda. Sérhverjum frjálsbornum manni sem hafði kosningarétt bar að nýta hann hvort sem honum líkaði betur eða verr og þar var beint milliliðalaust lýðræði. Meirihluti kjósenda réði. Margir lýðræðissinnar telja unnt á upplýsingaðöld að taka upp beint lýðræði í auknum mæli og takmarka fulltrúalýðræðið. Víðtæk spilling í stjórnmalastarfseminni og hve stór hluti stjórnmálamanna er auðkeyptur gerir það nauðsynlegra en áður að heimila þjóðinni víðtækt málskot um allt sem þingið gerir. Ítrekað hafa stjórnmálamenn gengið erinda hinna fáu sterku á kosntað fjöldans. Beint milliðliðalaust lýðræði eykur vald fólksins og takmarkar völd stjórnmálamanna og veita þeim aðhald. Það er nauðsynlegt í nútíma þjóðfélagi. Í Sviss er málskotsrétturinn hjá hinum almenna kjósanda. Samþykki þingið í Sviss lög þá þurfa rúmlega 1% kjósenda að óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um löggjöfina og einfaldur meirihluti þeirra sem mæta á kjörstað ræður niðurstöðunni. Ekki skiptir máli hvað margir kjósa. Kjósendur í Sviss geta líka lagt til að ákveðin ný löggjöf verði samþykkt en þá þurfa rúmlega 2% kjósenda að óska eftir því. Í Sviss hefur þjóðin kosið í rúmlega 450 málum frá því að þetta byrjaði. Allgóð reynsla hefur því fengist af beinu lýðræði í Sviss. Ekki er hægt að halda því fram að það hafi gengið illa eða ógnað stjórnskipun landsins öryggi eða efnahagslegri hagsæld. Sviss er það land í veröldinni sem býr við hvað mesta hagsæld, mest öryggi og stjórnskipun landsins er með því besta sem þekkist. Þetta gerist þrátt fyrir ríkan málskotsrétt þjóðarinnar og einfaldra ákvæða um þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir Davíð, Geir og Halldór ættu að íhuga það hvort það væri ekki framþróun lýðræðis á Íslandi að taka upp svipaðar reglur og Sviss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslan - Jón Magnússon hrl. Í fyrstu ræðu sinni á þingfundi sumarþings Alþingis sagði forsætisráðhera, "hvergi í veraldarsögunni í þingstarfsemi, hvergi til að þjóðartakvæði sé boðað með með þeim hætti eins og hér miðað við 26.gr. stjórnarskrárinnar. Það þekkist hvergi í heiminum". Skyldi þessi fullyrðing forsætisráðherra vera rétt að ákvæði 26. gr. stjórnarskrár Íslands sé svo sérstakt að ekkert því líkt sé að finna í veröldinni? Nei hún er röng. Víða þekkist málskotsréttur til þjóðarinnar. Annað hvort er því um minnisleysi að ræða hjá forsætisráðherra eða hann fer vísvitandi með rangt mál þegar hann heldur því fram að málskotsréttur forseta Íslands sé algjörlega sérstakur og sambærileg ákvæði þekkist ekki í víðri veröld. Málskotsréttur er víða til og svo hefur verið lengi. Ákvæði 26.gr. stjórnarskrárinnar eru því ekki sérstök eða merkileg fyrir neitt annað en að málskotsrétturinn skuli vera á valdi þjóðhöfðingjans. Eðlilegra hefði verið að málskotsrétturinn væri hjá þjóðinni og þannig þarf að breyta stjórnarskránni. Málskotsrétturinn á að vera hjá þjóðinni. Öll rök sem færð eru fram af hálfu Stjórnarflokkana gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni eru fyrst og fremst rök gegn lýðræði almennt. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hagar máli sínu þannig að hann virðist telja ákveðnar stofnanir hafa rétt umfram þjóðina. Varaformaðurinn segir að þar sem Alþingi sé kosið af 84% þjóðarinnar eigi það rétt umfram einhvern óvissan fjölda sem taki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki er hægt að skilja orð varaformannsins með öðrum hætti en hann telji Alþingi og meiri hluta Alþingis merkilegri en þjóðarviljann. Þeir sem þannig tala setja stofnanir í öndvegi andstætt hugjón lýðræðisins um að meirihluti kjósenda, fólkið eigi að ráða. Forusta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa lýst yfir með afstöðu sinni síðustu vikur að þeir séu á móti þjóðaratkvæðagreiðslum og þegar Davíð,Geir og Halldór hafa talað þá eru þeir að bera fram sömu rök gegn lýðræðinu og Loðvík 14 arfakóngur af Frankaríki bar fram þegar hann sagði "ríkið, það er ég". Eða eins og Friðrik mikli arfakonungur af Prússalandi sagði þegnarnir mega segja það sem þeir vilja en það er ég sem ræð. Aþena í Grikklandi var vagga Evrópskar menningar og lýðréttinda. Í Aþenu var kosningaskylda. Sérhverjum frjálsbornum manni sem hafði kosningarétt bar að nýta hann hvort sem honum líkaði betur eða verr og þar var beint milliliðalaust lýðræði. Meirihluti kjósenda réði. Margir lýðræðissinnar telja unnt á upplýsingaðöld að taka upp beint lýðræði í auknum mæli og takmarka fulltrúalýðræðið. Víðtæk spilling í stjórnmalastarfseminni og hve stór hluti stjórnmálamanna er auðkeyptur gerir það nauðsynlegra en áður að heimila þjóðinni víðtækt málskot um allt sem þingið gerir. Ítrekað hafa stjórnmálamenn gengið erinda hinna fáu sterku á kosntað fjöldans. Beint milliðliðalaust lýðræði eykur vald fólksins og takmarkar völd stjórnmálamanna og veita þeim aðhald. Það er nauðsynlegt í nútíma þjóðfélagi. Í Sviss er málskotsrétturinn hjá hinum almenna kjósanda. Samþykki þingið í Sviss lög þá þurfa rúmlega 1% kjósenda að óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um löggjöfina og einfaldur meirihluti þeirra sem mæta á kjörstað ræður niðurstöðunni. Ekki skiptir máli hvað margir kjósa. Kjósendur í Sviss geta líka lagt til að ákveðin ný löggjöf verði samþykkt en þá þurfa rúmlega 2% kjósenda að óska eftir því. Í Sviss hefur þjóðin kosið í rúmlega 450 málum frá því að þetta byrjaði. Allgóð reynsla hefur því fengist af beinu lýðræði í Sviss. Ekki er hægt að halda því fram að það hafi gengið illa eða ógnað stjórnskipun landsins öryggi eða efnahagslegri hagsæld. Sviss er það land í veröldinni sem býr við hvað mesta hagsæld, mest öryggi og stjórnskipun landsins er með því besta sem þekkist. Þetta gerist þrátt fyrir ríkan málskotsrétt þjóðarinnar og einfaldra ákvæða um þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir Davíð, Geir og Halldór ættu að íhuga það hvort það væri ekki framþróun lýðræðis á Íslandi að taka upp svipaðar reglur og Sviss.
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar