Svikamyllur og fórnarlömb 7. júlí 2004 00:01 Ríkislögreglustjóra hefur borist fyrsta kæra Íslendings á hendur Nígeríumanni vegna þess að sá fyrrnefndi telur þann síðarnefnda hafa haft af sér fjórar milljónir króna með blekkingum sem hófust með ævintýralegu tilboði í tölvubréfi. Samkvæmt fréttum af þessu máli liggur við að Íslendingurinn megi hrósa happi fyrir að halda þó lífi eftir að hafa gert tilraun til að endurheimta á eigin vegum það sem af honum var haft. Einsýnt er að Íslendingurinn á ekki að lyfta svo mikið sem litla fingri í öðrum tilgangi en að láta sér þetta ævintýri að kenningu verða. Hann lét blekkjast af einu óteljendi gylliboða sem hafa streymt um heiminn árum saman, fyrst í póstbréfum, nú í tölvubréfum, lengst og mest frá Nígeríu en einnig frá Pakistan og fleiri löndum. Þetta er útgerð svikahrappa á mið þar sem líkleg veiði er fégirnd hrekklausra og beitan hjartnæmar lygasögur. Sem sagt, þessi tilboð um aðstoð við að flytja stórfé gegn vænni þóknun eru alltaf sama blekkingin, fjöldasendingar í von um að einn og einn bíti á agnið. Dæmin um þá sem láta blekkjast halda svikamyllunum gangandi. Minnsta refsing fyrir að bíta á er fjártjón, mesta að enda í eigin útför. Um þann endi eru því miður ýmis dæmi.Ef þessi falstilboð kitla einhvern verulega, þrátt fyrir allt, er þekkingin á uppruna þeirra og eðli hjá Ríkislögreglustjóra. En jafnframt hjá Verslunarráði Íslands, sem tengist Alþjóða verslunarráðinu. Það rekur sérstaka upplýsingaskrifstofu í London um glæpastarfsemi í viðskiptum, ICC Commercial Crime Servises, sem forvitnilegt er að kynna sér á netinu. Svikahrappar í peningaleit sækja að andvaralausum með mörgum öðrum aðferðum. Þekkt hafa verið fyrirtæki í Suður-Evrópu með tilkynningar til rekstraraðila út um allt, sem eiga að hafa verið valdir verðlaunahafar vegna sérstaks árangurs. Til þess að taka á móti verðlaununum þarf að mæta í lúxusuppákomur gegn ærlegu gjaldi. Markmiðið er það sama, að nógu margir láti blekkjast til þess að svikamyllurnar borgi sig og haldi áfram. Nákvæmlega núna á sumarleyfistímanum er vertíð gerviútgefenda sem athafna sig í Mið-Evrópu og víðar. Þeir fara gjarnan um hvert landið af öðru með falsanir og fagurgala, í þeim tilgangi að ná samningum um skráningar og auglýsingar í gervirit og -handbækur, þess vegna til allt að fimm ára í senn. Stólandi á að landinn taki útlendinginn pottþéttan og láti hann jafnvel njóta yfirburða í tungumálakunnáttu. Á sama tíma berast fyrirtækjum víða um heim, ekki aðeins hér, reikningar frá þessum eða sams konar gervifyrirtækjum vegna skráninga eða auglýsinga, í trausti þess að afleysingagjaldkerar gái ekki að sér og greiði óáritaða en sannfærandi reikninga. Það er aðeins ein leið til þess að lenda ekki í gapastokkum af ofangreindum toga. Sú, að taka öllum tilboðum, atgangi og kröfum með þeim fyrirvara að samþykkja ekkert nema að fenginni fullri vissu um það sem í húfi er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ríkislögreglustjóra hefur borist fyrsta kæra Íslendings á hendur Nígeríumanni vegna þess að sá fyrrnefndi telur þann síðarnefnda hafa haft af sér fjórar milljónir króna með blekkingum sem hófust með ævintýralegu tilboði í tölvubréfi. Samkvæmt fréttum af þessu máli liggur við að Íslendingurinn megi hrósa happi fyrir að halda þó lífi eftir að hafa gert tilraun til að endurheimta á eigin vegum það sem af honum var haft. Einsýnt er að Íslendingurinn á ekki að lyfta svo mikið sem litla fingri í öðrum tilgangi en að láta sér þetta ævintýri að kenningu verða. Hann lét blekkjast af einu óteljendi gylliboða sem hafa streymt um heiminn árum saman, fyrst í póstbréfum, nú í tölvubréfum, lengst og mest frá Nígeríu en einnig frá Pakistan og fleiri löndum. Þetta er útgerð svikahrappa á mið þar sem líkleg veiði er fégirnd hrekklausra og beitan hjartnæmar lygasögur. Sem sagt, þessi tilboð um aðstoð við að flytja stórfé gegn vænni þóknun eru alltaf sama blekkingin, fjöldasendingar í von um að einn og einn bíti á agnið. Dæmin um þá sem láta blekkjast halda svikamyllunum gangandi. Minnsta refsing fyrir að bíta á er fjártjón, mesta að enda í eigin útför. Um þann endi eru því miður ýmis dæmi.Ef þessi falstilboð kitla einhvern verulega, þrátt fyrir allt, er þekkingin á uppruna þeirra og eðli hjá Ríkislögreglustjóra. En jafnframt hjá Verslunarráði Íslands, sem tengist Alþjóða verslunarráðinu. Það rekur sérstaka upplýsingaskrifstofu í London um glæpastarfsemi í viðskiptum, ICC Commercial Crime Servises, sem forvitnilegt er að kynna sér á netinu. Svikahrappar í peningaleit sækja að andvaralausum með mörgum öðrum aðferðum. Þekkt hafa verið fyrirtæki í Suður-Evrópu með tilkynningar til rekstraraðila út um allt, sem eiga að hafa verið valdir verðlaunahafar vegna sérstaks árangurs. Til þess að taka á móti verðlaununum þarf að mæta í lúxusuppákomur gegn ærlegu gjaldi. Markmiðið er það sama, að nógu margir láti blekkjast til þess að svikamyllurnar borgi sig og haldi áfram. Nákvæmlega núna á sumarleyfistímanum er vertíð gerviútgefenda sem athafna sig í Mið-Evrópu og víðar. Þeir fara gjarnan um hvert landið af öðru með falsanir og fagurgala, í þeim tilgangi að ná samningum um skráningar og auglýsingar í gervirit og -handbækur, þess vegna til allt að fimm ára í senn. Stólandi á að landinn taki útlendinginn pottþéttan og láti hann jafnvel njóta yfirburða í tungumálakunnáttu. Á sama tíma berast fyrirtækjum víða um heim, ekki aðeins hér, reikningar frá þessum eða sams konar gervifyrirtækjum vegna skráninga eða auglýsinga, í trausti þess að afleysingagjaldkerar gái ekki að sér og greiði óáritaða en sannfærandi reikninga. Það er aðeins ein leið til þess að lenda ekki í gapastokkum af ofangreindum toga. Sú, að taka öllum tilboðum, atgangi og kröfum með þeim fyrirvara að samþykkja ekkert nema að fenginni fullri vissu um það sem í húfi er.
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar