Svikamyllur og fórnarlömb 7. júlí 2004 00:01 Ríkislögreglustjóra hefur borist fyrsta kæra Íslendings á hendur Nígeríumanni vegna þess að sá fyrrnefndi telur þann síðarnefnda hafa haft af sér fjórar milljónir króna með blekkingum sem hófust með ævintýralegu tilboði í tölvubréfi. Samkvæmt fréttum af þessu máli liggur við að Íslendingurinn megi hrósa happi fyrir að halda þó lífi eftir að hafa gert tilraun til að endurheimta á eigin vegum það sem af honum var haft. Einsýnt er að Íslendingurinn á ekki að lyfta svo mikið sem litla fingri í öðrum tilgangi en að láta sér þetta ævintýri að kenningu verða. Hann lét blekkjast af einu óteljendi gylliboða sem hafa streymt um heiminn árum saman, fyrst í póstbréfum, nú í tölvubréfum, lengst og mest frá Nígeríu en einnig frá Pakistan og fleiri löndum. Þetta er útgerð svikahrappa á mið þar sem líkleg veiði er fégirnd hrekklausra og beitan hjartnæmar lygasögur. Sem sagt, þessi tilboð um aðstoð við að flytja stórfé gegn vænni þóknun eru alltaf sama blekkingin, fjöldasendingar í von um að einn og einn bíti á agnið. Dæmin um þá sem láta blekkjast halda svikamyllunum gangandi. Minnsta refsing fyrir að bíta á er fjártjón, mesta að enda í eigin útför. Um þann endi eru því miður ýmis dæmi.Ef þessi falstilboð kitla einhvern verulega, þrátt fyrir allt, er þekkingin á uppruna þeirra og eðli hjá Ríkislögreglustjóra. En jafnframt hjá Verslunarráði Íslands, sem tengist Alþjóða verslunarráðinu. Það rekur sérstaka upplýsingaskrifstofu í London um glæpastarfsemi í viðskiptum, ICC Commercial Crime Servises, sem forvitnilegt er að kynna sér á netinu. Svikahrappar í peningaleit sækja að andvaralausum með mörgum öðrum aðferðum. Þekkt hafa verið fyrirtæki í Suður-Evrópu með tilkynningar til rekstraraðila út um allt, sem eiga að hafa verið valdir verðlaunahafar vegna sérstaks árangurs. Til þess að taka á móti verðlaununum þarf að mæta í lúxusuppákomur gegn ærlegu gjaldi. Markmiðið er það sama, að nógu margir láti blekkjast til þess að svikamyllurnar borgi sig og haldi áfram. Nákvæmlega núna á sumarleyfistímanum er vertíð gerviútgefenda sem athafna sig í Mið-Evrópu og víðar. Þeir fara gjarnan um hvert landið af öðru með falsanir og fagurgala, í þeim tilgangi að ná samningum um skráningar og auglýsingar í gervirit og -handbækur, þess vegna til allt að fimm ára í senn. Stólandi á að landinn taki útlendinginn pottþéttan og láti hann jafnvel njóta yfirburða í tungumálakunnáttu. Á sama tíma berast fyrirtækjum víða um heim, ekki aðeins hér, reikningar frá þessum eða sams konar gervifyrirtækjum vegna skráninga eða auglýsinga, í trausti þess að afleysingagjaldkerar gái ekki að sér og greiði óáritaða en sannfærandi reikninga. Það er aðeins ein leið til þess að lenda ekki í gapastokkum af ofangreindum toga. Sú, að taka öllum tilboðum, atgangi og kröfum með þeim fyrirvara að samþykkja ekkert nema að fenginni fullri vissu um það sem í húfi er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ríkislögreglustjóra hefur borist fyrsta kæra Íslendings á hendur Nígeríumanni vegna þess að sá fyrrnefndi telur þann síðarnefnda hafa haft af sér fjórar milljónir króna með blekkingum sem hófust með ævintýralegu tilboði í tölvubréfi. Samkvæmt fréttum af þessu máli liggur við að Íslendingurinn megi hrósa happi fyrir að halda þó lífi eftir að hafa gert tilraun til að endurheimta á eigin vegum það sem af honum var haft. Einsýnt er að Íslendingurinn á ekki að lyfta svo mikið sem litla fingri í öðrum tilgangi en að láta sér þetta ævintýri að kenningu verða. Hann lét blekkjast af einu óteljendi gylliboða sem hafa streymt um heiminn árum saman, fyrst í póstbréfum, nú í tölvubréfum, lengst og mest frá Nígeríu en einnig frá Pakistan og fleiri löndum. Þetta er útgerð svikahrappa á mið þar sem líkleg veiði er fégirnd hrekklausra og beitan hjartnæmar lygasögur. Sem sagt, þessi tilboð um aðstoð við að flytja stórfé gegn vænni þóknun eru alltaf sama blekkingin, fjöldasendingar í von um að einn og einn bíti á agnið. Dæmin um þá sem láta blekkjast halda svikamyllunum gangandi. Minnsta refsing fyrir að bíta á er fjártjón, mesta að enda í eigin útför. Um þann endi eru því miður ýmis dæmi.Ef þessi falstilboð kitla einhvern verulega, þrátt fyrir allt, er þekkingin á uppruna þeirra og eðli hjá Ríkislögreglustjóra. En jafnframt hjá Verslunarráði Íslands, sem tengist Alþjóða verslunarráðinu. Það rekur sérstaka upplýsingaskrifstofu í London um glæpastarfsemi í viðskiptum, ICC Commercial Crime Servises, sem forvitnilegt er að kynna sér á netinu. Svikahrappar í peningaleit sækja að andvaralausum með mörgum öðrum aðferðum. Þekkt hafa verið fyrirtæki í Suður-Evrópu með tilkynningar til rekstraraðila út um allt, sem eiga að hafa verið valdir verðlaunahafar vegna sérstaks árangurs. Til þess að taka á móti verðlaununum þarf að mæta í lúxusuppákomur gegn ærlegu gjaldi. Markmiðið er það sama, að nógu margir láti blekkjast til þess að svikamyllurnar borgi sig og haldi áfram. Nákvæmlega núna á sumarleyfistímanum er vertíð gerviútgefenda sem athafna sig í Mið-Evrópu og víðar. Þeir fara gjarnan um hvert landið af öðru með falsanir og fagurgala, í þeim tilgangi að ná samningum um skráningar og auglýsingar í gervirit og -handbækur, þess vegna til allt að fimm ára í senn. Stólandi á að landinn taki útlendinginn pottþéttan og láti hann jafnvel njóta yfirburða í tungumálakunnáttu. Á sama tíma berast fyrirtækjum víða um heim, ekki aðeins hér, reikningar frá þessum eða sams konar gervifyrirtækjum vegna skráninga eða auglýsinga, í trausti þess að afleysingagjaldkerar gái ekki að sér og greiði óáritaða en sannfærandi reikninga. Það er aðeins ein leið til þess að lenda ekki í gapastokkum af ofangreindum toga. Sú, að taka öllum tilboðum, atgangi og kröfum með þeim fyrirvara að samþykkja ekkert nema að fenginni fullri vissu um það sem í húfi er.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar