David, Figo og forseti Íslands Dagur B. Eggertsson skrifar 2. júlí 2004 00:01 Úrslit kosninga - Dagur B. Eggertsson. Ég veit ekki hvort lesendur Fréttablaðsins hafi lent í því að útskýra íslensk stjórnmál eða úrslit forsetakosninganna fyrir erlendum vinum sínum. You see, forsetinn var kjörinn með 67% greiddra atkvæða. Yes, yes, það eru 85% gildra atkvæða. Great victory? No, no, this var augljóslega algjör ósigur. „A great deep canyon between the president and the people.“Þeir útlendingar sem eru ekki þegar búnir að missa þráðinn eða andlitið eru venjulega fólk sem er hér á landi af sérstökum áhuga á litlum einangruðum ættbálkasamfélögum.Hvernig er hægt að lýsa ástandinu? Valdamenn virðast lifa í örlitlu þorpi sem á í stríði upp á líf og dauða. Fátt er gagnlegra til að sameina ættbálka að baki vafasömum málstað en sameiginlegur óvinur. Allir eru svo dregnir í dilka hvort sem þeim líkar betur eða verr. (Hér verður oftast að taka dæmi til að útlendingar skilji.) Well, Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson (a professor of politics appointed by a right wing minister against the will of the University) vill meina að nýkjörinn forseti sé bara forseti vinstri manna.Nú má reyndar vera að Hannesi hafi tekist að fjölga vinstri mönnum í 67% þjóðarinnar með málflutningi sínum. Ég held þó að stjórnmálaskýringar hans verði seint taldar hæfar til að bjóða þær gestum.Samlíking úr fótboltanum er líklega nærtækari. Look, Mr. Ólafur Ragnar Grímsson er Figo íslenskra þjóðmála. Líkt og hin fornfræga stjarna portúgalska liðsins voru ýmsir sem töldu forsetann ekki hafa staðið fyllilega undir væntingum í fyrirliðastöðu sinni fyrr í vetur. Vendipunktur beggja var þegar þeim var skipt út af. Figo í átta liða úrslitum og forsetanum á heimastjórnarafmælinu. Í knattspyrnunni er aðeins ein leið til að bregðast við. Figo bar af öllum öðrum í næsta leik. Yfirburða yfirsýn, snerpa og kjarkur gerðu hann að óskoraðri þjóðhetju á ný.Forseti Íslands gekk vasklega fram og setti klíkuvaldi skorður með því að vísa fjölmiðlamálinu í þjóðaratkvæði. Meðal annars þess vegna hlaut hann góðan stuðning í forsetakosningunum. Það hafði tilgang að kjósa hann. Fjölmiðlamálið kallaði þó einnig fram andstöðu. Einu mistök forsetans voru þau að viðurkenna hana ekki sem eðlilegan hlut. Fyrir átta árum hefði líklega allt að 40% þjóðarinnar skilað auðu ef Ólafur Ragnar hefði boðið sig fram í briddsklúbb, foreldrafélag eða hvað sem er.Umræðan um úrslit kosninganna á því miður fleira líkt með Evrópukeppninni. Flestar hefðbundnar stjörnur umræðunnar hafa valdið vonbrigðum. Ég ætla ekki að ganga svo langt að taka undir með Kolbrúnu Bergþórsdóttur og segja að David Beckam stjórnmálanna geri best þegar hann þegir. En jafnvel David ætti að vanda tilhlaupin. Honum hættir orðið til að skjóta yfir markið. Og það hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Sjá meira
Úrslit kosninga - Dagur B. Eggertsson. Ég veit ekki hvort lesendur Fréttablaðsins hafi lent í því að útskýra íslensk stjórnmál eða úrslit forsetakosninganna fyrir erlendum vinum sínum. You see, forsetinn var kjörinn með 67% greiddra atkvæða. Yes, yes, það eru 85% gildra atkvæða. Great victory? No, no, this var augljóslega algjör ósigur. „A great deep canyon between the president and the people.“Þeir útlendingar sem eru ekki þegar búnir að missa þráðinn eða andlitið eru venjulega fólk sem er hér á landi af sérstökum áhuga á litlum einangruðum ættbálkasamfélögum.Hvernig er hægt að lýsa ástandinu? Valdamenn virðast lifa í örlitlu þorpi sem á í stríði upp á líf og dauða. Fátt er gagnlegra til að sameina ættbálka að baki vafasömum málstað en sameiginlegur óvinur. Allir eru svo dregnir í dilka hvort sem þeim líkar betur eða verr. (Hér verður oftast að taka dæmi til að útlendingar skilji.) Well, Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson (a professor of politics appointed by a right wing minister against the will of the University) vill meina að nýkjörinn forseti sé bara forseti vinstri manna.Nú má reyndar vera að Hannesi hafi tekist að fjölga vinstri mönnum í 67% þjóðarinnar með málflutningi sínum. Ég held þó að stjórnmálaskýringar hans verði seint taldar hæfar til að bjóða þær gestum.Samlíking úr fótboltanum er líklega nærtækari. Look, Mr. Ólafur Ragnar Grímsson er Figo íslenskra þjóðmála. Líkt og hin fornfræga stjarna portúgalska liðsins voru ýmsir sem töldu forsetann ekki hafa staðið fyllilega undir væntingum í fyrirliðastöðu sinni fyrr í vetur. Vendipunktur beggja var þegar þeim var skipt út af. Figo í átta liða úrslitum og forsetanum á heimastjórnarafmælinu. Í knattspyrnunni er aðeins ein leið til að bregðast við. Figo bar af öllum öðrum í næsta leik. Yfirburða yfirsýn, snerpa og kjarkur gerðu hann að óskoraðri þjóðhetju á ný.Forseti Íslands gekk vasklega fram og setti klíkuvaldi skorður með því að vísa fjölmiðlamálinu í þjóðaratkvæði. Meðal annars þess vegna hlaut hann góðan stuðning í forsetakosningunum. Það hafði tilgang að kjósa hann. Fjölmiðlamálið kallaði þó einnig fram andstöðu. Einu mistök forsetans voru þau að viðurkenna hana ekki sem eðlilegan hlut. Fyrir átta árum hefði líklega allt að 40% þjóðarinnar skilað auðu ef Ólafur Ragnar hefði boðið sig fram í briddsklúbb, foreldrafélag eða hvað sem er.Umræðan um úrslit kosninganna á því miður fleira líkt með Evrópukeppninni. Flestar hefðbundnar stjörnur umræðunnar hafa valdið vonbrigðum. Ég ætla ekki að ganga svo langt að taka undir með Kolbrúnu Bergþórsdóttur og segja að David Beckam stjórnmálanna geri best þegar hann þegir. En jafnvel David ætti að vanda tilhlaupin. Honum hættir orðið til að skjóta yfir markið. Og það hátt.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun