David, Figo og forseti Íslands Dagur B. Eggertsson skrifar 2. júlí 2004 00:01 Úrslit kosninga - Dagur B. Eggertsson. Ég veit ekki hvort lesendur Fréttablaðsins hafi lent í því að útskýra íslensk stjórnmál eða úrslit forsetakosninganna fyrir erlendum vinum sínum. You see, forsetinn var kjörinn með 67% greiddra atkvæða. Yes, yes, það eru 85% gildra atkvæða. Great victory? No, no, this var augljóslega algjör ósigur. „A great deep canyon between the president and the people.“Þeir útlendingar sem eru ekki þegar búnir að missa þráðinn eða andlitið eru venjulega fólk sem er hér á landi af sérstökum áhuga á litlum einangruðum ættbálkasamfélögum.Hvernig er hægt að lýsa ástandinu? Valdamenn virðast lifa í örlitlu þorpi sem á í stríði upp á líf og dauða. Fátt er gagnlegra til að sameina ættbálka að baki vafasömum málstað en sameiginlegur óvinur. Allir eru svo dregnir í dilka hvort sem þeim líkar betur eða verr. (Hér verður oftast að taka dæmi til að útlendingar skilji.) Well, Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson (a professor of politics appointed by a right wing minister against the will of the University) vill meina að nýkjörinn forseti sé bara forseti vinstri manna.Nú má reyndar vera að Hannesi hafi tekist að fjölga vinstri mönnum í 67% þjóðarinnar með málflutningi sínum. Ég held þó að stjórnmálaskýringar hans verði seint taldar hæfar til að bjóða þær gestum.Samlíking úr fótboltanum er líklega nærtækari. Look, Mr. Ólafur Ragnar Grímsson er Figo íslenskra þjóðmála. Líkt og hin fornfræga stjarna portúgalska liðsins voru ýmsir sem töldu forsetann ekki hafa staðið fyllilega undir væntingum í fyrirliðastöðu sinni fyrr í vetur. Vendipunktur beggja var þegar þeim var skipt út af. Figo í átta liða úrslitum og forsetanum á heimastjórnarafmælinu. Í knattspyrnunni er aðeins ein leið til að bregðast við. Figo bar af öllum öðrum í næsta leik. Yfirburða yfirsýn, snerpa og kjarkur gerðu hann að óskoraðri þjóðhetju á ný.Forseti Íslands gekk vasklega fram og setti klíkuvaldi skorður með því að vísa fjölmiðlamálinu í þjóðaratkvæði. Meðal annars þess vegna hlaut hann góðan stuðning í forsetakosningunum. Það hafði tilgang að kjósa hann. Fjölmiðlamálið kallaði þó einnig fram andstöðu. Einu mistök forsetans voru þau að viðurkenna hana ekki sem eðlilegan hlut. Fyrir átta árum hefði líklega allt að 40% þjóðarinnar skilað auðu ef Ólafur Ragnar hefði boðið sig fram í briddsklúbb, foreldrafélag eða hvað sem er.Umræðan um úrslit kosninganna á því miður fleira líkt með Evrópukeppninni. Flestar hefðbundnar stjörnur umræðunnar hafa valdið vonbrigðum. Ég ætla ekki að ganga svo langt að taka undir með Kolbrúnu Bergþórsdóttur og segja að David Beckam stjórnmálanna geri best þegar hann þegir. En jafnvel David ætti að vanda tilhlaupin. Honum hættir orðið til að skjóta yfir markið. Og það hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Úrslit kosninga - Dagur B. Eggertsson. Ég veit ekki hvort lesendur Fréttablaðsins hafi lent í því að útskýra íslensk stjórnmál eða úrslit forsetakosninganna fyrir erlendum vinum sínum. You see, forsetinn var kjörinn með 67% greiddra atkvæða. Yes, yes, það eru 85% gildra atkvæða. Great victory? No, no, this var augljóslega algjör ósigur. „A great deep canyon between the president and the people.“Þeir útlendingar sem eru ekki þegar búnir að missa þráðinn eða andlitið eru venjulega fólk sem er hér á landi af sérstökum áhuga á litlum einangruðum ættbálkasamfélögum.Hvernig er hægt að lýsa ástandinu? Valdamenn virðast lifa í örlitlu þorpi sem á í stríði upp á líf og dauða. Fátt er gagnlegra til að sameina ættbálka að baki vafasömum málstað en sameiginlegur óvinur. Allir eru svo dregnir í dilka hvort sem þeim líkar betur eða verr. (Hér verður oftast að taka dæmi til að útlendingar skilji.) Well, Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson (a professor of politics appointed by a right wing minister against the will of the University) vill meina að nýkjörinn forseti sé bara forseti vinstri manna.Nú má reyndar vera að Hannesi hafi tekist að fjölga vinstri mönnum í 67% þjóðarinnar með málflutningi sínum. Ég held þó að stjórnmálaskýringar hans verði seint taldar hæfar til að bjóða þær gestum.Samlíking úr fótboltanum er líklega nærtækari. Look, Mr. Ólafur Ragnar Grímsson er Figo íslenskra þjóðmála. Líkt og hin fornfræga stjarna portúgalska liðsins voru ýmsir sem töldu forsetann ekki hafa staðið fyllilega undir væntingum í fyrirliðastöðu sinni fyrr í vetur. Vendipunktur beggja var þegar þeim var skipt út af. Figo í átta liða úrslitum og forsetanum á heimastjórnarafmælinu. Í knattspyrnunni er aðeins ein leið til að bregðast við. Figo bar af öllum öðrum í næsta leik. Yfirburða yfirsýn, snerpa og kjarkur gerðu hann að óskoraðri þjóðhetju á ný.Forseti Íslands gekk vasklega fram og setti klíkuvaldi skorður með því að vísa fjölmiðlamálinu í þjóðaratkvæði. Meðal annars þess vegna hlaut hann góðan stuðning í forsetakosningunum. Það hafði tilgang að kjósa hann. Fjölmiðlamálið kallaði þó einnig fram andstöðu. Einu mistök forsetans voru þau að viðurkenna hana ekki sem eðlilegan hlut. Fyrir átta árum hefði líklega allt að 40% þjóðarinnar skilað auðu ef Ólafur Ragnar hefði boðið sig fram í briddsklúbb, foreldrafélag eða hvað sem er.Umræðan um úrslit kosninganna á því miður fleira líkt með Evrópukeppninni. Flestar hefðbundnar stjörnur umræðunnar hafa valdið vonbrigðum. Ég ætla ekki að ganga svo langt að taka undir með Kolbrúnu Bergþórsdóttur og segja að David Beckam stjórnmálanna geri best þegar hann þegir. En jafnvel David ætti að vanda tilhlaupin. Honum hættir orðið til að skjóta yfir markið. Og það hátt.
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar