Fátækir skuldarar 2. júlí 2004 00:01 Skuldir - Sigrún Á. Reynisdóttir, formaður Samtaka gegn fátækt. Þann 30. júní síðastliðinn segir Rúnar Guðjónsson sýslumaður í Reykjavík í viðtali við Fréttablaðið að skuldarar mæti ekki til fyrirtöku mála og bendir á þrjár leiðir í þessum efnum. Í fyrsta lagi að gera lagabreytingu þannig að gera megi fjárnám að skuldara fjarstöddum, önnur leiðin er sú að leita aðstoðar lögreglu og sú þriðja að fara oftar í fjárnám út í bæ. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk lendir í svona hremmingum, ein af ástæðunum er sú að fátækt hefur aukist gífurlega undanfarin ár. Þeir sem lenda í fátækragildrum eiga ekki auðvelt með að losna úr þeim. Oft getur þetta fólk ekki staðið við sínar skuldbindingar og þegar krafan er svo send til lögfræðings er kostnaðurinn orðinn svo mikill að skuldarinn ræður ekki við neitt. Þegar svona er komið brotna sumir undan álaginu, verða jafnvel þunglyndir og treysta sér ekki til að mæta hjá sýslumanni. Ég veit um dæmi þar sem innheimtulögfræðingar hafa gengið hart að fólki sem er bæði andlega og líkamlega veikt og hótað því lögreglu. Það er oft talað um að lögreglan sé fáliðuð svo varla hefur hún mikinn mannskap til að sinna svona hlutum. Sýslumaður segir líka að ekki takist alltaf að hafa uppi á skuldurunum. Eflaust eru ýmsar ástæður fyrir því en sumt fátækt fólk er á hrakhólum með húsnæði og á hvergi heima. Þriðja leiðin sem sýslumaður talar um er að gera fjárnám út í bæ. Hvaða áhrif getur það haft á sálarlíf fólks og barna þeirra sem ekki á fyrir mat eða reikningum og fær slíkar heimsóknir? Stjórnvöld þurfa að finna leiðir og hjálpa þessu fólki úr gildru fátæktar, því hertar aðgerðir leysa ekki vanda þessa fólks. Oftast er það vilji þessa fólks að borga skuldir sínar en það verður að hafa nóg til þess að geta það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Skuldir - Sigrún Á. Reynisdóttir, formaður Samtaka gegn fátækt. Þann 30. júní síðastliðinn segir Rúnar Guðjónsson sýslumaður í Reykjavík í viðtali við Fréttablaðið að skuldarar mæti ekki til fyrirtöku mála og bendir á þrjár leiðir í þessum efnum. Í fyrsta lagi að gera lagabreytingu þannig að gera megi fjárnám að skuldara fjarstöddum, önnur leiðin er sú að leita aðstoðar lögreglu og sú þriðja að fara oftar í fjárnám út í bæ. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk lendir í svona hremmingum, ein af ástæðunum er sú að fátækt hefur aukist gífurlega undanfarin ár. Þeir sem lenda í fátækragildrum eiga ekki auðvelt með að losna úr þeim. Oft getur þetta fólk ekki staðið við sínar skuldbindingar og þegar krafan er svo send til lögfræðings er kostnaðurinn orðinn svo mikill að skuldarinn ræður ekki við neitt. Þegar svona er komið brotna sumir undan álaginu, verða jafnvel þunglyndir og treysta sér ekki til að mæta hjá sýslumanni. Ég veit um dæmi þar sem innheimtulögfræðingar hafa gengið hart að fólki sem er bæði andlega og líkamlega veikt og hótað því lögreglu. Það er oft talað um að lögreglan sé fáliðuð svo varla hefur hún mikinn mannskap til að sinna svona hlutum. Sýslumaður segir líka að ekki takist alltaf að hafa uppi á skuldurunum. Eflaust eru ýmsar ástæður fyrir því en sumt fátækt fólk er á hrakhólum með húsnæði og á hvergi heima. Þriðja leiðin sem sýslumaður talar um er að gera fjárnám út í bæ. Hvaða áhrif getur það haft á sálarlíf fólks og barna þeirra sem ekki á fyrir mat eða reikningum og fær slíkar heimsóknir? Stjórnvöld þurfa að finna leiðir og hjálpa þessu fólki úr gildru fátæktar, því hertar aðgerðir leysa ekki vanda þessa fólks. Oftast er það vilji þessa fólks að borga skuldir sínar en það verður að hafa nóg til þess að geta það.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar