Þjóðaratkvæði í stjórnarskrá 2. júlí 2004 00:01 Stjórnarskráin - dr. Jóhann M. Hauksson Nýlega hefur sannast að það er eðlilegt að þjóðin fái að taka endanlega ákvörðun í mikilvægum málum. Þrátt fyrir það hefur fjölmiðlamálið sýnt greinilega að núverandi málskotsréttur er ófullnægjandi. Í fyrsta lagi er óásættanlegt að stjórnvöld geti tekið ýmsar ákvarðanir án þess að þjóðin hafi nokkra möguleika á að hafa hönd í bagga. Það á við um þær ákvarðanir sem hefðu afdrifaríkar afleiðingar. Í því sambandi má hugsa til stofnunar hers, sem óhjákvæmilega mundi kosta landsmenn miklar fúlgur, eða inngöngu í ESB sem hefði gríðarleg áhrif á stjórn landsins (en um það yrði ekki þjóðaratkvæðagreiðsla þó að breyta þyrfti stjórnarskránni ef Ísland gengi í ESB). Einnig virðist óásættanlegt að valdamenn taki mjög óeðlilegar ákvarðanir án þess að þjóðin fái nokkuð um það sagt. Hér verður manni strax hugsað til fjölmiðlalaganna, svo ekki sé talað um það ef stjórnvöld ætluðu að brjóta upp fyrirtæki sem þeim væri illa við ("markaðsráðandi fyrirtæki á matvörumarkaði" eins og Halldór Ásgrímsson kallar það, í Viðskiptablaðinu 7. maí 2004). Þá hefur þetta mál sýnt að óásættanlegt er að komið sé undir einum manni, forsetanum, hvort þjóðin er spurð álits varðandi slík mál. Þegar hann er kosinn vita kjósendur einfaldlega ekki hvort hann hefur bein í nefinu, eða þá hvaða skoðanir hann kann að hafa varðandi það hvaða mál eru þess eðlis að þjóðin ætti að fá að taka um þau endanlega ákvörðun. Eðlilegra væri að taka upp þá reglu að ákveðinn fjöldi landsmanna gæti krafist þess að þjóðaratkvæði réði úrslitum um lagafrumvörp. Þá mætti hugsa sér að þau skilyrði sem þyrfti að uppfylla til að frumvörpum væri skotið til þjóðarinnar væru þannig að aðeins fá mál fengju þá afgreiðslu; þau sem fólki þættu mikilvægust. Til dæmis mætti krefjast undirskriftar 20% kosningabærra manna, eða eitthvað slíkt. Þá þyrfti einhver viðmið um þátttöku í atkvæðagreiðslunni, eins og að helmingur atkvæðisbærra manna tæki þátt í henni, til að koma í veg fyrir að hávær minnihluti ráði úrslitum. Ráðamenn hér á landi hafa löngum tekið stirt í hugmyndir um þjóðaratkvæði. Sagt hefur verið að fólk sé búið að kjósa í þingkosningum og að það nægi: Þjóðin eigi ekkert að ákveða annað. Í raun er ástæðan sú að þeim finnst það óþægilegt að ráða ekki öllu; þægilegra að ákveða einir í "reykfylltum bakherbergum" ... eða við sérdúkað borð. Hins vegar er það lýðræðislegra að þjóðin geti tekið þátt í einstökum ákvörðunum, og þótt lýðræðið geti verið óþægilegt fyrir suma, þá er það gott og réttlátt fyrir fjöldann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Stjórnarskráin - dr. Jóhann M. Hauksson Nýlega hefur sannast að það er eðlilegt að þjóðin fái að taka endanlega ákvörðun í mikilvægum málum. Þrátt fyrir það hefur fjölmiðlamálið sýnt greinilega að núverandi málskotsréttur er ófullnægjandi. Í fyrsta lagi er óásættanlegt að stjórnvöld geti tekið ýmsar ákvarðanir án þess að þjóðin hafi nokkra möguleika á að hafa hönd í bagga. Það á við um þær ákvarðanir sem hefðu afdrifaríkar afleiðingar. Í því sambandi má hugsa til stofnunar hers, sem óhjákvæmilega mundi kosta landsmenn miklar fúlgur, eða inngöngu í ESB sem hefði gríðarleg áhrif á stjórn landsins (en um það yrði ekki þjóðaratkvæðagreiðsla þó að breyta þyrfti stjórnarskránni ef Ísland gengi í ESB). Einnig virðist óásættanlegt að valdamenn taki mjög óeðlilegar ákvarðanir án þess að þjóðin fái nokkuð um það sagt. Hér verður manni strax hugsað til fjölmiðlalaganna, svo ekki sé talað um það ef stjórnvöld ætluðu að brjóta upp fyrirtæki sem þeim væri illa við ("markaðsráðandi fyrirtæki á matvörumarkaði" eins og Halldór Ásgrímsson kallar það, í Viðskiptablaðinu 7. maí 2004). Þá hefur þetta mál sýnt að óásættanlegt er að komið sé undir einum manni, forsetanum, hvort þjóðin er spurð álits varðandi slík mál. Þegar hann er kosinn vita kjósendur einfaldlega ekki hvort hann hefur bein í nefinu, eða þá hvaða skoðanir hann kann að hafa varðandi það hvaða mál eru þess eðlis að þjóðin ætti að fá að taka um þau endanlega ákvörðun. Eðlilegra væri að taka upp þá reglu að ákveðinn fjöldi landsmanna gæti krafist þess að þjóðaratkvæði réði úrslitum um lagafrumvörp. Þá mætti hugsa sér að þau skilyrði sem þyrfti að uppfylla til að frumvörpum væri skotið til þjóðarinnar væru þannig að aðeins fá mál fengju þá afgreiðslu; þau sem fólki þættu mikilvægust. Til dæmis mætti krefjast undirskriftar 20% kosningabærra manna, eða eitthvað slíkt. Þá þyrfti einhver viðmið um þátttöku í atkvæðagreiðslunni, eins og að helmingur atkvæðisbærra manna tæki þátt í henni, til að koma í veg fyrir að hávær minnihluti ráði úrslitum. Ráðamenn hér á landi hafa löngum tekið stirt í hugmyndir um þjóðaratkvæði. Sagt hefur verið að fólk sé búið að kjósa í þingkosningum og að það nægi: Þjóðin eigi ekkert að ákveða annað. Í raun er ástæðan sú að þeim finnst það óþægilegt að ráða ekki öllu; þægilegra að ákveða einir í "reykfylltum bakherbergum" ... eða við sérdúkað borð. Hins vegar er það lýðræðislegra að þjóðin geti tekið þátt í einstökum ákvörðunum, og þótt lýðræðið geti verið óþægilegt fyrir suma, þá er það gott og réttlátt fyrir fjöldann.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar