Hverfavæðing torveldar sérhæfingu 2. júlí 2004 00:01 Hverfavæðing - Hugrún Sigurjónsdóttir, skólasálfræðingur í Miðgarði. Þá hefur enn ein grein um hverfavæðingu litið dagsins ljós frá Degi B. Eggertsyni, borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans (Fréttablaðið 26.06). Þarna stiklar Dagur á stóru um ágæti hverfavæðingarinnar. Í stuttu máli mætti segja að hverfavæðing feli í sér að Fræðslumiðstöð, leikskólar og félagsþjónusta Reykjavíkur flytji starfsemi sína út í hverfin. Undirrituð hefur síðustu fjögur ár starfað sem skólasálfræðingur í Miðgarði þar sem vinnur gott fólk í þverfaglegu teymi að lausn ýmissa vandamála. Ég hef verið svo gæfusöm að vinna í frjálsu umhverfi þar sem ég stýri eigin verkefnum og hef til þess fullt traust yfirmanna. Í grein Dags eru hins vegar nokkrir punktar sem mig langar til að vekja máls á. Dagur minnist á að 9 af 10 Reykvíkingum styðji hverfavæðingu. Þá er forvitnilegt að spyrja sig hve stór hluti borgaranna þurfi að notfæra sér þessa þjónustu. Reiknað er með að um 5% barna þurfi á einhverjum tíma sálfræðiaðstoð eða greiningu. Fjárhagsaðstoð og barnaverndarmál gætu verið um 5 til 10% hvort. Lauslega áætlað er þetta að hámarki um 15 til 20% fólks. Svo bætist við önnur þjónusta s.s. umsókn um viðbótarlán til húsnæðiskaupa, en breytingar eru reyndar fyrirhugaðar á því kerfi og ekki útilokað að í framtíðinni muni fólk fá þessa þjónustu í gegnum bankakerfið. Dagur talar um að hverfamiðstöðvar veiti "ráðgjöf sem lítur að daglegu lífi." Ég tel framtíðarsýn ansi dapra hjá Degi ef hann telur að daglegt líf fólks eigi eftir að snúast um fjárhagsaðstoð, sálfræðilegar greiningar á börnum og barnaverndarmál. Kannski er hann að tala um annars konar ráðgjöf sem lítur að daglegu lífi, en almennt held ég að fólk sé það sjálfstætt að það geti tekið daglegar ákvarðanir án aðstoðar. Dagur virðist telja hverfamiðstöðvar ámóta nauðsyn og matvörubúðir og talar um óþægindi þess að "rekast á milli staða" eins og hann orðar það í greininni. Greinarhöfundur er alin upp út á landi. Þar var áfengisverslunin í einu bæjarfélagi, sýslumaðurinn í öðru, augnlæknirinn kom í heimsókn tvisvar á ári og krabbameinsleit var auglýst endrum og eins. Um árabil þurfti greinarhöfundur að "rekast á milli landshluta" til tannréttinga. Þrátt fyrir þetta man ég ekki eftir að fólk hafi mæðst yfir þessu. En nú er öldin önnur og guð forði okkur frá því að þurfa að hreyfa bílinn hvað þá að þurfa að leita að bílastæði niður í bæ þegar við þurfum að reka erindi í miðlægar þjónustustöðvar borgarinnar. Batnandi samgöngur gera það að verkum að auðveldara er að komast á milli staða. Þannig hafa stærri kjarnar eins og Kringlan og Smáralind tekið við af kaupmanninum á horninu, og kann hver að hafa sína skoðun á þessari þróun en svona er nútíminn. Talað hefur verið um að hverfavæðing borgarinnar sé í fararbroddi fyrir hverfavæðingu almennt og að ríkið muni fylgja í kjölfarið. Já mikið væri nú ljúft að þurfa ekki að "rekast" niður í bæ einu sinni á ári til að nöldra yfir álagningarseðlinum. Því segi ég: Hverfavæðum skattstofuna. Skattstofuna í Grímsbæ, já takk!!! Miðgarður í Grafarvogi er kominn til að vera. Í Grafarvogi búa um 18 þúsund manns og finnst mér sjálfsagt að þetta fólk fái þjónustu í sínu hverfi, ekki síst þar sem Grafarvogurinn er landfræðilega út úr kjarna borgarinnar. Ég veit hins vegar að miðlægar stofnanir í borginni hafa verið reknar með miklum sóma og verið í stöðugri framþróun undanfarin ár og áratugi. Í þeim hefur einnig átt sér stað ákveðin sérhæfing þar sem sálfræðingar skipta með sér verkum eftir eðli þeirra. Þetta verður nokkuð erfiðara ef hverfavæðing verður innleidd, því erfitt er að sérhæfa sig á stofnunum þar sem þjónusta þarf breiðari aldurshóp barna. Vegna þessa og margs annars finnst mér mikilvægt að staldra við áður en lengra er gengið í átt til hverfavæðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Hverfavæðing - Hugrún Sigurjónsdóttir, skólasálfræðingur í Miðgarði. Þá hefur enn ein grein um hverfavæðingu litið dagsins ljós frá Degi B. Eggertsyni, borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans (Fréttablaðið 26.06). Þarna stiklar Dagur á stóru um ágæti hverfavæðingarinnar. Í stuttu máli mætti segja að hverfavæðing feli í sér að Fræðslumiðstöð, leikskólar og félagsþjónusta Reykjavíkur flytji starfsemi sína út í hverfin. Undirrituð hefur síðustu fjögur ár starfað sem skólasálfræðingur í Miðgarði þar sem vinnur gott fólk í þverfaglegu teymi að lausn ýmissa vandamála. Ég hef verið svo gæfusöm að vinna í frjálsu umhverfi þar sem ég stýri eigin verkefnum og hef til þess fullt traust yfirmanna. Í grein Dags eru hins vegar nokkrir punktar sem mig langar til að vekja máls á. Dagur minnist á að 9 af 10 Reykvíkingum styðji hverfavæðingu. Þá er forvitnilegt að spyrja sig hve stór hluti borgaranna þurfi að notfæra sér þessa þjónustu. Reiknað er með að um 5% barna þurfi á einhverjum tíma sálfræðiaðstoð eða greiningu. Fjárhagsaðstoð og barnaverndarmál gætu verið um 5 til 10% hvort. Lauslega áætlað er þetta að hámarki um 15 til 20% fólks. Svo bætist við önnur þjónusta s.s. umsókn um viðbótarlán til húsnæðiskaupa, en breytingar eru reyndar fyrirhugaðar á því kerfi og ekki útilokað að í framtíðinni muni fólk fá þessa þjónustu í gegnum bankakerfið. Dagur talar um að hverfamiðstöðvar veiti "ráðgjöf sem lítur að daglegu lífi." Ég tel framtíðarsýn ansi dapra hjá Degi ef hann telur að daglegt líf fólks eigi eftir að snúast um fjárhagsaðstoð, sálfræðilegar greiningar á börnum og barnaverndarmál. Kannski er hann að tala um annars konar ráðgjöf sem lítur að daglegu lífi, en almennt held ég að fólk sé það sjálfstætt að það geti tekið daglegar ákvarðanir án aðstoðar. Dagur virðist telja hverfamiðstöðvar ámóta nauðsyn og matvörubúðir og talar um óþægindi þess að "rekast á milli staða" eins og hann orðar það í greininni. Greinarhöfundur er alin upp út á landi. Þar var áfengisverslunin í einu bæjarfélagi, sýslumaðurinn í öðru, augnlæknirinn kom í heimsókn tvisvar á ári og krabbameinsleit var auglýst endrum og eins. Um árabil þurfti greinarhöfundur að "rekast á milli landshluta" til tannréttinga. Þrátt fyrir þetta man ég ekki eftir að fólk hafi mæðst yfir þessu. En nú er öldin önnur og guð forði okkur frá því að þurfa að hreyfa bílinn hvað þá að þurfa að leita að bílastæði niður í bæ þegar við þurfum að reka erindi í miðlægar þjónustustöðvar borgarinnar. Batnandi samgöngur gera það að verkum að auðveldara er að komast á milli staða. Þannig hafa stærri kjarnar eins og Kringlan og Smáralind tekið við af kaupmanninum á horninu, og kann hver að hafa sína skoðun á þessari þróun en svona er nútíminn. Talað hefur verið um að hverfavæðing borgarinnar sé í fararbroddi fyrir hverfavæðingu almennt og að ríkið muni fylgja í kjölfarið. Já mikið væri nú ljúft að þurfa ekki að "rekast" niður í bæ einu sinni á ári til að nöldra yfir álagningarseðlinum. Því segi ég: Hverfavæðum skattstofuna. Skattstofuna í Grímsbæ, já takk!!! Miðgarður í Grafarvogi er kominn til að vera. Í Grafarvogi búa um 18 þúsund manns og finnst mér sjálfsagt að þetta fólk fái þjónustu í sínu hverfi, ekki síst þar sem Grafarvogurinn er landfræðilega út úr kjarna borgarinnar. Ég veit hins vegar að miðlægar stofnanir í borginni hafa verið reknar með miklum sóma og verið í stöðugri framþróun undanfarin ár og áratugi. Í þeim hefur einnig átt sér stað ákveðin sérhæfing þar sem sálfræðingar skipta með sér verkum eftir eðli þeirra. Þetta verður nokkuð erfiðara ef hverfavæðing verður innleidd, því erfitt er að sérhæfa sig á stofnunum þar sem þjónusta þarf breiðari aldurshóp barna. Vegna þessa og margs annars finnst mér mikilvægt að staldra við áður en lengra er gengið í átt til hverfavæðingar.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun