Þverrandi drengskapur 28. júní 2004 00:01 Einar Sveinbjörnsson skrifar um forsetakosningarnar. Einn helsti\' túlkandi sjálfstæðismanna á stjórnmálalegum tíðindum segir hér í Fréttablaðinu, eftir að úrslit í forsetakjöri voru kunn, að Ólafur Ragnar Grímsson væri ekki forseti þjóðarinnar, heldur væri hann forseti vinstri manna í landinu. Þessi ummæli eru vitanlega með þvílíkum ólíkindum og eru í raun sambærileg við það að segja að forsætisráðherra sé forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins en ekki ríkisstjórnar Lýðveldisins Íslands. Málið er að Ólafur Ragnar hlaut afgerandi kosningu og það með atkvæðum allmargra annarra en þeirra sem flokkast undir vinstri villu Hannesar Hólmsteins. 68% fylgi við Ólaf Ragnar er ekki eingöngu komið frá skilgreindum vinstri mönnum heldur í verulegum mæli frá fjölmörgum stuðningsmönnum beggja ríkisstjórnarflokkanna, þar með þeim sem þetta ritar. Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna hafa með ummælum sínum ekki getað leynt vonbrigðum sínum með úrslitin og sérlega dapurlegt þótti mér að heyra í vinkonu minni Valgerði Sverrisdóttur á kosninganótt hálfpartinn finna að að kjöri Ólafs Ragnars og ýja að því að kosninginn væri lítt glæsileg, auðu atkvæði mörg o.s.frv. Sérstaklega í ljósi þess að Framsóknarflokkurinn hlaut í kjördæmi Valgerðar afar góða kosningu til Alþingis fyrir ári eða um þriðjung atkvæða, en í NA-kjördæmi fékk Ólafur Ragnar 75% allra atkvæða. Enginn þarf að segja mér annað en að sömu kjósendur Valgerðar hafi þar lagt þungt lóð á vogarskálarnar, sem og hefðbundnir kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Auðir seðlar og atkvæði greidd öðrum frambjóðendum voru mun færri en svo að þau endurspegli alla aðra en þá sem skilgreindir eru sem vinstri menn í landinu. Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og öðrum þeim sem agnúast út í forsetkjörið vil ég gefa eitt ráð. Sýnið þann drengskap að viðurkenna Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta Lýðveldisins. Það er nóg komið af átökum á sviði stjórnmála og stjórnskipunar þar sem hverjum og einum er ætlað að skipa sér á bás með "okkur þessum góðu" eða þá "hinum, vondu köllunum." Samfélagið er sem betur fer ekki svart/hvítt þar sem fólki er skipað í tvö lið. Liðin eru fleiri og liðsmennirnir vilja margir hverjir þvert á liðsheildir vinna saman að sætum sigrum fyrir land og þjóð. Forsetakjörið er staðreynd, virðum það og vinnum með þeirri stjórnskipun sem stjórnarskráin segir fyrir um. Ríkisstjórnin verður að viðurkenna forsetakjörið og þá má ekki gleyma stjórnarandstöðunni sem einnig þarf að læra að viðurkenna réttkjörna ríkisstjórn og þingmeirihluta hennar. Forseti, ríkisstjórn og stjórnarandstaða verða síðan að vinna sameiginlega og af drengskap í hvers annars garð. Átakasamfélagið sem illu heilli hefur verið að skjóta dýpri rótum upp á síðkastið hugnast mér alls ekki. Landsmenn eiga einfaldlega annað og betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson skrifar um forsetakosningarnar. Einn helsti\' túlkandi sjálfstæðismanna á stjórnmálalegum tíðindum segir hér í Fréttablaðinu, eftir að úrslit í forsetakjöri voru kunn, að Ólafur Ragnar Grímsson væri ekki forseti þjóðarinnar, heldur væri hann forseti vinstri manna í landinu. Þessi ummæli eru vitanlega með þvílíkum ólíkindum og eru í raun sambærileg við það að segja að forsætisráðherra sé forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins en ekki ríkisstjórnar Lýðveldisins Íslands. Málið er að Ólafur Ragnar hlaut afgerandi kosningu og það með atkvæðum allmargra annarra en þeirra sem flokkast undir vinstri villu Hannesar Hólmsteins. 68% fylgi við Ólaf Ragnar er ekki eingöngu komið frá skilgreindum vinstri mönnum heldur í verulegum mæli frá fjölmörgum stuðningsmönnum beggja ríkisstjórnarflokkanna, þar með þeim sem þetta ritar. Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna hafa með ummælum sínum ekki getað leynt vonbrigðum sínum með úrslitin og sérlega dapurlegt þótti mér að heyra í vinkonu minni Valgerði Sverrisdóttur á kosninganótt hálfpartinn finna að að kjöri Ólafs Ragnars og ýja að því að kosninginn væri lítt glæsileg, auðu atkvæði mörg o.s.frv. Sérstaklega í ljósi þess að Framsóknarflokkurinn hlaut í kjördæmi Valgerðar afar góða kosningu til Alþingis fyrir ári eða um þriðjung atkvæða, en í NA-kjördæmi fékk Ólafur Ragnar 75% allra atkvæða. Enginn þarf að segja mér annað en að sömu kjósendur Valgerðar hafi þar lagt þungt lóð á vogarskálarnar, sem og hefðbundnir kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Auðir seðlar og atkvæði greidd öðrum frambjóðendum voru mun færri en svo að þau endurspegli alla aðra en þá sem skilgreindir eru sem vinstri menn í landinu. Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og öðrum þeim sem agnúast út í forsetkjörið vil ég gefa eitt ráð. Sýnið þann drengskap að viðurkenna Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta Lýðveldisins. Það er nóg komið af átökum á sviði stjórnmála og stjórnskipunar þar sem hverjum og einum er ætlað að skipa sér á bás með "okkur þessum góðu" eða þá "hinum, vondu köllunum." Samfélagið er sem betur fer ekki svart/hvítt þar sem fólki er skipað í tvö lið. Liðin eru fleiri og liðsmennirnir vilja margir hverjir þvert á liðsheildir vinna saman að sætum sigrum fyrir land og þjóð. Forsetakjörið er staðreynd, virðum það og vinnum með þeirri stjórnskipun sem stjórnarskráin segir fyrir um. Ríkisstjórnin verður að viðurkenna forsetakjörið og þá má ekki gleyma stjórnarandstöðunni sem einnig þarf að læra að viðurkenna réttkjörna ríkisstjórn og þingmeirihluta hennar. Forseti, ríkisstjórn og stjórnarandstaða verða síðan að vinna sameiginlega og af drengskap í hvers annars garð. Átakasamfélagið sem illu heilli hefur verið að skjóta dýpri rótum upp á síðkastið hugnast mér alls ekki. Landsmenn eiga einfaldlega annað og betra skilið.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar