Þverrandi drengskapur 28. júní 2004 00:01 Einar Sveinbjörnsson skrifar um forsetakosningarnar. Einn helsti\' túlkandi sjálfstæðismanna á stjórnmálalegum tíðindum segir hér í Fréttablaðinu, eftir að úrslit í forsetakjöri voru kunn, að Ólafur Ragnar Grímsson væri ekki forseti þjóðarinnar, heldur væri hann forseti vinstri manna í landinu. Þessi ummæli eru vitanlega með þvílíkum ólíkindum og eru í raun sambærileg við það að segja að forsætisráðherra sé forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins en ekki ríkisstjórnar Lýðveldisins Íslands. Málið er að Ólafur Ragnar hlaut afgerandi kosningu og það með atkvæðum allmargra annarra en þeirra sem flokkast undir vinstri villu Hannesar Hólmsteins. 68% fylgi við Ólaf Ragnar er ekki eingöngu komið frá skilgreindum vinstri mönnum heldur í verulegum mæli frá fjölmörgum stuðningsmönnum beggja ríkisstjórnarflokkanna, þar með þeim sem þetta ritar. Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna hafa með ummælum sínum ekki getað leynt vonbrigðum sínum með úrslitin og sérlega dapurlegt þótti mér að heyra í vinkonu minni Valgerði Sverrisdóttur á kosninganótt hálfpartinn finna að að kjöri Ólafs Ragnars og ýja að því að kosninginn væri lítt glæsileg, auðu atkvæði mörg o.s.frv. Sérstaklega í ljósi þess að Framsóknarflokkurinn hlaut í kjördæmi Valgerðar afar góða kosningu til Alþingis fyrir ári eða um þriðjung atkvæða, en í NA-kjördæmi fékk Ólafur Ragnar 75% allra atkvæða. Enginn þarf að segja mér annað en að sömu kjósendur Valgerðar hafi þar lagt þungt lóð á vogarskálarnar, sem og hefðbundnir kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Auðir seðlar og atkvæði greidd öðrum frambjóðendum voru mun færri en svo að þau endurspegli alla aðra en þá sem skilgreindir eru sem vinstri menn í landinu. Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og öðrum þeim sem agnúast út í forsetkjörið vil ég gefa eitt ráð. Sýnið þann drengskap að viðurkenna Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta Lýðveldisins. Það er nóg komið af átökum á sviði stjórnmála og stjórnskipunar þar sem hverjum og einum er ætlað að skipa sér á bás með "okkur þessum góðu" eða þá "hinum, vondu köllunum." Samfélagið er sem betur fer ekki svart/hvítt þar sem fólki er skipað í tvö lið. Liðin eru fleiri og liðsmennirnir vilja margir hverjir þvert á liðsheildir vinna saman að sætum sigrum fyrir land og þjóð. Forsetakjörið er staðreynd, virðum það og vinnum með þeirri stjórnskipun sem stjórnarskráin segir fyrir um. Ríkisstjórnin verður að viðurkenna forsetakjörið og þá má ekki gleyma stjórnarandstöðunni sem einnig þarf að læra að viðurkenna réttkjörna ríkisstjórn og þingmeirihluta hennar. Forseti, ríkisstjórn og stjórnarandstaða verða síðan að vinna sameiginlega og af drengskap í hvers annars garð. Átakasamfélagið sem illu heilli hefur verið að skjóta dýpri rótum upp á síðkastið hugnast mér alls ekki. Landsmenn eiga einfaldlega annað og betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson skrifar um forsetakosningarnar. Einn helsti\' túlkandi sjálfstæðismanna á stjórnmálalegum tíðindum segir hér í Fréttablaðinu, eftir að úrslit í forsetakjöri voru kunn, að Ólafur Ragnar Grímsson væri ekki forseti þjóðarinnar, heldur væri hann forseti vinstri manna í landinu. Þessi ummæli eru vitanlega með þvílíkum ólíkindum og eru í raun sambærileg við það að segja að forsætisráðherra sé forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins en ekki ríkisstjórnar Lýðveldisins Íslands. Málið er að Ólafur Ragnar hlaut afgerandi kosningu og það með atkvæðum allmargra annarra en þeirra sem flokkast undir vinstri villu Hannesar Hólmsteins. 68% fylgi við Ólaf Ragnar er ekki eingöngu komið frá skilgreindum vinstri mönnum heldur í verulegum mæli frá fjölmörgum stuðningsmönnum beggja ríkisstjórnarflokkanna, þar með þeim sem þetta ritar. Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna hafa með ummælum sínum ekki getað leynt vonbrigðum sínum með úrslitin og sérlega dapurlegt þótti mér að heyra í vinkonu minni Valgerði Sverrisdóttur á kosninganótt hálfpartinn finna að að kjöri Ólafs Ragnars og ýja að því að kosninginn væri lítt glæsileg, auðu atkvæði mörg o.s.frv. Sérstaklega í ljósi þess að Framsóknarflokkurinn hlaut í kjördæmi Valgerðar afar góða kosningu til Alþingis fyrir ári eða um þriðjung atkvæða, en í NA-kjördæmi fékk Ólafur Ragnar 75% allra atkvæða. Enginn þarf að segja mér annað en að sömu kjósendur Valgerðar hafi þar lagt þungt lóð á vogarskálarnar, sem og hefðbundnir kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Auðir seðlar og atkvæði greidd öðrum frambjóðendum voru mun færri en svo að þau endurspegli alla aðra en þá sem skilgreindir eru sem vinstri menn í landinu. Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og öðrum þeim sem agnúast út í forsetkjörið vil ég gefa eitt ráð. Sýnið þann drengskap að viðurkenna Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta Lýðveldisins. Það er nóg komið af átökum á sviði stjórnmála og stjórnskipunar þar sem hverjum og einum er ætlað að skipa sér á bás með "okkur þessum góðu" eða þá "hinum, vondu köllunum." Samfélagið er sem betur fer ekki svart/hvítt þar sem fólki er skipað í tvö lið. Liðin eru fleiri og liðsmennirnir vilja margir hverjir þvert á liðsheildir vinna saman að sætum sigrum fyrir land og þjóð. Forsetakjörið er staðreynd, virðum það og vinnum með þeirri stjórnskipun sem stjórnarskráin segir fyrir um. Ríkisstjórnin verður að viðurkenna forsetakjörið og þá má ekki gleyma stjórnarandstöðunni sem einnig þarf að læra að viðurkenna réttkjörna ríkisstjórn og þingmeirihluta hennar. Forseti, ríkisstjórn og stjórnarandstaða verða síðan að vinna sameiginlega og af drengskap í hvers annars garð. Átakasamfélagið sem illu heilli hefur verið að skjóta dýpri rótum upp á síðkastið hugnast mér alls ekki. Landsmenn eiga einfaldlega annað og betra skilið.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar