Stóru orðin 26. júní 2004 00:01 Björn Þór Sigbjörnsson pælir í orðum og athöfnum stjórnmálamanna „Sjálfstæðisflokkurinn setur menntun í öndvegi. Undir forystu hans hefur menntakerfið tekið stórstígum framförum með heildstæðri löggjöf, auknum fjárveitingum til málaflokksins, bættum kjörum, aðbúnaði og aukinni menntun kennara. Í allri menntun eru einstaklingar að fjárfesta í framtíð sinni. Menntunarstig þjóðarinnar ræður miklu um velferð og hagvöxt í harðri alþjóðlegri samkeppni. Landsfundur vill að menntakerfið veiti okkur forskot til framtíðar, treysti mannlíf, byggð og atvinnulíf.“ Úr ályktun um skóla- og fræðslumál á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. „Öflög menntun - forsenda framfara. Menntun fyrir alla, óháð efnahag, búsetu og stöðu.“ Úr stefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar. Meðal helstu markmiða ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á kjörtímabilinu er að „tryggja öllum jöfn tækifæri til náms, án tillits til búsetu og efnahags.“ Úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Já, þeir eru ekki sparir á stóru orðin stjórnmálamennirnir þegar þeir þurfa að gera sig gildandi. „Menntun í öndvegi,“ það var aldeilis. „Öflug menntun er forsenda framfara,“ ekkert minna. Þessi fögru orð eru rifjuð upp vegna nokkurra frétta sem sagðar hafa verið síðustu daga. Ein fjallaði um þá staðreynd að framhaldsskólarnir þurftu að neita nokkur hundruð unglingum um skólavist þar sem ekki voru til nægir peningar til að sjá þeim fyrir kennslu. Í annarri var greint frá því að Kennaraháskóli Íslands þyrfti að vísa frá tæplega eitt þúsund umsækjendum um skólasókn. Í þeirri þriðju var enn og aftur fjallað um fjárhagsvanda Háskóla Íslands og hvort leggja beri skólagjöld á nemendur á þeim bæ. Það verður að segjast alveg eins og er að hástemmdar yfirlýsingar stjórnmálamanna um gildi menntunar virka eins og hvert annað hjóm þegar á reynir. Eða hvernig á annars að túlka ástand á borð við það sem kom upp í framhaldsskólunum? Meginorsök vandans var hve stór árgangurinn væri. Halló! Þeir fæddust ekki í gær, krakkarnir sem luku grunnskólanum í vor. Þeir fæddust árið 1988 - fyrir 16 árum - þá strax var vitað að árgangurinn væri fjölmennur og stjórnmálamönnum í lófa lagið að gera viðeigandi ráðstafanir í tæka tíð í stað þess að bjarga málum fyrir horn á síðustu stundu. Og hafi þeir ekki haft rænu á því þegar börnin voru að vaxa úr grasi gátu þeir allavega gripið í taumana í haust þegar athygli þeirra á málinu var vakin. En gerðu þeir eitthvað? Neibb. Stjórnvöld verða að standa sig talsvert betur svo að orð á borð við „menntun í öndvegi“ og „öflug menntun er forsenda framfara“ hljóti einhverja merkingu. Vera má að við sem stöndum utan við stjórnmálin séum asnar en við erum ekki algjörir asnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Björn Þór Sigbjörnsson pælir í orðum og athöfnum stjórnmálamanna „Sjálfstæðisflokkurinn setur menntun í öndvegi. Undir forystu hans hefur menntakerfið tekið stórstígum framförum með heildstæðri löggjöf, auknum fjárveitingum til málaflokksins, bættum kjörum, aðbúnaði og aukinni menntun kennara. Í allri menntun eru einstaklingar að fjárfesta í framtíð sinni. Menntunarstig þjóðarinnar ræður miklu um velferð og hagvöxt í harðri alþjóðlegri samkeppni. Landsfundur vill að menntakerfið veiti okkur forskot til framtíðar, treysti mannlíf, byggð og atvinnulíf.“ Úr ályktun um skóla- og fræðslumál á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. „Öflög menntun - forsenda framfara. Menntun fyrir alla, óháð efnahag, búsetu og stöðu.“ Úr stefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar. Meðal helstu markmiða ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á kjörtímabilinu er að „tryggja öllum jöfn tækifæri til náms, án tillits til búsetu og efnahags.“ Úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Já, þeir eru ekki sparir á stóru orðin stjórnmálamennirnir þegar þeir þurfa að gera sig gildandi. „Menntun í öndvegi,“ það var aldeilis. „Öflug menntun er forsenda framfara,“ ekkert minna. Þessi fögru orð eru rifjuð upp vegna nokkurra frétta sem sagðar hafa verið síðustu daga. Ein fjallaði um þá staðreynd að framhaldsskólarnir þurftu að neita nokkur hundruð unglingum um skólavist þar sem ekki voru til nægir peningar til að sjá þeim fyrir kennslu. Í annarri var greint frá því að Kennaraháskóli Íslands þyrfti að vísa frá tæplega eitt þúsund umsækjendum um skólasókn. Í þeirri þriðju var enn og aftur fjallað um fjárhagsvanda Háskóla Íslands og hvort leggja beri skólagjöld á nemendur á þeim bæ. Það verður að segjast alveg eins og er að hástemmdar yfirlýsingar stjórnmálamanna um gildi menntunar virka eins og hvert annað hjóm þegar á reynir. Eða hvernig á annars að túlka ástand á borð við það sem kom upp í framhaldsskólunum? Meginorsök vandans var hve stór árgangurinn væri. Halló! Þeir fæddust ekki í gær, krakkarnir sem luku grunnskólanum í vor. Þeir fæddust árið 1988 - fyrir 16 árum - þá strax var vitað að árgangurinn væri fjölmennur og stjórnmálamönnum í lófa lagið að gera viðeigandi ráðstafanir í tæka tíð í stað þess að bjarga málum fyrir horn á síðustu stundu. Og hafi þeir ekki haft rænu á því þegar börnin voru að vaxa úr grasi gátu þeir allavega gripið í taumana í haust þegar athygli þeirra á málinu var vakin. En gerðu þeir eitthvað? Neibb. Stjórnvöld verða að standa sig talsvert betur svo að orð á borð við „menntun í öndvegi“ og „öflug menntun er forsenda framfara“ hljóti einhverja merkingu. Vera má að við sem stöndum utan við stjórnmálin séum asnar en við erum ekki algjörir asnar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun