Stóru orðin 26. júní 2004 00:01 Björn Þór Sigbjörnsson pælir í orðum og athöfnum stjórnmálamanna „Sjálfstæðisflokkurinn setur menntun í öndvegi. Undir forystu hans hefur menntakerfið tekið stórstígum framförum með heildstæðri löggjöf, auknum fjárveitingum til málaflokksins, bættum kjörum, aðbúnaði og aukinni menntun kennara. Í allri menntun eru einstaklingar að fjárfesta í framtíð sinni. Menntunarstig þjóðarinnar ræður miklu um velferð og hagvöxt í harðri alþjóðlegri samkeppni. Landsfundur vill að menntakerfið veiti okkur forskot til framtíðar, treysti mannlíf, byggð og atvinnulíf.“ Úr ályktun um skóla- og fræðslumál á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. „Öflög menntun - forsenda framfara. Menntun fyrir alla, óháð efnahag, búsetu og stöðu.“ Úr stefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar. Meðal helstu markmiða ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á kjörtímabilinu er að „tryggja öllum jöfn tækifæri til náms, án tillits til búsetu og efnahags.“ Úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Já, þeir eru ekki sparir á stóru orðin stjórnmálamennirnir þegar þeir þurfa að gera sig gildandi. „Menntun í öndvegi,“ það var aldeilis. „Öflug menntun er forsenda framfara,“ ekkert minna. Þessi fögru orð eru rifjuð upp vegna nokkurra frétta sem sagðar hafa verið síðustu daga. Ein fjallaði um þá staðreynd að framhaldsskólarnir þurftu að neita nokkur hundruð unglingum um skólavist þar sem ekki voru til nægir peningar til að sjá þeim fyrir kennslu. Í annarri var greint frá því að Kennaraháskóli Íslands þyrfti að vísa frá tæplega eitt þúsund umsækjendum um skólasókn. Í þeirri þriðju var enn og aftur fjallað um fjárhagsvanda Háskóla Íslands og hvort leggja beri skólagjöld á nemendur á þeim bæ. Það verður að segjast alveg eins og er að hástemmdar yfirlýsingar stjórnmálamanna um gildi menntunar virka eins og hvert annað hjóm þegar á reynir. Eða hvernig á annars að túlka ástand á borð við það sem kom upp í framhaldsskólunum? Meginorsök vandans var hve stór árgangurinn væri. Halló! Þeir fæddust ekki í gær, krakkarnir sem luku grunnskólanum í vor. Þeir fæddust árið 1988 - fyrir 16 árum - þá strax var vitað að árgangurinn væri fjölmennur og stjórnmálamönnum í lófa lagið að gera viðeigandi ráðstafanir í tæka tíð í stað þess að bjarga málum fyrir horn á síðustu stundu. Og hafi þeir ekki haft rænu á því þegar börnin voru að vaxa úr grasi gátu þeir allavega gripið í taumana í haust þegar athygli þeirra á málinu var vakin. En gerðu þeir eitthvað? Neibb. Stjórnvöld verða að standa sig talsvert betur svo að orð á borð við „menntun í öndvegi“ og „öflug menntun er forsenda framfara“ hljóti einhverja merkingu. Vera má að við sem stöndum utan við stjórnmálin séum asnar en við erum ekki algjörir asnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Björn Þór Sigbjörnsson pælir í orðum og athöfnum stjórnmálamanna „Sjálfstæðisflokkurinn setur menntun í öndvegi. Undir forystu hans hefur menntakerfið tekið stórstígum framförum með heildstæðri löggjöf, auknum fjárveitingum til málaflokksins, bættum kjörum, aðbúnaði og aukinni menntun kennara. Í allri menntun eru einstaklingar að fjárfesta í framtíð sinni. Menntunarstig þjóðarinnar ræður miklu um velferð og hagvöxt í harðri alþjóðlegri samkeppni. Landsfundur vill að menntakerfið veiti okkur forskot til framtíðar, treysti mannlíf, byggð og atvinnulíf.“ Úr ályktun um skóla- og fræðslumál á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. „Öflög menntun - forsenda framfara. Menntun fyrir alla, óháð efnahag, búsetu og stöðu.“ Úr stefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar. Meðal helstu markmiða ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á kjörtímabilinu er að „tryggja öllum jöfn tækifæri til náms, án tillits til búsetu og efnahags.“ Úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Já, þeir eru ekki sparir á stóru orðin stjórnmálamennirnir þegar þeir þurfa að gera sig gildandi. „Menntun í öndvegi,“ það var aldeilis. „Öflug menntun er forsenda framfara,“ ekkert minna. Þessi fögru orð eru rifjuð upp vegna nokkurra frétta sem sagðar hafa verið síðustu daga. Ein fjallaði um þá staðreynd að framhaldsskólarnir þurftu að neita nokkur hundruð unglingum um skólavist þar sem ekki voru til nægir peningar til að sjá þeim fyrir kennslu. Í annarri var greint frá því að Kennaraháskóli Íslands þyrfti að vísa frá tæplega eitt þúsund umsækjendum um skólasókn. Í þeirri þriðju var enn og aftur fjallað um fjárhagsvanda Háskóla Íslands og hvort leggja beri skólagjöld á nemendur á þeim bæ. Það verður að segjast alveg eins og er að hástemmdar yfirlýsingar stjórnmálamanna um gildi menntunar virka eins og hvert annað hjóm þegar á reynir. Eða hvernig á annars að túlka ástand á borð við það sem kom upp í framhaldsskólunum? Meginorsök vandans var hve stór árgangurinn væri. Halló! Þeir fæddust ekki í gær, krakkarnir sem luku grunnskólanum í vor. Þeir fæddust árið 1988 - fyrir 16 árum - þá strax var vitað að árgangurinn væri fjölmennur og stjórnmálamönnum í lófa lagið að gera viðeigandi ráðstafanir í tæka tíð í stað þess að bjarga málum fyrir horn á síðustu stundu. Og hafi þeir ekki haft rænu á því þegar börnin voru að vaxa úr grasi gátu þeir allavega gripið í taumana í haust þegar athygli þeirra á málinu var vakin. En gerðu þeir eitthvað? Neibb. Stjórnvöld verða að standa sig talsvert betur svo að orð á borð við „menntun í öndvegi“ og „öflug menntun er forsenda framfara“ hljóti einhverja merkingu. Vera má að við sem stöndum utan við stjórnmálin séum asnar en við erum ekki algjörir asnar.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar