Opinber þjónusta Dagur B. Eggertsson skrifar 26. júní 2004 00:01 Opinber þjónusta - Dagur B. Eggertsson skrifar um þjónustu borgarinnar Borgarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum fyrir sumarfrí gagngerar endurbætur á þjónustu Reykjavíkurborgar. Undirbúningur málsins hefur staðið í hálft annað ár og byggist stefnumörkunin á niðurstöðum alþjóðlegra kannana, innlendum og erlendum rannsóknum auk ítarlegrar umræðu og samráðs starfsfólks, nefnda og ráða Reykjavíkurborgar.Endurskipulagning þjónustunnar tengist einu stærsta verkefni sem öll stjórnvöld standa frammi fyrir: að bæta þjónustu við íbúa og atvinnulíf án þess að auka kostnað. Sinna vaxandi kröfum um málshraða, stuðning og þjónustu án þess að hækka skatta. Lykillinn að því er að nýta kosti nýrrar tækni við upplýsingamiðlun og málsmeðferð, læra af umbótaverkefnum í opinberri þjónustu, hvar sem fyrirmyndarverkefni er að finna, og síðast en ekki síst að forðast kreddur og hjólför gamla tímans.Umbæturnar í borginni sem sýnilegar verða íbúum á næsta ári byggja á þremur stoðum: stofnun þjónustumiðstöðva í hverfum, símavers með öflugri upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu og rafvæðingu umsóknarferla á vefnum. Í þjónustukönnun sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg síðast liðið haust kemur fram að níu af hverjum tíu Reykvíkingum styðja hvert þessara þriggja stefnumiða.Með stofnun fimm þjónustumiðstöðva á að opna Reykvíkingum aðgang að þjónustu borgarinnar eins nærri þeirra heimavelli og kostur er. Ekki á lengur að þurfa að rekast á milli staða og stofnana heldur á að vera hægt að nálgast allt á einum stað. Og helst í einni heimsókn. Á þjónustumiðstöð ættu íbúar þannig að geta leitað með öll erindi, fengið upplýsingar og leiðbeiningar auk þess að sækja þjónustu og ráðgjöf sem lítur að daglegu lífi.Með þessari endurskipulagningu vilja borgaryfirvöld einnig verða betri samstarfsaðili lögreglu og ýmissa þjónustustofnana ríkisins sem ættu raunar einnig að geta veitt þjónustu sína í gegnum hverfamiðstöðvar borgarinnar. Reynslan af tilraunaverkefnum í þeim efnum, einsog Miðgarður í Grafarvogi er dæmi um, hafa ótvírætt sannað gildi sitt. Hvergi er viðbragðstími styttri. Hvergi finnst íbúum þeir öruggari.Síðast en ekki síst getur endurskipulagning þjónustu í hverfum eflt samstarf við fjölskyldur og frjáls félagasamtök. Þetta er gríðarlega mikilvægt því sá félagsauður sem í samtökum íbúa felst hefur sýnt sig að hafa meiri áhrif á árangur velferðarþjónustu en flest annað. Skipulag þjónustunnar verður því að styðja við hverfin. Í því er framtíðin falin. Nýja Reykjavík á að tryggja greiðan aðgang að upplýsingum og íbúalýðræði, netlausnum og nærþjónstu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Opinber þjónusta - Dagur B. Eggertsson skrifar um þjónustu borgarinnar Borgarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum fyrir sumarfrí gagngerar endurbætur á þjónustu Reykjavíkurborgar. Undirbúningur málsins hefur staðið í hálft annað ár og byggist stefnumörkunin á niðurstöðum alþjóðlegra kannana, innlendum og erlendum rannsóknum auk ítarlegrar umræðu og samráðs starfsfólks, nefnda og ráða Reykjavíkurborgar.Endurskipulagning þjónustunnar tengist einu stærsta verkefni sem öll stjórnvöld standa frammi fyrir: að bæta þjónustu við íbúa og atvinnulíf án þess að auka kostnað. Sinna vaxandi kröfum um málshraða, stuðning og þjónustu án þess að hækka skatta. Lykillinn að því er að nýta kosti nýrrar tækni við upplýsingamiðlun og málsmeðferð, læra af umbótaverkefnum í opinberri þjónustu, hvar sem fyrirmyndarverkefni er að finna, og síðast en ekki síst að forðast kreddur og hjólför gamla tímans.Umbæturnar í borginni sem sýnilegar verða íbúum á næsta ári byggja á þremur stoðum: stofnun þjónustumiðstöðva í hverfum, símavers með öflugri upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu og rafvæðingu umsóknarferla á vefnum. Í þjónustukönnun sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg síðast liðið haust kemur fram að níu af hverjum tíu Reykvíkingum styðja hvert þessara þriggja stefnumiða.Með stofnun fimm þjónustumiðstöðva á að opna Reykvíkingum aðgang að þjónustu borgarinnar eins nærri þeirra heimavelli og kostur er. Ekki á lengur að þurfa að rekast á milli staða og stofnana heldur á að vera hægt að nálgast allt á einum stað. Og helst í einni heimsókn. Á þjónustumiðstöð ættu íbúar þannig að geta leitað með öll erindi, fengið upplýsingar og leiðbeiningar auk þess að sækja þjónustu og ráðgjöf sem lítur að daglegu lífi.Með þessari endurskipulagningu vilja borgaryfirvöld einnig verða betri samstarfsaðili lögreglu og ýmissa þjónustustofnana ríkisins sem ættu raunar einnig að geta veitt þjónustu sína í gegnum hverfamiðstöðvar borgarinnar. Reynslan af tilraunaverkefnum í þeim efnum, einsog Miðgarður í Grafarvogi er dæmi um, hafa ótvírætt sannað gildi sitt. Hvergi er viðbragðstími styttri. Hvergi finnst íbúum þeir öruggari.Síðast en ekki síst getur endurskipulagning þjónustu í hverfum eflt samstarf við fjölskyldur og frjáls félagasamtök. Þetta er gríðarlega mikilvægt því sá félagsauður sem í samtökum íbúa felst hefur sýnt sig að hafa meiri áhrif á árangur velferðarþjónustu en flest annað. Skipulag þjónustunnar verður því að styðja við hverfin. Í því er framtíðin falin. Nýja Reykjavík á að tryggja greiðan aðgang að upplýsingum og íbúalýðræði, netlausnum og nærþjónstu.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun