Vaskur eða tekjuskattur? 22. júní 2004 00:01 Í umræðu um hugsanlegar skattalækkanir ríkisstjórnarinnar hefur hvort tveggja verið nefnt, lækkun tekjuskatts einstaklinga eða lækkun virðisaukaskatts. Því er ekki úr vegi að skoða hver áhrifin eru af hvorri aðgerð um sig á okkur skattgreiðendur. Áður hef ég reyndar rætt að ríkisstjórnin eigi alls ekki að leggja út í skattalækkanir á þessum tíma nema draga enn meira úr útgjöldum. Mest hefur verið rætt um lækkun á hinu almenna skattþrepi tekjuskatts einstaklinga sem nú er 25,75%. Í staðgreiðslu bætist við 12,83% útsvar sem rennur til sveitarfélaga. Væri tekjuskattshlutfallið lækkað myndi það hafa þau áhrif að ráðstöfunartekjur þeirra einstaklinga sem greiða tekjuskatt myndu óneitanlega hækka og bæta þar með afkomu þeirra. Lækkunin myndi væntanlega einnig lækka verð á ýmissi þjónustu og þar með hafa áhrif til lækkunar verðbólgu. Staðreyndin er hins vegar sú að innan við helmingur framteljenda greiðir einhvern tekjuskatt. Því myndi lækkun á skatthlutfalli tekjuskatts ekki nýtast nema hluta framteljenda og síst þeim sem hafa hvað lægstar tekjur. Önnur leið væri að hækka frádráttarliðina og vil ég þar nefna persónuafsláttinn. Persónuafsláttur er nú 27.496 krónur á mánuði sem þýðir að skattleysismörkin eru 71.270 krónur á mánuði. Hækkun á persónuafslætti myndi nýtast mun fleiri einstaklingum en lækkun almenna skattþrepsins og nýtast best þeim sem eru með tekjur nálægt núverandi skattleysismörkum. Lækkun virðisaukaskatts myndi aftur á móti nýtast öllum. Það myndi leiða til lægra vöruverðs, svo framarlega sem samkeppni er næg, og lækka framfærslukostnað heimilanna. Spurningin er þá hvernig lækkunin myndi skiptast á milli skattþrepa. Almenna skattþrepið er sem kunnugt er 24,5%. Í lægra skattþrepinu, sem er 14%, eru matvörur, afnotagjöld útvarps, gisting, blöð, tímarit og bækur auk rafmagns og kostnaðar við húshitun. Samkvæmt vísitölu neysluverðs bera um 20% af útgjöldum meðalheimilis 14% virðisaukaskatt. Því myndi lækkun almenna þrepsins nýtast meðalheimilinu betur, en ef skattalækkunin ætti að nýtast hinum tekjulægstu ætti hún að beinast að lægra skattþrepinu, en þar eru matvælin. Hvaða leið er líklegt að ríkisstjórnin velji? Ef valið stendur á milli lækkunar tekjuskattshlutfalls og virðisaukaskattshlutfalls, þá er ljóst að fleiri myndu njóta góðs af lækkun virðisaukaskatts. Frá sjónarhóli ríkisins er vænlegra að lækka tekjuskattinn, því hægt er að lækka hann um mun fleiri prósentustig en virðisaukaskattinn fyrir sömu upphæð. Sé ríkisstjórninni hins vegar annt um hagstjórn myndi hún fresta skattalækkunum til að draga úr þenslu, sem kemur öllum vel þegar til lengdar lætur, og undirbúa skattalækkanir þegar verr árar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í umræðu um hugsanlegar skattalækkanir ríkisstjórnarinnar hefur hvort tveggja verið nefnt, lækkun tekjuskatts einstaklinga eða lækkun virðisaukaskatts. Því er ekki úr vegi að skoða hver áhrifin eru af hvorri aðgerð um sig á okkur skattgreiðendur. Áður hef ég reyndar rætt að ríkisstjórnin eigi alls ekki að leggja út í skattalækkanir á þessum tíma nema draga enn meira úr útgjöldum. Mest hefur verið rætt um lækkun á hinu almenna skattþrepi tekjuskatts einstaklinga sem nú er 25,75%. Í staðgreiðslu bætist við 12,83% útsvar sem rennur til sveitarfélaga. Væri tekjuskattshlutfallið lækkað myndi það hafa þau áhrif að ráðstöfunartekjur þeirra einstaklinga sem greiða tekjuskatt myndu óneitanlega hækka og bæta þar með afkomu þeirra. Lækkunin myndi væntanlega einnig lækka verð á ýmissi þjónustu og þar með hafa áhrif til lækkunar verðbólgu. Staðreyndin er hins vegar sú að innan við helmingur framteljenda greiðir einhvern tekjuskatt. Því myndi lækkun á skatthlutfalli tekjuskatts ekki nýtast nema hluta framteljenda og síst þeim sem hafa hvað lægstar tekjur. Önnur leið væri að hækka frádráttarliðina og vil ég þar nefna persónuafsláttinn. Persónuafsláttur er nú 27.496 krónur á mánuði sem þýðir að skattleysismörkin eru 71.270 krónur á mánuði. Hækkun á persónuafslætti myndi nýtast mun fleiri einstaklingum en lækkun almenna skattþrepsins og nýtast best þeim sem eru með tekjur nálægt núverandi skattleysismörkum. Lækkun virðisaukaskatts myndi aftur á móti nýtast öllum. Það myndi leiða til lægra vöruverðs, svo framarlega sem samkeppni er næg, og lækka framfærslukostnað heimilanna. Spurningin er þá hvernig lækkunin myndi skiptast á milli skattþrepa. Almenna skattþrepið er sem kunnugt er 24,5%. Í lægra skattþrepinu, sem er 14%, eru matvörur, afnotagjöld útvarps, gisting, blöð, tímarit og bækur auk rafmagns og kostnaðar við húshitun. Samkvæmt vísitölu neysluverðs bera um 20% af útgjöldum meðalheimilis 14% virðisaukaskatt. Því myndi lækkun almenna þrepsins nýtast meðalheimilinu betur, en ef skattalækkunin ætti að nýtast hinum tekjulægstu ætti hún að beinast að lægra skattþrepinu, en þar eru matvælin. Hvaða leið er líklegt að ríkisstjórnin velji? Ef valið stendur á milli lækkunar tekjuskattshlutfalls og virðisaukaskattshlutfalls, þá er ljóst að fleiri myndu njóta góðs af lækkun virðisaukaskatts. Frá sjónarhóli ríkisins er vænlegra að lækka tekjuskattinn, því hægt er að lækka hann um mun fleiri prósentustig en virðisaukaskattinn fyrir sömu upphæð. Sé ríkisstjórninni hins vegar annt um hagstjórn myndi hún fresta skattalækkunum til að draga úr þenslu, sem kemur öllum vel þegar til lengdar lætur, og undirbúa skattalækkanir þegar verr árar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun