Baldur á Bessastaði! 21. júní 2004 00:01 Forsetakosningarnar - Hrafnhildur Proppé Lengi vel leit út fyrir að við væntanlegar forsetakosningar væru ekki margir raunhæfir kostir í boði. Ég er því mjög ánægð með framboð Baldurs Ágústssonar og fagna því, að aðili sem ekki tengist neinum stjórnmálaflokki skuli hafa ákveðið að bjóða sig fram til embættisins. Ég hef alltaf haft þá trú, að á stóli forseta Íslands eigi að vera hlutlaus aðili, ópólitískur, sem geti verið sameiningartákn þjóðarinnar og allir geti flykkt sér um, en þannig finnst mér það ekki hafa verið undanfarin ár. Eins og málum hefur verið háttað virðist mér sem eilífir árekstrar hafi verið milli forseta og ríkisstjórnar, og kann ég því afar illa. Ég er viss um að ef á Bessastöðum hefði setið ópólitískur aðili undanfarin ár, væri ekki búin að vera slík spenna milli forseta og ríkisstjórnar sem raun ber vitni. Mér finnst með atburðum undanfarinna daga koma berlega í ljós, hve illa það þjónar hagsmunum okkar landsmanna að hafa fyrrverandi stjórnmálamann í embætti forseta Íslands. Að mínu mati hefur t.d. oft verið meiri ástæða til að nota neitunarvald forsetans en núna. Ég nefni sem dæmi öryrkjamálið, Kárahnjúkavirkjun og þátttöku okkar í Schengen-samstarfinu. Þegar lýðveldið Ísland var stofnað 1944, var ákveðið að þjóðhöfðingi landsins væri forseti, þannig að allir hefðu sömu möguleika og leyfi til að bjóða sig fram til embættisins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Með framboði Baldurs Ágústssonar til embættis forseta Íslands er kominn fram raunverulegur valkostur fyrir þá sem vilja mann, sem ekki er tengdur stjórnmálum og hefur aldrei verið. Baldur er einlægur, traustur og mannlegur og vill hefja forsetaembættið aftur til aukinnar virðingar, sem honum hefur þótt skorta þó nokkuð á undanfarin ár og er ég sammála honum um það. Baldur kostar sína kosningabaráttu sjálfur og er því öllum óháður. Það er kominn tími til breytinga. - Baldur á Bessastaði! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Forsetakosningarnar - Hrafnhildur Proppé Lengi vel leit út fyrir að við væntanlegar forsetakosningar væru ekki margir raunhæfir kostir í boði. Ég er því mjög ánægð með framboð Baldurs Ágústssonar og fagna því, að aðili sem ekki tengist neinum stjórnmálaflokki skuli hafa ákveðið að bjóða sig fram til embættisins. Ég hef alltaf haft þá trú, að á stóli forseta Íslands eigi að vera hlutlaus aðili, ópólitískur, sem geti verið sameiningartákn þjóðarinnar og allir geti flykkt sér um, en þannig finnst mér það ekki hafa verið undanfarin ár. Eins og málum hefur verið háttað virðist mér sem eilífir árekstrar hafi verið milli forseta og ríkisstjórnar, og kann ég því afar illa. Ég er viss um að ef á Bessastöðum hefði setið ópólitískur aðili undanfarin ár, væri ekki búin að vera slík spenna milli forseta og ríkisstjórnar sem raun ber vitni. Mér finnst með atburðum undanfarinna daga koma berlega í ljós, hve illa það þjónar hagsmunum okkar landsmanna að hafa fyrrverandi stjórnmálamann í embætti forseta Íslands. Að mínu mati hefur t.d. oft verið meiri ástæða til að nota neitunarvald forsetans en núna. Ég nefni sem dæmi öryrkjamálið, Kárahnjúkavirkjun og þátttöku okkar í Schengen-samstarfinu. Þegar lýðveldið Ísland var stofnað 1944, var ákveðið að þjóðhöfðingi landsins væri forseti, þannig að allir hefðu sömu möguleika og leyfi til að bjóða sig fram til embættisins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Með framboði Baldurs Ágústssonar til embættis forseta Íslands er kominn fram raunverulegur valkostur fyrir þá sem vilja mann, sem ekki er tengdur stjórnmálum og hefur aldrei verið. Baldur er einlægur, traustur og mannlegur og vill hefja forsetaembættið aftur til aukinnar virðingar, sem honum hefur þótt skorta þó nokkuð á undanfarin ár og er ég sammála honum um það. Baldur kostar sína kosningabaráttu sjálfur og er því öllum óháður. Það er kominn tími til breytinga. - Baldur á Bessastaði!
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar