Baldur á Bessastaði! 21. júní 2004 00:01 Forsetakosningarnar - Hrafnhildur Proppé Lengi vel leit út fyrir að við væntanlegar forsetakosningar væru ekki margir raunhæfir kostir í boði. Ég er því mjög ánægð með framboð Baldurs Ágústssonar og fagna því, að aðili sem ekki tengist neinum stjórnmálaflokki skuli hafa ákveðið að bjóða sig fram til embættisins. Ég hef alltaf haft þá trú, að á stóli forseta Íslands eigi að vera hlutlaus aðili, ópólitískur, sem geti verið sameiningartákn þjóðarinnar og allir geti flykkt sér um, en þannig finnst mér það ekki hafa verið undanfarin ár. Eins og málum hefur verið háttað virðist mér sem eilífir árekstrar hafi verið milli forseta og ríkisstjórnar, og kann ég því afar illa. Ég er viss um að ef á Bessastöðum hefði setið ópólitískur aðili undanfarin ár, væri ekki búin að vera slík spenna milli forseta og ríkisstjórnar sem raun ber vitni. Mér finnst með atburðum undanfarinna daga koma berlega í ljós, hve illa það þjónar hagsmunum okkar landsmanna að hafa fyrrverandi stjórnmálamann í embætti forseta Íslands. Að mínu mati hefur t.d. oft verið meiri ástæða til að nota neitunarvald forsetans en núna. Ég nefni sem dæmi öryrkjamálið, Kárahnjúkavirkjun og þátttöku okkar í Schengen-samstarfinu. Þegar lýðveldið Ísland var stofnað 1944, var ákveðið að þjóðhöfðingi landsins væri forseti, þannig að allir hefðu sömu möguleika og leyfi til að bjóða sig fram til embættisins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Með framboði Baldurs Ágústssonar til embættis forseta Íslands er kominn fram raunverulegur valkostur fyrir þá sem vilja mann, sem ekki er tengdur stjórnmálum og hefur aldrei verið. Baldur er einlægur, traustur og mannlegur og vill hefja forsetaembættið aftur til aukinnar virðingar, sem honum hefur þótt skorta þó nokkuð á undanfarin ár og er ég sammála honum um það. Baldur kostar sína kosningabaráttu sjálfur og er því öllum óháður. Það er kominn tími til breytinga. - Baldur á Bessastaði! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Forsetakosningarnar - Hrafnhildur Proppé Lengi vel leit út fyrir að við væntanlegar forsetakosningar væru ekki margir raunhæfir kostir í boði. Ég er því mjög ánægð með framboð Baldurs Ágústssonar og fagna því, að aðili sem ekki tengist neinum stjórnmálaflokki skuli hafa ákveðið að bjóða sig fram til embættisins. Ég hef alltaf haft þá trú, að á stóli forseta Íslands eigi að vera hlutlaus aðili, ópólitískur, sem geti verið sameiningartákn þjóðarinnar og allir geti flykkt sér um, en þannig finnst mér það ekki hafa verið undanfarin ár. Eins og málum hefur verið háttað virðist mér sem eilífir árekstrar hafi verið milli forseta og ríkisstjórnar, og kann ég því afar illa. Ég er viss um að ef á Bessastöðum hefði setið ópólitískur aðili undanfarin ár, væri ekki búin að vera slík spenna milli forseta og ríkisstjórnar sem raun ber vitni. Mér finnst með atburðum undanfarinna daga koma berlega í ljós, hve illa það þjónar hagsmunum okkar landsmanna að hafa fyrrverandi stjórnmálamann í embætti forseta Íslands. Að mínu mati hefur t.d. oft verið meiri ástæða til að nota neitunarvald forsetans en núna. Ég nefni sem dæmi öryrkjamálið, Kárahnjúkavirkjun og þátttöku okkar í Schengen-samstarfinu. Þegar lýðveldið Ísland var stofnað 1944, var ákveðið að þjóðhöfðingi landsins væri forseti, þannig að allir hefðu sömu möguleika og leyfi til að bjóða sig fram til embættisins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Með framboði Baldurs Ágústssonar til embættis forseta Íslands er kominn fram raunverulegur valkostur fyrir þá sem vilja mann, sem ekki er tengdur stjórnmálum og hefur aldrei verið. Baldur er einlægur, traustur og mannlegur og vill hefja forsetaembættið aftur til aukinnar virðingar, sem honum hefur þótt skorta þó nokkuð á undanfarin ár og er ég sammála honum um það. Baldur kostar sína kosningabaráttu sjálfur og er því öllum óháður. Það er kominn tími til breytinga. - Baldur á Bessastaði!
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun