Sport

Liðin skoðuð - Víkingur (10. sæti)

Þegar þriðjungur er búinn af Landsbankadeild karla í knattspyrnu er full ástæða til þess að skoða nánar frammistöðu liðanna til þessa á mótinu. Á Vísi í dag má finna úttekt á hverju liði fyrir sig og kemur nýtt lið inn á hálftíma fresti. Víkingar eru í 10. sæti deildarinnar. Sumri Víkinga verður lýst með einu orði – seinheppni. Lið sem á fleiri skot á markið en andstæðingarnar leik eftir leik en tapar alltaf er dæmt til þess að falla. Það vantar mann til að klára færin hjá Víkingum, nokkuð sem var vitað fyrir mót. Vandamál Víkinga er að þeir geta ekki spilað betur en þetta – og eins og staðan er í dag þá er það ekki nóg. Tölfræðin samanburður(Víkingur-Mótherjar):Skot 76-52 (+24) Skot á mark 39-25 (+14) Mörk 3-10 (-7) Horn 33-20 (+13) Aukaspyrnur fengnar 107-109 (-2) Gul spjöld 8-10 (-2) Rauð spjöld 2-0 (+2) Rangstöður 11-14 (-3) Markaskorarar liðsins: Vilhjálmur Vilhjálmsson 1 Grétar Sigurðsson 1 Egill Atlason 1 Stoðsendingar liðsins: Kári Árnason 1 Haukur Úlfarsson 1 Grétar Sigurðsson 1 Markvörður liðsins: Martin Trancík Varin skot 13 Mörk á sig 10 Hlutfallsmarkvarsla 57% Leikir haldið hreinu 0 Besta frammistaða leikmanna liðsins í einkunnagjöf DV: Sölvi Geir Ottesen 3,80 Grétar Sigurðsson 3,33 Andri Tómas Gunnarsson 3,00 Höskuldur Eiríksson 3,00 Kári Árnason 3,00 Vilhjálmur Vilhjálmsson 2,83 Steinþór Gíslason 2,67 Martin Tranicík 2,50 Viktor Bjarki Arnarsson 2,50 Haukur Armin Úlfarsson 2,00 Stefán Örn Arnarson 2,00 Þorri Ólafsson 2,00 Daníel Hjaltason 1,80 Sigursteinn Gíslason 1,75 Egill Atlason 1,60 Þorvaldur Már Guðmundsson 1,00



Fleiri fréttir

Sjá meira


×