Loforð og svik stjórnarþingmanna 15. júní 2004 00:01 Fiskveiðistjórnun - Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins Ekki vantaði loforðin hjá þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna um að sóknarkerfi handfærabáta skyldi varið af öllum mætti. Þessum orðum má finna stað bæði í ræðu og riti fyrir og eftir kosningar vorið 2003. Auk þess vitnuðu þingmenn úr norðvestur kjördæmi á stórfundi undir yfirskriftinni "Orð skulu standa" um staðfestan ásetning sinn í september sl. á Ísafirði. Loforðin voru svikin eina ferðina enn. Áhættan sem nú er tekin með kvótasetningu smábátanna er mjög mikil og eins og áður snýst málið um byggðina í landinu og fólkið í sjávarbyggðunum. En hver er skylda okkar við fólkið í landinu? Í fyrstu gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 er markmið laganna og þar með tilgangi þeirra lýst svo: "Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra (þ.e. nytjastofna fiskjar á Íslandsmiðum) og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu". Við eigum sem sagt að stuðla að verndum og viðhaldi fiskstofna og við eigum að halda uppi veiðum sem eru hagkvæmar, orkusparandi og vernda lífríkið. Þessu markmiði laga var ekki sýnd nein virðing. Þeir sem töldu ávinning í kvótaverðmætum fengu ráðið för. Atvinnuréttur annarra er látinn víkja fyrir ákefðinni í kvótastýringu veiða. Stjórnvöld sjást ekki fyrir og telja kvótakerfi allra meina bót þó árangur kvótakerfa í botnfiskveiðum sé víðast hvar enginn. Nýjasta dæmið er kvótastýring í Barentshafi. Aðeins tíu fyrirtæki eiga nú yfir 50% af óveiddum fiski í sjónum og leiguliðar greiða þeim hátt verð fyrir veiðiréttinn. Sjómenn borga veiðiréttarhöfum fyrir svo þeir fái að stunda atvinnu sína. Laun þeirra lækka sem veiðigjaldinu nemur. Allt eru þetta verk ríkisstjórnarinnar sem samþykkt hefur kvótalögin og gert þau þannig úr garði að þetta fyrirkomulag vistarbandsins er nú aftur orðið löglegt. Það er löggjöfin sem ríkisstjórnin ákveður sem býr til leigu- og sölukvóta í fiski og landbúnaðarkvótinn í mjólk heftir nú endurnýjun í sveitum landsins. Störfum og fólki fækkar víða á landsbyggðinni. Atvinnuréttur í dreifðum byggðum er fólkinu þar mikils virði eins og fólkinu á fjölmiðlunum er atvinnuréttur og afkomuöryggi. Afleiðingarnar fyrir landsbyggðarfólk sem á húseign í atvinnulausu plássi eru því miklu verri þar sem ævisparnaður flestra er húsnæðið sem fjölskyldan býr í. Lýðréttindi fólksins til atvinnu í sjávarbyggðum eru stjórnvöldum einskis virði. Annað verður ekki ráðið af verkum þeirra því nú skal veiðireynsla trillusjómanna seld hæstbjóðanda. Kosningaloforð stjórnarþingmanna um réttlæti og sanngirni eru gleymd. Og "Fólk í fyrirrúmi" er líka gleymt. Það er sannfæring þess sem þetta ritar að mikil verðmæti fyrir framtíðina séu í því fólgin að halda landinu sem mest í byggð. Ísland er vaxandi ferðamannaland og saga þess og atvinnuhættir selja á markaði ferðamennskunnar til jafns á við náttúrufegurð ef við verðum svo gæfusöm að byggja landið. Stundargróði kvótaeigenda verður að víkja fyrir hagsmunum þjóðarheildar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fiskveiðistjórnun - Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins Ekki vantaði loforðin hjá þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna um að sóknarkerfi handfærabáta skyldi varið af öllum mætti. Þessum orðum má finna stað bæði í ræðu og riti fyrir og eftir kosningar vorið 2003. Auk þess vitnuðu þingmenn úr norðvestur kjördæmi á stórfundi undir yfirskriftinni "Orð skulu standa" um staðfestan ásetning sinn í september sl. á Ísafirði. Loforðin voru svikin eina ferðina enn. Áhættan sem nú er tekin með kvótasetningu smábátanna er mjög mikil og eins og áður snýst málið um byggðina í landinu og fólkið í sjávarbyggðunum. En hver er skylda okkar við fólkið í landinu? Í fyrstu gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 er markmið laganna og þar með tilgangi þeirra lýst svo: "Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra (þ.e. nytjastofna fiskjar á Íslandsmiðum) og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu". Við eigum sem sagt að stuðla að verndum og viðhaldi fiskstofna og við eigum að halda uppi veiðum sem eru hagkvæmar, orkusparandi og vernda lífríkið. Þessu markmiði laga var ekki sýnd nein virðing. Þeir sem töldu ávinning í kvótaverðmætum fengu ráðið för. Atvinnuréttur annarra er látinn víkja fyrir ákefðinni í kvótastýringu veiða. Stjórnvöld sjást ekki fyrir og telja kvótakerfi allra meina bót þó árangur kvótakerfa í botnfiskveiðum sé víðast hvar enginn. Nýjasta dæmið er kvótastýring í Barentshafi. Aðeins tíu fyrirtæki eiga nú yfir 50% af óveiddum fiski í sjónum og leiguliðar greiða þeim hátt verð fyrir veiðiréttinn. Sjómenn borga veiðiréttarhöfum fyrir svo þeir fái að stunda atvinnu sína. Laun þeirra lækka sem veiðigjaldinu nemur. Allt eru þetta verk ríkisstjórnarinnar sem samþykkt hefur kvótalögin og gert þau þannig úr garði að þetta fyrirkomulag vistarbandsins er nú aftur orðið löglegt. Það er löggjöfin sem ríkisstjórnin ákveður sem býr til leigu- og sölukvóta í fiski og landbúnaðarkvótinn í mjólk heftir nú endurnýjun í sveitum landsins. Störfum og fólki fækkar víða á landsbyggðinni. Atvinnuréttur í dreifðum byggðum er fólkinu þar mikils virði eins og fólkinu á fjölmiðlunum er atvinnuréttur og afkomuöryggi. Afleiðingarnar fyrir landsbyggðarfólk sem á húseign í atvinnulausu plássi eru því miklu verri þar sem ævisparnaður flestra er húsnæðið sem fjölskyldan býr í. Lýðréttindi fólksins til atvinnu í sjávarbyggðum eru stjórnvöldum einskis virði. Annað verður ekki ráðið af verkum þeirra því nú skal veiðireynsla trillusjómanna seld hæstbjóðanda. Kosningaloforð stjórnarþingmanna um réttlæti og sanngirni eru gleymd. Og "Fólk í fyrirrúmi" er líka gleymt. Það er sannfæring þess sem þetta ritar að mikil verðmæti fyrir framtíðina séu í því fólgin að halda landinu sem mest í byggð. Ísland er vaxandi ferðamannaland og saga þess og atvinnuhættir selja á markaði ferðamennskunnar til jafns á við náttúrufegurð ef við verðum svo gæfusöm að byggja landið. Stundargróði kvótaeigenda verður að víkja fyrir hagsmunum þjóðarheildar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun