Gengi krónunnar hækkaði um 1,77% 7. desember 2004 00:01 Gengi krónunnar hækkaði um 1,77 prósent í dag. Staða krónunnar gagnvart dollaranum hefur ekki verið hærra síðan í nóvember árið 1992 og segja sérfræðingar greiningardeilda bankanna gengið skuggalega hátt. Það er ekki síst vaxtahækkun Seðlabankans og fyrirheit um frekari hækkanir sem valdið hafa því að gjaldeyrir hefur flætt inn í landið og gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum hefur hækkað. Hækkunin frá því að vaxtahækkunin var kynnt á föstudag nemur 4,7 prósentum. Spurður hverjar afleiðingarnar séu segir Ingólfur Bender hjá greiningardeild Íslandsbanka þetta munu hafa víðtæk áhrif hér á landi. Verð á innfluttum vörum mun lækka og viðskiptahallinn þar með aukast sem og einkaneysla. Á móti er þetta til þess fallið að lækka verðbólguna á næstunni, jafnvel niður fyrir 2 prósent innan tólf mánaða sem er veruleg breyting. Neikvæðu afleiðingarnar eru þær að þetta veikir stöðu útflutningsatvinnuveganna og þeirra innlendu fyrirtækja sem eru helst í samkeppni við erlenda aðila. „Ef ástandið heldur svona áfram getur þetta valdið því að einhver þessara fyrirtæki sjái sér hag í því að a.m.k. að byggja upp erlendis, jafnvel að færa hluta starfsemi sinnar út,“ segir Ingólfur. Á erlendum gjaldeyrismörkuðum hefur frjálst fall dollarsins haldið áfram og hann er nú í sögulegu lágmarki miðað við evruna. Á evrusvæðinu er málum nú svo komið að hjá evrópska seðlabankanum telja menn nauðsynlegt að grípa til aðgerða og reyna að styrkja dollarann, en styrking evrunnar kemur sér illa fyrir efnahagslíf á svæðinu þar sem dregið hefur mjög úr útflutningi evrulandanna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Gengi krónunnar hækkaði um 1,77 prósent í dag. Staða krónunnar gagnvart dollaranum hefur ekki verið hærra síðan í nóvember árið 1992 og segja sérfræðingar greiningardeilda bankanna gengið skuggalega hátt. Það er ekki síst vaxtahækkun Seðlabankans og fyrirheit um frekari hækkanir sem valdið hafa því að gjaldeyrir hefur flætt inn í landið og gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum hefur hækkað. Hækkunin frá því að vaxtahækkunin var kynnt á föstudag nemur 4,7 prósentum. Spurður hverjar afleiðingarnar séu segir Ingólfur Bender hjá greiningardeild Íslandsbanka þetta munu hafa víðtæk áhrif hér á landi. Verð á innfluttum vörum mun lækka og viðskiptahallinn þar með aukast sem og einkaneysla. Á móti er þetta til þess fallið að lækka verðbólguna á næstunni, jafnvel niður fyrir 2 prósent innan tólf mánaða sem er veruleg breyting. Neikvæðu afleiðingarnar eru þær að þetta veikir stöðu útflutningsatvinnuveganna og þeirra innlendu fyrirtækja sem eru helst í samkeppni við erlenda aðila. „Ef ástandið heldur svona áfram getur þetta valdið því að einhver þessara fyrirtæki sjái sér hag í því að a.m.k. að byggja upp erlendis, jafnvel að færa hluta starfsemi sinnar út,“ segir Ingólfur. Á erlendum gjaldeyrismörkuðum hefur frjálst fall dollarsins haldið áfram og hann er nú í sögulegu lágmarki miðað við evruna. Á evrusvæðinu er málum nú svo komið að hjá evrópska seðlabankanum telja menn nauðsynlegt að grípa til aðgerða og reyna að styrkja dollarann, en styrking evrunnar kemur sér illa fyrir efnahagslíf á svæðinu þar sem dregið hefur mjög úr útflutningi evrulandanna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira