Erlent

Berjast gegn uppreisnarmönnum

Rúandaher mun grípa til vopna gegn uppreisnarmönnum í Kongó í hvert skipti sem þess gerist þörf, sagði Paul Kagame, forseti Rúanda. Orðrómur er uppi um að nokkur þúsund rúandískra hermanna séu þegar komin yfir landamærin að Kongó en það hefur ekki fengist staðfest. Uppreisnarmennirnir, sem Kagame vísar til, eru hútúar sem margir hverjir tóku þátt í þjóðernishreinsununum í Rúanda fyrir áratug þegar hálf milljón tútsa var myrt. Rúandastjórn hefur löngum kvartað undan því að Sameinuðu þjóðirnar og stjórnvöld í Kongó geri lítið til að halda aftur af uppreisnarmönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×