Gengi krónunnar og hamborgaraverð 14. júlí 2004 00:01 Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir Gengi krónunnar hefur verið nokkuð stöðugt síðustu mánuði á sama tíma og viðskiptajöfnuður verður stöðugt óhagstæðari. Búast mætti við að með óhagstæðari viðskiptajöfnuði myndi gengi krónunnar veikjast. Með því drægi úr innflutningi og útflutningur væntanlega glæðast á móti og halli á viðskiptajöfnuði myndi minnka. Það hefur ekki gerst undanfarna mánuði sem væntanlega má að hluta rekja til innflutnings vegna stóriðju. Ein kenning hagfræðinnar er kenningin um jafnvirðisgildi (e. purchasing power parity), en samkvæmt þessari kenningu ætti að vera hægt að kaupa sömu vörur fyrir sömu peningaupphæð hvar sem er í heiminum. Til lengri tíma litið ætti gengi gjaldmiðla að aðlagast svo sama vara kosti það sama hvar sem er. Þessi kenning liggur að baki könnun sem tímaritið Economist tekur reglulega saman um verð á Big Mac í hinum ýmsu löndum. Samkvæmt kenningunni ætti þessi gerð hamborgara að kosta það sama alls staðar. Þannig fæst einfaldur mælikvarði á það hvort gengi gjaldmiðla sé "rétt" skráð miðað við verð á hamborgara. Þarna er verið að beita kenningunni í sinni einföldustu mynd. Grunnur könnunarinnar er verð á Big Mac í Bandaríkjunum, sem var að meðaltali 2,90 dollarar í maí sl. Samkvæmt samanburði the Economist, þá er gjaldmiðill Kína vanmetinn gagnvart dollar um 57%, þ.e. ef kenningin um jafnvirðisgildi héldi, þá ætti gjaldmiðill Kína að vera 57% meira virði miðað við verð á Big Mac í þessum tveimur löndum. Á hinum endanum er Sviss. Miðað við verð á Big Mac í Sviss, ætti gjaldmiðillinn að vera 69% minna virði gagnvart dollar til að jafna verð á hamborgaranum í þessum löndum, enda er verð á Big Mac í Sviss 4,90 dalir. Ísland er ekki með í þessum samanburði, en einfalt er að bæta úr því. Á Íslandi er verð á Big Mac (samkvæmt gengisskráningu Seðlabanka og heimasíðu McDonald’s, 13. júlí) 6,15 mælt í dollurum og því það hæsta meðal þeirra ríkja sem eru í könnun the Economist. Samkvæmt þessu er virði krónunnar ofmetið um 112,4% gagnvart Bandaríkjadal og til að kenningin um jafnvirðisgildi gilti um krónu gagnvart dollar, þá þyrfti gengi krónunnar að vera 151,3 krónur á hvern dollar í stað 71,22 krónur samkvæmt gengisskráningu Seðlabankans 13. júlí. Ef krónan veiktist sem þessu nemur þá væri verð á Big Mac það sama hér á landi og í Bandaríkjunum. Ég er að sjálfsögðu ekki að spá svona mikilli veikingu á gengi krónunnar, aðeins að benda á það að það væri ekki óeðlilegt að sjá einhverja veikingu krónunnar á næstunni í ljósi mikils innflutnings, ekki síst á neysluvörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir Gengi krónunnar hefur verið nokkuð stöðugt síðustu mánuði á sama tíma og viðskiptajöfnuður verður stöðugt óhagstæðari. Búast mætti við að með óhagstæðari viðskiptajöfnuði myndi gengi krónunnar veikjast. Með því drægi úr innflutningi og útflutningur væntanlega glæðast á móti og halli á viðskiptajöfnuði myndi minnka. Það hefur ekki gerst undanfarna mánuði sem væntanlega má að hluta rekja til innflutnings vegna stóriðju. Ein kenning hagfræðinnar er kenningin um jafnvirðisgildi (e. purchasing power parity), en samkvæmt þessari kenningu ætti að vera hægt að kaupa sömu vörur fyrir sömu peningaupphæð hvar sem er í heiminum. Til lengri tíma litið ætti gengi gjaldmiðla að aðlagast svo sama vara kosti það sama hvar sem er. Þessi kenning liggur að baki könnun sem tímaritið Economist tekur reglulega saman um verð á Big Mac í hinum ýmsu löndum. Samkvæmt kenningunni ætti þessi gerð hamborgara að kosta það sama alls staðar. Þannig fæst einfaldur mælikvarði á það hvort gengi gjaldmiðla sé "rétt" skráð miðað við verð á hamborgara. Þarna er verið að beita kenningunni í sinni einföldustu mynd. Grunnur könnunarinnar er verð á Big Mac í Bandaríkjunum, sem var að meðaltali 2,90 dollarar í maí sl. Samkvæmt samanburði the Economist, þá er gjaldmiðill Kína vanmetinn gagnvart dollar um 57%, þ.e. ef kenningin um jafnvirðisgildi héldi, þá ætti gjaldmiðill Kína að vera 57% meira virði miðað við verð á Big Mac í þessum tveimur löndum. Á hinum endanum er Sviss. Miðað við verð á Big Mac í Sviss, ætti gjaldmiðillinn að vera 69% minna virði gagnvart dollar til að jafna verð á hamborgaranum í þessum löndum, enda er verð á Big Mac í Sviss 4,90 dalir. Ísland er ekki með í þessum samanburði, en einfalt er að bæta úr því. Á Íslandi er verð á Big Mac (samkvæmt gengisskráningu Seðlabanka og heimasíðu McDonald’s, 13. júlí) 6,15 mælt í dollurum og því það hæsta meðal þeirra ríkja sem eru í könnun the Economist. Samkvæmt þessu er virði krónunnar ofmetið um 112,4% gagnvart Bandaríkjadal og til að kenningin um jafnvirðisgildi gilti um krónu gagnvart dollar, þá þyrfti gengi krónunnar að vera 151,3 krónur á hvern dollar í stað 71,22 krónur samkvæmt gengisskráningu Seðlabankans 13. júlí. Ef krónan veiktist sem þessu nemur þá væri verð á Big Mac það sama hér á landi og í Bandaríkjunum. Ég er að sjálfsögðu ekki að spá svona mikilli veikingu á gengi krónunnar, aðeins að benda á það að það væri ekki óeðlilegt að sjá einhverja veikingu krónunnar á næstunni í ljósi mikils innflutnings, ekki síst á neysluvörum.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar