Gengi krónunnar og hamborgaraverð 14. júlí 2004 00:01 Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir Gengi krónunnar hefur verið nokkuð stöðugt síðustu mánuði á sama tíma og viðskiptajöfnuður verður stöðugt óhagstæðari. Búast mætti við að með óhagstæðari viðskiptajöfnuði myndi gengi krónunnar veikjast. Með því drægi úr innflutningi og útflutningur væntanlega glæðast á móti og halli á viðskiptajöfnuði myndi minnka. Það hefur ekki gerst undanfarna mánuði sem væntanlega má að hluta rekja til innflutnings vegna stóriðju. Ein kenning hagfræðinnar er kenningin um jafnvirðisgildi (e. purchasing power parity), en samkvæmt þessari kenningu ætti að vera hægt að kaupa sömu vörur fyrir sömu peningaupphæð hvar sem er í heiminum. Til lengri tíma litið ætti gengi gjaldmiðla að aðlagast svo sama vara kosti það sama hvar sem er. Þessi kenning liggur að baki könnun sem tímaritið Economist tekur reglulega saman um verð á Big Mac í hinum ýmsu löndum. Samkvæmt kenningunni ætti þessi gerð hamborgara að kosta það sama alls staðar. Þannig fæst einfaldur mælikvarði á það hvort gengi gjaldmiðla sé "rétt" skráð miðað við verð á hamborgara. Þarna er verið að beita kenningunni í sinni einföldustu mynd. Grunnur könnunarinnar er verð á Big Mac í Bandaríkjunum, sem var að meðaltali 2,90 dollarar í maí sl. Samkvæmt samanburði the Economist, þá er gjaldmiðill Kína vanmetinn gagnvart dollar um 57%, þ.e. ef kenningin um jafnvirðisgildi héldi, þá ætti gjaldmiðill Kína að vera 57% meira virði miðað við verð á Big Mac í þessum tveimur löndum. Á hinum endanum er Sviss. Miðað við verð á Big Mac í Sviss, ætti gjaldmiðillinn að vera 69% minna virði gagnvart dollar til að jafna verð á hamborgaranum í þessum löndum, enda er verð á Big Mac í Sviss 4,90 dalir. Ísland er ekki með í þessum samanburði, en einfalt er að bæta úr því. Á Íslandi er verð á Big Mac (samkvæmt gengisskráningu Seðlabanka og heimasíðu McDonald’s, 13. júlí) 6,15 mælt í dollurum og því það hæsta meðal þeirra ríkja sem eru í könnun the Economist. Samkvæmt þessu er virði krónunnar ofmetið um 112,4% gagnvart Bandaríkjadal og til að kenningin um jafnvirðisgildi gilti um krónu gagnvart dollar, þá þyrfti gengi krónunnar að vera 151,3 krónur á hvern dollar í stað 71,22 krónur samkvæmt gengisskráningu Seðlabankans 13. júlí. Ef krónan veiktist sem þessu nemur þá væri verð á Big Mac það sama hér á landi og í Bandaríkjunum. Ég er að sjálfsögðu ekki að spá svona mikilli veikingu á gengi krónunnar, aðeins að benda á það að það væri ekki óeðlilegt að sjá einhverja veikingu krónunnar á næstunni í ljósi mikils innflutnings, ekki síst á neysluvörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir Gengi krónunnar hefur verið nokkuð stöðugt síðustu mánuði á sama tíma og viðskiptajöfnuður verður stöðugt óhagstæðari. Búast mætti við að með óhagstæðari viðskiptajöfnuði myndi gengi krónunnar veikjast. Með því drægi úr innflutningi og útflutningur væntanlega glæðast á móti og halli á viðskiptajöfnuði myndi minnka. Það hefur ekki gerst undanfarna mánuði sem væntanlega má að hluta rekja til innflutnings vegna stóriðju. Ein kenning hagfræðinnar er kenningin um jafnvirðisgildi (e. purchasing power parity), en samkvæmt þessari kenningu ætti að vera hægt að kaupa sömu vörur fyrir sömu peningaupphæð hvar sem er í heiminum. Til lengri tíma litið ætti gengi gjaldmiðla að aðlagast svo sama vara kosti það sama hvar sem er. Þessi kenning liggur að baki könnun sem tímaritið Economist tekur reglulega saman um verð á Big Mac í hinum ýmsu löndum. Samkvæmt kenningunni ætti þessi gerð hamborgara að kosta það sama alls staðar. Þannig fæst einfaldur mælikvarði á það hvort gengi gjaldmiðla sé "rétt" skráð miðað við verð á hamborgara. Þarna er verið að beita kenningunni í sinni einföldustu mynd. Grunnur könnunarinnar er verð á Big Mac í Bandaríkjunum, sem var að meðaltali 2,90 dollarar í maí sl. Samkvæmt samanburði the Economist, þá er gjaldmiðill Kína vanmetinn gagnvart dollar um 57%, þ.e. ef kenningin um jafnvirðisgildi héldi, þá ætti gjaldmiðill Kína að vera 57% meira virði miðað við verð á Big Mac í þessum tveimur löndum. Á hinum endanum er Sviss. Miðað við verð á Big Mac í Sviss, ætti gjaldmiðillinn að vera 69% minna virði gagnvart dollar til að jafna verð á hamborgaranum í þessum löndum, enda er verð á Big Mac í Sviss 4,90 dalir. Ísland er ekki með í þessum samanburði, en einfalt er að bæta úr því. Á Íslandi er verð á Big Mac (samkvæmt gengisskráningu Seðlabanka og heimasíðu McDonald’s, 13. júlí) 6,15 mælt í dollurum og því það hæsta meðal þeirra ríkja sem eru í könnun the Economist. Samkvæmt þessu er virði krónunnar ofmetið um 112,4% gagnvart Bandaríkjadal og til að kenningin um jafnvirðisgildi gilti um krónu gagnvart dollar, þá þyrfti gengi krónunnar að vera 151,3 krónur á hvern dollar í stað 71,22 krónur samkvæmt gengisskráningu Seðlabankans 13. júlí. Ef krónan veiktist sem þessu nemur þá væri verð á Big Mac það sama hér á landi og í Bandaríkjunum. Ég er að sjálfsögðu ekki að spá svona mikilli veikingu á gengi krónunnar, aðeins að benda á það að það væri ekki óeðlilegt að sjá einhverja veikingu krónunnar á næstunni í ljósi mikils innflutnings, ekki síst á neysluvörum.
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar