Selja aðgang að sjúkrasögum 2. desember 2004 00:01 Líftæknifyrirtækin Urður, Verðandi, Skuld (UVS) og ACLARA BioSciences tilkynntu um samstarf í gær um rannsóknir á erfðaefni í krabbameinsæxlum. Ekki fékkst gefið upp hvað ACLARA mun borga UVS fyrir að nota blóð- og æxlissýni auk þess sem ACLARA mun fá aðgang að sjúkrasögu þeirra íslensku krabbameinssjúklinga sem tekið hafa þátt í íslenska krabbameinsverkefninu sem UVS hefur staðið fyrir. ACLARA mun einnig deila með UVS niðurstöðum rannsóknarinnar, sem mun bætast við gagnagrunn þeirra. Þórunn Rafnar, hjá UVS, segir að þetta sé afmarkað verkefni en möguleiki verði á framhaldi. Rannsakað verður af hverju sumir krabbameinssjúklingar bregðast við lyfjum og sumir ekki. Sérstaklega er það þekkt meðal þeirra sem hafa brjósta- eða lungnakrabbamein að sjúklingar bregðist við sumum lyfjum en ekki öðrum. Þórunn segir það mikilvægt að geta valið rétt lyf, svo ekki sé verið að gefa lyf að óþörfu. Þórunn segir að ACLARA hafi ákveðið að hefja samstarf við UVS vegna þess sýnasafns og gagnagrunns sem þau eiga. UVS hafi tekið þátt í viðamiklum krabbameinsrannsóknum og eigi því nauðsynlegan en sjaldgjæfan efnivið sem er nauðsynlegur fyrir slíkar rannsóknir. "Það er sjaldgæft að til eru áreiðanlegar klínískar upplýsingar," segir Þórunn. "Það er erfitt hjá stærri þjóðum að halda utan um þær, því það er mikil hreyfing á fólki og það týnist úr meðferðum. Hér er afmarkaður hópur af læknum sem meðhöndla krabbameinssjúka og því er hægt að fylgja sjúklingum betur eftir og athuga hvort krabbamein komi upp aftur." Líftæknifyrirtækið ACLARA starfar í Kaliforníu og sérhæfir sig í því að einstaklingsbundin lyf verði að raunveruleika. Til þess notar fyrirtækið eTag™, tækni sem mælir stöðug prótein í lífvefjum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Fleiri fréttir Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Sjá meira
Líftæknifyrirtækin Urður, Verðandi, Skuld (UVS) og ACLARA BioSciences tilkynntu um samstarf í gær um rannsóknir á erfðaefni í krabbameinsæxlum. Ekki fékkst gefið upp hvað ACLARA mun borga UVS fyrir að nota blóð- og æxlissýni auk þess sem ACLARA mun fá aðgang að sjúkrasögu þeirra íslensku krabbameinssjúklinga sem tekið hafa þátt í íslenska krabbameinsverkefninu sem UVS hefur staðið fyrir. ACLARA mun einnig deila með UVS niðurstöðum rannsóknarinnar, sem mun bætast við gagnagrunn þeirra. Þórunn Rafnar, hjá UVS, segir að þetta sé afmarkað verkefni en möguleiki verði á framhaldi. Rannsakað verður af hverju sumir krabbameinssjúklingar bregðast við lyfjum og sumir ekki. Sérstaklega er það þekkt meðal þeirra sem hafa brjósta- eða lungnakrabbamein að sjúklingar bregðist við sumum lyfjum en ekki öðrum. Þórunn segir það mikilvægt að geta valið rétt lyf, svo ekki sé verið að gefa lyf að óþörfu. Þórunn segir að ACLARA hafi ákveðið að hefja samstarf við UVS vegna þess sýnasafns og gagnagrunns sem þau eiga. UVS hafi tekið þátt í viðamiklum krabbameinsrannsóknum og eigi því nauðsynlegan en sjaldgjæfan efnivið sem er nauðsynlegur fyrir slíkar rannsóknir. "Það er sjaldgæft að til eru áreiðanlegar klínískar upplýsingar," segir Þórunn. "Það er erfitt hjá stærri þjóðum að halda utan um þær, því það er mikil hreyfing á fólki og það týnist úr meðferðum. Hér er afmarkaður hópur af læknum sem meðhöndla krabbameinssjúka og því er hægt að fylgja sjúklingum betur eftir og athuga hvort krabbamein komi upp aftur." Líftæknifyrirtækið ACLARA starfar í Kaliforníu og sérhæfir sig í því að einstaklingsbundin lyf verði að raunveruleika. Til þess notar fyrirtækið eTag™, tækni sem mælir stöðug prótein í lífvefjum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Fleiri fréttir Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Sjá meira