Erlent

Þúsunda Svía saknað

Óttast er að fórnarlömb hamfaranna við Indlandshaf seú á annað hundrað þúsund manns, því stöðugt finnast feliri látnir og nákvæmar fréttir hafa ekki borist frá öllum héruðum, þar sem flóðbylgjur gengu á land. Mun fleiri Svía er saknað á hamfarasvæðunum í Tælandi en þeirra 1400 sem yfirvöld hafa talið hingað til. Samkvæmt úttekt sænska dagblaðsins geta þerir verið allt að 3500 þegar allt kemur til alls. Hinsvegar er talið að aðeins 350 Norðmanna sé saknað, en ekki átta hundruð, þar sem í ljós er komið að margir Norðmenn voru tvítaldir. Vísbendingar eru um að íslendingarnir fimm, sem ekki hefur frést af, hafi ekki verið á hættusvæðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×