Erlent

Staðfest að 115 þúsund hafi látist

Tala látinna vegna flóðbylgjunnar af völdum jarðskjálftans við Súmötru hefur skyndilega hækkað upp í meira en 115 þúsund. Skýringin á þessari miklu hækkun eru nýjar upplýsingar frá Indónesíu, þar sem áður hafði verið talið að 52 þúsund manns hefðu týnt lífi í flóðunum miklu. 17 milljónir hafa safnast hér á landi í gegnum söfnunarsíma rauða krossins 907 2020 en alls hafa safnast um 37 milljónir króna frá félagasamtökum og einstaklingum. Fimm milljóna króna framlag ríkisstjórnarinnar hefur verið gagnrýnt og leggja Vinstri Grænir til að að minnsta kosti þrjú hundruð milljónir króna verði látnar rennar til hjálparsstarfsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×