Björgólfsfeðgar treysta stöðuna 29. september 2004 00:01 Straumur fjárfestingarbanki verður stærsti einstaki hluthafinn í Íslandsbanka. Straumur keypti í gær hlut Helga Magnússonar og hluti Burðaráss í bankanum. Samhliða þessum viðskiptum eignast eigendur Landsbankans hlut í Straumi í gegnum Burðarás og Landsbankann. Eftir viðskiptin ráða eigendur Landsbankans fjórðungs hlut í Straumi fjárfestingarbanka og eru stærsta blokkin í hluthafahópi Straums. Burðarás og Landsbankinn fengu hlutabréf í Straumi í skiptum fyrir Íslandsbankabréfin. Með þessum viðskiptum hefur Björgólfsfeðgum tekist að tryggja sér veruleg áhrif á framhald hagræðingar í bankakerfinu og þátt Íslandsbanka í henni. Nýliðin sameining Burðaráss og Kaldbaks takmarkar einnig möguleika Íslandsbanka til yfirtöku annarra fjármálastofnana innanlands. Landsbankinn og Burðarás gerðu framvirka samninga við Helga Magnússon og Orra Vigfússon um hlutabréf í Íslandsbanka. Orri skilaði inn sínum samningi til Burðaráss, sem átti þá ríflega fimm prósent í Íslandsbanka. Helgi framlengdi sinn samning við Landsbankann, en hlutur Helga er með í sölunni til Straums. Straumur í miðju atburða Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Björgólfsfeðgar eignast hlut í Straumi. Með kaupum Samsonar í Straumi fyrir rúmu ári hófst atburðarás sem leiddi til uppstokkunar í íslensku viðskiptalífi. Niðurstaða hennar var stærstu eignaskipti íslenskrar viðskiptasögu. Viðskiptin í gær eru í senn lokapunktur og upphaf. Lokapunkturinn er að eigendur Landsbankans hafa skapað eignarhlut sínum í Íslandsbanka varanlegri íverustað. Hins vegar má líta á viðskiptin í gær sem upphafið að hagræðingu í fjármálakerfinu. Sameining Straums og Íslandsbanka var einn möguleikinn í stöðunni og sá sem hugnaðist Íslandsbanka best fyrir núverandi breytingar á eignarhaldi. Með kjölfestueign Landsbankamanna í Straumi hefur staða Íslandsbanka veikst sem geranda í hræringum á fjármálamarkaði. Upphafleg kaup Landsbankans og Burðaráss í Íslandsbanka voru viljayfirlýsing um sameiningu bankanna. Sá vilji var lagður til hliðar tímabundið. Viðskiptin nú benda til þess að viljinn hafi aldrei horfið að fullu. Björgólfur Thor segir hvorki áætlanir uppi um sameiningu Straums og Burðaráss né breytingu á fjárfestingarstefnunni. "Straumur fjárfestingarbanki er að mínu mati áhugavert félag. Ég hef átt farsælt samstarf við félagið á árinu og verið ánægður með það. Ég hef fullan hug á að halda samstarfinu áfram og tel að tækifæri bíði erlendis þar sem Straumur og Burðarás geta tekið höndum saman með innlendum og erlendum fjárfestum." Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums, segir hlutafjáraukningu og innkomu nýrra fjárfesta sýna trú fjárfesta á framtíð Straums. "Töluverð hagræðing hefur átt sér stað á íslenskum fjármagnsmarkaði og teljum við henni ekki lokið. Fjárfesting þessi eykur möguleika Straums á því að verða virkur þátttakandi í þeirri þróun sem fram undan er." Búast má við að tími muni líða áður en ráðist verður í næstu skref. Sameining Landsbanka og Íslandsbanka er líklegt lokatakmark þessara viðskipta. Við slíka sameiningu gæti viðskiptastarfsemi orðið í sameinuðum Íslandsbanka og Landsbanka og fjárfestingarbankastarfsemi í sameinuðum Straumi og Burðarási. Stærstu eigendur Straums: Eignarhaldsfélagið SK ehf. 9,70% MK-44 ehf. 9,50% Tryggingamiðstöðin hf. 9,22% Landsbanki Íslands hf. 8,67% Burðarás hf. 8,56% Landsbanki Luxembourg S.A. 7,22% Smáey ehf. 5,34% Lífeyrissjóður sjómanna 5,05% Eignarhaldsfélagið SKE ehf. 4,31% Lífeyrissjóður verslunarmanna 3,92% Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Straumur fjárfestingarbanki verður stærsti einstaki hluthafinn í Íslandsbanka. Straumur keypti í gær hlut Helga Magnússonar og hluti Burðaráss í bankanum. Samhliða þessum viðskiptum eignast eigendur Landsbankans hlut í Straumi í gegnum Burðarás og Landsbankann. Eftir viðskiptin ráða eigendur Landsbankans fjórðungs hlut í Straumi fjárfestingarbanka og eru stærsta blokkin í hluthafahópi Straums. Burðarás og Landsbankinn fengu hlutabréf í Straumi í skiptum fyrir Íslandsbankabréfin. Með þessum viðskiptum hefur Björgólfsfeðgum tekist að tryggja sér veruleg áhrif á framhald hagræðingar í bankakerfinu og þátt Íslandsbanka í henni. Nýliðin sameining Burðaráss og Kaldbaks takmarkar einnig möguleika Íslandsbanka til yfirtöku annarra fjármálastofnana innanlands. Landsbankinn og Burðarás gerðu framvirka samninga við Helga Magnússon og Orra Vigfússon um hlutabréf í Íslandsbanka. Orri skilaði inn sínum samningi til Burðaráss, sem átti þá ríflega fimm prósent í Íslandsbanka. Helgi framlengdi sinn samning við Landsbankann, en hlutur Helga er með í sölunni til Straums. Straumur í miðju atburða Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Björgólfsfeðgar eignast hlut í Straumi. Með kaupum Samsonar í Straumi fyrir rúmu ári hófst atburðarás sem leiddi til uppstokkunar í íslensku viðskiptalífi. Niðurstaða hennar var stærstu eignaskipti íslenskrar viðskiptasögu. Viðskiptin í gær eru í senn lokapunktur og upphaf. Lokapunkturinn er að eigendur Landsbankans hafa skapað eignarhlut sínum í Íslandsbanka varanlegri íverustað. Hins vegar má líta á viðskiptin í gær sem upphafið að hagræðingu í fjármálakerfinu. Sameining Straums og Íslandsbanka var einn möguleikinn í stöðunni og sá sem hugnaðist Íslandsbanka best fyrir núverandi breytingar á eignarhaldi. Með kjölfestueign Landsbankamanna í Straumi hefur staða Íslandsbanka veikst sem geranda í hræringum á fjármálamarkaði. Upphafleg kaup Landsbankans og Burðaráss í Íslandsbanka voru viljayfirlýsing um sameiningu bankanna. Sá vilji var lagður til hliðar tímabundið. Viðskiptin nú benda til þess að viljinn hafi aldrei horfið að fullu. Björgólfur Thor segir hvorki áætlanir uppi um sameiningu Straums og Burðaráss né breytingu á fjárfestingarstefnunni. "Straumur fjárfestingarbanki er að mínu mati áhugavert félag. Ég hef átt farsælt samstarf við félagið á árinu og verið ánægður með það. Ég hef fullan hug á að halda samstarfinu áfram og tel að tækifæri bíði erlendis þar sem Straumur og Burðarás geta tekið höndum saman með innlendum og erlendum fjárfestum." Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums, segir hlutafjáraukningu og innkomu nýrra fjárfesta sýna trú fjárfesta á framtíð Straums. "Töluverð hagræðing hefur átt sér stað á íslenskum fjármagnsmarkaði og teljum við henni ekki lokið. Fjárfesting þessi eykur möguleika Straums á því að verða virkur þátttakandi í þeirri þróun sem fram undan er." Búast má við að tími muni líða áður en ráðist verður í næstu skref. Sameining Landsbanka og Íslandsbanka er líklegt lokatakmark þessara viðskipta. Við slíka sameiningu gæti viðskiptastarfsemi orðið í sameinuðum Íslandsbanka og Landsbanka og fjárfestingarbankastarfsemi í sameinuðum Straumi og Burðarási. Stærstu eigendur Straums: Eignarhaldsfélagið SK ehf. 9,70% MK-44 ehf. 9,50% Tryggingamiðstöðin hf. 9,22% Landsbanki Íslands hf. 8,67% Burðarás hf. 8,56% Landsbanki Luxembourg S.A. 7,22% Smáey ehf. 5,34% Lífeyrissjóður sjómanna 5,05% Eignarhaldsfélagið SKE ehf. 4,31% Lífeyrissjóður verslunarmanna 3,92%
Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira