Methalli á vöruviðskiptum 29. september 2004 00:01 Greinileg þenslueinkenni koma fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands um vöruskiptajöfnuð. Á fyrstu átta mánuðum ársins fluttu Íslendingar inn vörur fyrir 156,5 milljarða króna en útflutningur nam 129,5 milljörðum. Halli á vöruviðskiptum er nú meiri en hann var árið 2000 þegar síðasta góðæri náði hámarki. Á föstu gengi er vöruskiptajöfnuðurinn nú nokkuð hærri en hann hefur verið síðan 1995. Sé hallinn á viðskiptum við útlönd skoðaður sem hlutfall af landsframleiðslu sést hins vegar að í ár er staðan svipuð og árið 2000. Þá nam vöruskiptahallinn um 5,2 prósent af landsframleiðslu á fyrstu átta mánuðum ársins en nú má gera ráð fyrir að hallinn sé á bilinu 4,7 til 4,9 prósent. Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, segir að tölur um halla á vöruskiptum við útlönd komi ekki á óvart. "Þessi tala kemur í sjálfu sér ekkert á óvart. Allir hagvísar benda í þessa sömu átt að það séu meiri útgjöld og hagvöxtur í gangi heldur en við gerðum ráð fyrir í síðustu spá. Þetta hefur skilað sér í meiri tekjum í ríkissjóð og meiri innflutningi og þar af leiðandi meiri halla á vöruskiptajöfnuði," segir hann. Næsta föstudag verður ný þjóðhagsspá kynnt samhliða fjárlagafrumvarpi. Bolli segir að þróunin í viðskiptum við útlönd endurspeglist í þeirri spá. Þótt vöruskiptahallinn sé hár hefur Bolli ekki miklar áhyggjur af áhrifum þess á íslenskt efnahagslíf enda skýrist stór hluti hallans af stóriðjuframkvæmdum. "Þessar tölur ýkja ástandið því meira en helmingur af þessu er alfarið vegna virkjanaframkvæmda og jafnvel allt að tveimur þriðju hlutum. Þetta er því nokkuð sem snarlækkar þegar stóriðjuframkvæmdum líkur. Að því leyti er þetta ekki áhyggjuefni," segir Bolli. Vöruskiptajöfnuðurinn mælir einungis verðmæti innfluttra og útfluttrar vöru. Verslun með þjónustu og fjármagnsflutningar eru ekki innifaldir í þessari stærð. Útflutningur á þjónustu fer stöðugt vaxandi svo áhrif vöruskiptajöfnuðar á hagkerfið fer minnkandi. Mest hefur innflutningur frá Bandaríkjunum aukist. Það sem af er ári hafa vörur að verðmæti 17,7 milljarðar komið frá Bandaríkjunum. Þetta er 78 prósenta aukning frá í fyrra. Sé litið til helstu viðskiptalanda Íslands hefur útflutningur til Bretlands aukist mest. Hann hefur hækkað úr 20,3 milljörðum í 24,1 milljarð, eða um tæplega nítján prósent. Bretland er einnig það land sem Ísland hefur mestan viðskiptaafgang gagnvart. Vöruskiptajöfnuður Íslands við Bretland var jákvæður um tæplega tólf milljarða á fyrstu átta mánuðum ársins. Innflutningur frá Bretlandi nam tólf milljörðum á þessu tímabili en útflutningurinn 24 milljörðum. Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Greinileg þenslueinkenni koma fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands um vöruskiptajöfnuð. Á fyrstu átta mánuðum ársins fluttu Íslendingar inn vörur fyrir 156,5 milljarða króna en útflutningur nam 129,5 milljörðum. Halli á vöruviðskiptum er nú meiri en hann var árið 2000 þegar síðasta góðæri náði hámarki. Á föstu gengi er vöruskiptajöfnuðurinn nú nokkuð hærri en hann hefur verið síðan 1995. Sé hallinn á viðskiptum við útlönd skoðaður sem hlutfall af landsframleiðslu sést hins vegar að í ár er staðan svipuð og árið 2000. Þá nam vöruskiptahallinn um 5,2 prósent af landsframleiðslu á fyrstu átta mánuðum ársins en nú má gera ráð fyrir að hallinn sé á bilinu 4,7 til 4,9 prósent. Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, segir að tölur um halla á vöruskiptum við útlönd komi ekki á óvart. "Þessi tala kemur í sjálfu sér ekkert á óvart. Allir hagvísar benda í þessa sömu átt að það séu meiri útgjöld og hagvöxtur í gangi heldur en við gerðum ráð fyrir í síðustu spá. Þetta hefur skilað sér í meiri tekjum í ríkissjóð og meiri innflutningi og þar af leiðandi meiri halla á vöruskiptajöfnuði," segir hann. Næsta föstudag verður ný þjóðhagsspá kynnt samhliða fjárlagafrumvarpi. Bolli segir að þróunin í viðskiptum við útlönd endurspeglist í þeirri spá. Þótt vöruskiptahallinn sé hár hefur Bolli ekki miklar áhyggjur af áhrifum þess á íslenskt efnahagslíf enda skýrist stór hluti hallans af stóriðjuframkvæmdum. "Þessar tölur ýkja ástandið því meira en helmingur af þessu er alfarið vegna virkjanaframkvæmda og jafnvel allt að tveimur þriðju hlutum. Þetta er því nokkuð sem snarlækkar þegar stóriðjuframkvæmdum líkur. Að því leyti er þetta ekki áhyggjuefni," segir Bolli. Vöruskiptajöfnuðurinn mælir einungis verðmæti innfluttra og útfluttrar vöru. Verslun með þjónustu og fjármagnsflutningar eru ekki innifaldir í þessari stærð. Útflutningur á þjónustu fer stöðugt vaxandi svo áhrif vöruskiptajöfnuðar á hagkerfið fer minnkandi. Mest hefur innflutningur frá Bandaríkjunum aukist. Það sem af er ári hafa vörur að verðmæti 17,7 milljarðar komið frá Bandaríkjunum. Þetta er 78 prósenta aukning frá í fyrra. Sé litið til helstu viðskiptalanda Íslands hefur útflutningur til Bretlands aukist mest. Hann hefur hækkað úr 20,3 milljörðum í 24,1 milljarð, eða um tæplega nítján prósent. Bretland er einnig það land sem Ísland hefur mestan viðskiptaafgang gagnvart. Vöruskiptajöfnuður Íslands við Bretland var jákvæður um tæplega tólf milljarða á fyrstu átta mánuðum ársins. Innflutningur frá Bretlandi nam tólf milljörðum á þessu tímabili en útflutningurinn 24 milljörðum.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira