Erlent

Bretar loka sendiráðum

Bretar hafa ákveðið að loka nítján sendinefndum sínum erlendis, þeirra á meðal níu sendiráðum. Með þessu hyggjast þeir spara sér andvirði rúmra tólf milljarða króna sem verða notaðar til að berjast gegn hryðjuverkum og útbreiðslu kjarnorkuvopna auk þess að vinna að orku- og umhverfismálum. Alp Mehmet, sendiherra Bretlands á Íslandi, sagði í yfirlýsingu að breytingarnar hefðu engin áhrif á starfsemi sendiráðsins hér og að engar fyrirætlanir væru um að loka því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×