Erlent

Festu sprengju við starfsmann

Þrír menn eru eftirlýstir í Svíþjóð fyrir að ræna starfsmanni gjaldeyrisbanka, festa sprengju við hann og ræna svo bankann. Þegar maðurinn kom heim til sín eftir vinnu í gærkvöld biðu hans þar þrír ókunnir menn og höfðu sambýliskonu hans í haldi. Snemma næsta morguns festu mennirnir sprengju við bak hans og fyrirskipuðu honum að skilja hana eftir fyrir utan skrifstofubygginguna. Til að fá vilja sínum framgengt héldu þeir sambýliskonu hans fanginni á heimili þeirra. Þeir rændu síðan bankann og hurfu á braut. Maðurinn náði að gera lögreglu viðvart, og fluttu sprengjusérfræðingar sprengjuna á brott. Stór hluti Stokkhólms var afgirtur í nokkrar klukkustundir og skapaðist mikið umferðaröngþveiti. Glæpamannanna er nú ákaft leitað, en þeir voru grímuklæddur og töluðu sænsku, en að öðru leiti eru lýsingar á þeim afar óljósar. Sambýliskonuna fundu þeir keflaða og bundna, en heila á húfi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×