Erlent

Bjargaði lífi ungs Dana

Þrítugur Íslendingur, Einar Helgason, sýndi mikið snarræði þegar hann bjargaði ungum Dana sem hafði dottið niður á lestarteinana í Österport-stöðinni í Kaupmannahöfn seint á laugardagskvöldið, og lá þar ósjálfbjarga rétt áður en lestin brunaði inn á stöðina. Einar segist hafa verið að bíða eftir lestinni þegar hann hafi séð dauðadrukkinn mann hrynja niður á brautarteinana rétt áður en lest kom. Hann segist hafa hoppað niður og snarað manninum upp á brautarpallinn á nýjan leik og svo sjálfum sér stuttu áður en lestin kom. Aðspurður segist Einar telja að um 5-10 sekúndur hafi verið í lestina þegar hann sjálfur steig upp á brautarpallinn. Hann segist efast um að lestin hefði náð að stöðva áður en hún hefði keyrt á manninn ef hann hefði ekki hoppað niður eftir honum. Dimmt hafi verið úti og maðurinn ekki líklegur til þess að bjarga sér sjálfur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×