Erlent

Hafa látið 12 lausa

Mannræningjar sem rændu strætisvagni í Aþenu í morgun krefjast einnar milljónar evra í lausnargjald fyrir tólf gísla sem þeir hafa enn í haldi. Þeir hafa látið aðra tólf lausa, en segjast munu halda hinum þar til þeir komast með flugi til Rússlands. Um þjóðerni mannræningjanna er ekkert vitað, en talið er að þeir séu annað hvort Rússar eða Albanar. Það var um klukkan fjögur í nótt, að íslenskum tíma, að þeir stigu upp í rútuna í úthverfi Aþenu. Þeir hófu að skjóta í gegnum bílþakið, kröfðust þess að rútan yrði stöðvuð, og drógu fyrir alla glugga. Enginn hefur særst eftir því sem næst verður komist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×