Erlent

Slátrarar í verkfall

Fjögur þúsund starfsmenn dönsku sláturhúsakeðjunnar Danish Crown hófu verkfall í gær til að mótmæla því að 300 starfsmenn í einni framleiðsludeild fyrirtækisins voru lækkaðir í launum um fimmtán prósent. Starfsfólkið samþykkti launalækkun eftir að því var gert ljóst að valið stæði milli þess að fá lægri laun eða missa vinnuna þar sem deildin yrði lögð niður og starfsemin flutt til útlanda. Danish Crown er stærsti kjötútflytjandi Danmerkur og kemur verkfallið niður á útflutningi. Talið er að verkfallið komi í veg fyrir slátrun hundrað þúsund dýra, mestmegnis svína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×