Erlent

6 ráðherrum skipt út

Ahmed Qureia, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínumanna, ætlar að skipta um sex ráðherra í heimastjórninni. Ráðherrarnir voru allir nánir samstarfsmenn Yassers Arafats, forseta Palestínu, sem féll frá í nóvember. Það eru utanríkisráðherra og innanríkisráðherra sem fá að fjúka, auk fjármálaráðherra og þriggja annarra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×