Erlent

Líkur á öflugum skjálfta í Tokyó

Jarðskjálftasérfræðingar í Japan segja miklar líkur á því að öflugur jarðskjálfti, sem gæti orðið allt að 13 þúsund manns að bana, muni ríða yfir Tokyo, höfuðborg Japans á næstu 30 árum. Í skýrslu frá yfirvöldum, sem lak til fjölmiðla, segir að 70 prósent líkur séu á að skjálfti upp á 7 á richter muni verða innan 30 ára. Verði skjáftinn í nágrenni höfuðborgarinnar, telja sérfræðingar nær öruggt að fjöldi þeirra sem félli í valinn yrði að minnst kosti nokkur þúsund. Fyrir rúmum 80 árum skók skjálfti upp á tæpa átta á Richter Tokyo og þá létust 140 þúsund manns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×