Sport

Blackburn á botninn

Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en rétt í þessu voru Manchester City og Norwich að gera jafntefli 1-1. Willo Flood kom City yfir á 11. mínútu en Damien Francis jafnaði metin á 45. mínútu. Með jafnteflinu klifraði City upp um eitt sæti og hafði sætaskipti við Charlton og sitja nú í 12. sæti með 12 stig. Norwich sem var í botnsæti deildarinnar fyrir leikinn skilur Blackburn eftir á botninum á markatölu en liðin eru bæði með 7 stig, eins og Southampton sem er í 18. sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×