Tvö lið eygja titilinn 18. september 2004 00:01 Lokaumferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu fer fram í dag og þar munu tvö lið, FH og ÍBV, berjast um Íslandsmeistaratitilinn en önnur þrjú, Fram, Víkingur og KA, reyna allt til að forða sér frá falli. Spennan er mikil við báða enda töflunnar líkt og jafnan á lokadegi Íslandsmótsins. FH-ingar hafa þurft að bíða í fimmtán ár og tveimur dögum betur eftir að geta skipt út sárum minningum frá lokaumferð Íslandsmótsins 1989 fyrir þær þegar þeir tryggðu sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins. Sá dagur gæti loksins verið runninn upp á Akureyrarvelli í dag. Líkt og fyrir 15 árum eru FH-ingar í efsta sæti deildarinnar og mæta botnliði deildarinnar í lokaleik. FH-ingum dugar reyndar að gera jafntefli en svo var ekki 16. september 1989 þegar FH barðist við KA um titilinn - þá dugði þeim ekkert annað en sigur. Stund hefndarinnar er kannski loksins runnin upp því hvorugt félagið hefur komist í álíka stöðu aftur, að eiga möguleika á titlinum í síðasta leik. Það er nefnilega ljóst að ef FH-ingar leggja KA-menn að velli á Akureyrarvelli í dag falla KA-menn um leið niður í 1. deild. FH-ingar eru að flestra mati verðugir meistarar en það kemur ekki í ljós fyrr en í dag hvaða áhrif stórtapið gegn þýska 2. deildarliðinu Alemannia Aachen í vikunni, fyrsta tap liðsins í 22 leikjum í öllum keppnum og fyrsta tapið frá því í maí, hefur á sjálfstraust liðsins. Liðið hefur ekki þurft að koma aftur eftir tapleik í langan tíma og eftir tapið gegn Fylki í 2. umferð náði það aðeins jafntefli í næstu tveimur leikjum á eftir. FH-ingar hafa þó bæði liðið og lykilstöðu til að fagna stærsta sigri sínum í sögunni í dag en takist þeim ekki að tryggja sér titilinn er það greinilega fest í örlög félagsins að geta ekki unnið þann stóra. Geta verið mjög sáttir Eyjamenn unnu 3-0 sigur á Akranesi í fyrra, hafa unnið sex af síðustu átta leikjum sínum og jafnframt staðið sig best þegar fæstir hafa trú á þeim. Magnús Gylfason hefur gert frábæra hluti með ÍBV-liðið, fimmta sætið þótti mikið afrek í fyrra en það þykir ekki mikið lengur eftir frábært gengi liðsins í sumar. Eyjamenn geta verið mjög sáttir með annað sætið því titillinn rann þeim eiginlega úr greipum þegar FH-ingar sóttu 3-1 sigur til Eyja á dögunum. Eyjamenn hafa samt allt að vinna og ættu fyrst og fremst að hugsa um að tryggja sér Evrópusætið því ef Skagamenn vinna stórsigur (fimm mörk eða meira) er Evrópusætið þeirra. Framarar gátu ekki verið heppnari með mótherja í lokaumferðinni því þeir fá Keflvíkinga í heimsókn í Laugardalinn. Keflvíkingar gulltryggðu sætið sitt í deildinni með 3-2 sigri á Víkingsvelli 13. ágúst síðastliðinn en síðan hafa þeir ekki unnið leik. Tapi Keflavík í dag verður það fjórða tapið í röð, sem er ekki besta veganestið í undanúrslit bikarsins á sama stað eftir vikutíma. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Keflvíkingar pakka snemma saman því margoft undanfarin ár hafa þeir haft reynst liðum í harðri fallbaráttu mikill happamótherji í lokaleikjum mótsins. Um leið og sætið er tryggt hætta stigin vanalega að streyma til Keflavíkur. Framarar hafa bjargað sér frá falli í lokaumferðinni síðustu fimm tímabil og þeim nægir jafntefli út úr þessum leik þar sem markatala þeirra er mun betri en hjá Víkingi og KA. Gullskóinn fyrir Grétar Víkingar hafa aðeins náð í eitt stig af síðustu 18 mögulegum og þeir þurfa ekki bara þrjú stig í Grindavík í dag heldur einnig að treysta á úrslit annarra leikja. Víkingsliðið náði í 13 af 15 stigum sínum á mánaðarkafla frá 23. júní til 18. júlí og þrátt fyrir að liðið hafi sýnt skemmtileg tilþrif og mikinn baráttuanda skiptir það öllu að byrja og enda tímabilið vel og þar fá Víkingarnir falleinkunn enda aðeins með tvö stig af 36 mögulegum út úr leikjum 1. til 6. umferðar og 12. til 17. umferðar. Grindvíkingar eru öruggir eftir sigur í Keflavík um síðustu helgi og leikurinn gæti umfram allt snúist um að tryggja Grétari Hjartarsyni gullskóinn en hann vantar þrjú mörk til þess. Það er kannski til of mikils ætlast af þessum snjalla leikmanni en hann hefur skorað í sex af síðustu sjö leikjum og Víkingar hafa fengið á sig 13 mörk úr síðustu fjórum leikjum sínum. Lokaleikur umferðarinnar er leikur Fylkis og KR sem hefur undanfarin sumur talist til stórleikja sumarsins en leikurinn í dag skiptir minnstu máli af öllum leikjum 18. umferðarinnar. Fylkismenn gætu reyndar tryggt sér Intertoto-sætið annað árið í röð og KR-ingar gætu dottið niður í sjöunda sætið en það er ljóst að aldrei þessu vant verður sviðsljósið ekki á KR né Fylki á lokadegi Íslandsmótsins. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Sjá meira
Lokaumferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu fer fram í dag og þar munu tvö lið, FH og ÍBV, berjast um Íslandsmeistaratitilinn en önnur þrjú, Fram, Víkingur og KA, reyna allt til að forða sér frá falli. Spennan er mikil við báða enda töflunnar líkt og jafnan á lokadegi Íslandsmótsins. FH-ingar hafa þurft að bíða í fimmtán ár og tveimur dögum betur eftir að geta skipt út sárum minningum frá lokaumferð Íslandsmótsins 1989 fyrir þær þegar þeir tryggðu sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins. Sá dagur gæti loksins verið runninn upp á Akureyrarvelli í dag. Líkt og fyrir 15 árum eru FH-ingar í efsta sæti deildarinnar og mæta botnliði deildarinnar í lokaleik. FH-ingum dugar reyndar að gera jafntefli en svo var ekki 16. september 1989 þegar FH barðist við KA um titilinn - þá dugði þeim ekkert annað en sigur. Stund hefndarinnar er kannski loksins runnin upp því hvorugt félagið hefur komist í álíka stöðu aftur, að eiga möguleika á titlinum í síðasta leik. Það er nefnilega ljóst að ef FH-ingar leggja KA-menn að velli á Akureyrarvelli í dag falla KA-menn um leið niður í 1. deild. FH-ingar eru að flestra mati verðugir meistarar en það kemur ekki í ljós fyrr en í dag hvaða áhrif stórtapið gegn þýska 2. deildarliðinu Alemannia Aachen í vikunni, fyrsta tap liðsins í 22 leikjum í öllum keppnum og fyrsta tapið frá því í maí, hefur á sjálfstraust liðsins. Liðið hefur ekki þurft að koma aftur eftir tapleik í langan tíma og eftir tapið gegn Fylki í 2. umferð náði það aðeins jafntefli í næstu tveimur leikjum á eftir. FH-ingar hafa þó bæði liðið og lykilstöðu til að fagna stærsta sigri sínum í sögunni í dag en takist þeim ekki að tryggja sér titilinn er það greinilega fest í örlög félagsins að geta ekki unnið þann stóra. Geta verið mjög sáttir Eyjamenn unnu 3-0 sigur á Akranesi í fyrra, hafa unnið sex af síðustu átta leikjum sínum og jafnframt staðið sig best þegar fæstir hafa trú á þeim. Magnús Gylfason hefur gert frábæra hluti með ÍBV-liðið, fimmta sætið þótti mikið afrek í fyrra en það þykir ekki mikið lengur eftir frábært gengi liðsins í sumar. Eyjamenn geta verið mjög sáttir með annað sætið því titillinn rann þeim eiginlega úr greipum þegar FH-ingar sóttu 3-1 sigur til Eyja á dögunum. Eyjamenn hafa samt allt að vinna og ættu fyrst og fremst að hugsa um að tryggja sér Evrópusætið því ef Skagamenn vinna stórsigur (fimm mörk eða meira) er Evrópusætið þeirra. Framarar gátu ekki verið heppnari með mótherja í lokaumferðinni því þeir fá Keflvíkinga í heimsókn í Laugardalinn. Keflvíkingar gulltryggðu sætið sitt í deildinni með 3-2 sigri á Víkingsvelli 13. ágúst síðastliðinn en síðan hafa þeir ekki unnið leik. Tapi Keflavík í dag verður það fjórða tapið í röð, sem er ekki besta veganestið í undanúrslit bikarsins á sama stað eftir vikutíma. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Keflvíkingar pakka snemma saman því margoft undanfarin ár hafa þeir haft reynst liðum í harðri fallbaráttu mikill happamótherji í lokaleikjum mótsins. Um leið og sætið er tryggt hætta stigin vanalega að streyma til Keflavíkur. Framarar hafa bjargað sér frá falli í lokaumferðinni síðustu fimm tímabil og þeim nægir jafntefli út úr þessum leik þar sem markatala þeirra er mun betri en hjá Víkingi og KA. Gullskóinn fyrir Grétar Víkingar hafa aðeins náð í eitt stig af síðustu 18 mögulegum og þeir þurfa ekki bara þrjú stig í Grindavík í dag heldur einnig að treysta á úrslit annarra leikja. Víkingsliðið náði í 13 af 15 stigum sínum á mánaðarkafla frá 23. júní til 18. júlí og þrátt fyrir að liðið hafi sýnt skemmtileg tilþrif og mikinn baráttuanda skiptir það öllu að byrja og enda tímabilið vel og þar fá Víkingarnir falleinkunn enda aðeins með tvö stig af 36 mögulegum út úr leikjum 1. til 6. umferðar og 12. til 17. umferðar. Grindvíkingar eru öruggir eftir sigur í Keflavík um síðustu helgi og leikurinn gæti umfram allt snúist um að tryggja Grétari Hjartarsyni gullskóinn en hann vantar þrjú mörk til þess. Það er kannski til of mikils ætlast af þessum snjalla leikmanni en hann hefur skorað í sex af síðustu sjö leikjum og Víkingar hafa fengið á sig 13 mörk úr síðustu fjórum leikjum sínum. Lokaleikur umferðarinnar er leikur Fylkis og KR sem hefur undanfarin sumur talist til stórleikja sumarsins en leikurinn í dag skiptir minnstu máli af öllum leikjum 18. umferðarinnar. Fylkismenn gætu reyndar tryggt sér Intertoto-sætið annað árið í röð og KR-ingar gætu dottið niður í sjöunda sætið en það er ljóst að aldrei þessu vant verður sviðsljósið ekki á KR né Fylki á lokadegi Íslandsmótsins.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Sjá meira