Erlent

21 fórst í Japan

Að minnsta kosti 21 fórst og um tvö þúsund manns slösuðust í mikilli jarðskjálftahrinu í Japan sem hófst á laugardagskvöld. Í gær var talið að von væri á öðrum stórum skjálfta. Tugir þúsunda þurftu að dvelja í neyðarskýlum vegna skjálftanna eftir að heimili þeirra höfðu eyðilagst. Fyrsti skjáltinn var af stærðinni 6,8 á Richter. Átti hann upptök sín í borginni Ojiya, sem er um 260 kílómetrum norðvestur af Tókýó. Auk húsanna sem eyðilögðust fór lest af sporinu og slösuðust þar margir. Ekki hafa fleiri farist í jarðskjálfta í Japan síðan stór skjálfti skók borgina Kobe í janúar árið 1995. Þá fórust rúmlega 6.000 manns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×