Erlent

Karzai forseti

Hamid Karzai, leiðtogi bráðabirgðastjórnar Afganistan, verður að öllum líkindum næsti forseti Afganistans. Verður hann þar með sá fyrsti sem kosinn er í landinu með lýðræðislegum hætti. Fyrstu tölur bentu í gær til að um yfirburðasigur hans væri að ræða. Helstu andstæðingar Karzai í kosningunum hafa haldið því fram að brögð hafi verið í tafli og lagt fram kvartanir til kosningastjórnar í landinu. Verður hún að störfum í einhverja daga í viðbót til að kanna ásakanirnar. Ekki verður því hægt að tilkynna um nýjan forseta fyrr en að aflokinni rannsókn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×